Lífið

Fyrstu nöfn tilkynnt fyrir Sónar Reykjavík 2016

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Sónar Reykjavík í fyrra.
Frá Sónar Reykjavík í fyrra. Sonar/Aníta Björk Jóhannsdóttir
Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fer fram í fjórða sinn dagana 18.-20. febrúar næstkomandi. Hátíðin mun fara fram á fimm sviðum í Hörpu, meðal annars í bílakjallara tónlistarhússins sem breytt verður í næturklúbb.

Alls munu rúmlega 70 hljómsveitir og plötusnúðar koma fram á hátíðinni en meðal þeirra sem kynntir hafa verið til leiks eru; Hudson Mohawke (UK), Squarepusher (UK), Holly Herndon (US), Oneothrix Point Never (US), Black Madonna (US), Rødhåd (DE), Recondite (DE), AV AV AV (DK), Úlfur Úlfur, Apparat Organ Quarted, Sturla Atlas, Gangly, Vaginaboys og Skeng.

Frekari upplýsingar um listamennina má finna í alþjóðlegri tilkynningu frá hátíðinni hér.

Þeir sem vilja tryggja sér miða á hátíðina geta gert það í Hörpu eða á miðasöluvefnum
Tix.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×