Börnin reyndust vera dömurnar í Draumbæ Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júní 2015 22:00 Gátan um íslensku börnin í frönsku kvikmyndinni er leyst. „Þetta eru dömurnar í Draumbæ" sagði einn áhorfenda okkar sem kom okkur á sporið. Í ljós kom að myndirnar voru teknar fyrir hálfri öld í Vestmannaeyjum. Við sýndum myndskeiðið í fréttum Stöðvar 2 í gær en Ásgrímur Sverrisson og nokkrir aðrir kvikmyndaáhugamenn vildu vita hvaða börn þetta væru og hvar og hvenær myndirnar voru teknar. Ástæðan er sú að þetta myndskeið frá Íslandi er notað í franskri kvikmynd sem í fyrra var valin þriðja besta heimildarmynd sögunnar. Í dag barst ábending á Vísi um að myndirnar væru teknar í Vestmannaeyjum, við Draumbæ vestan við flugvöllinn þar sem bjó stór barnafjölskylda á þeim tíma. Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, sem gjörþekkir svæðið, telur að þetta séu dömurnar í Draumbæ, systurnar Kristbjörg, Halldóra og Áshildur, sem þá voru 6, 8 og 11 ára gamlar.Nýleg ljósmynd af systrunum. Áshildur er til vinstri, Halldóra í miðið og Kristbjörg til hægri.„Ég tel það víst að þetta séum við, þrjár systurnar,“ segir Kristbjörg Sigríður Kristmundsdóttir, elsta systirin, fædd 1954, en hún er nú búsett á Patreksfirði. Hinar tvær, sem sjást á myndskeiðinu, Halldóra Kristmundsdóttir, fædd 1957, og Áshildur Kristmundsdóttir, fædd 1959, búa báðar í Svíþjóð. Kristbjörg telur að myndirnar hafi verið teknar árið 1965 og segist aðspurð kannast við fötin sem þær systur klæddust. Franskur eldfjallafræðingur, Haroun Tazieff, tók myndskeiðin á Íslandi en frá Draumbæ sást vel til Surtseyjargossins. Kristbjörg kveðst þó ekki muna sérstaklega eftir myndatökunni. Hún segist aldrei hafa séð þessar myndir áður og segir það svolítið skrýtið að sjá þær núna. Hún kveðst raunar ekki vita til þess að nein önnur kvikmynd sé til af þeim systrum svo ungum og segir gaman að sjá þær, eftir öll þessi ár.Alsystkinin frá Draumbæ eru sjö talsins. Hér eru hópurinn á fjölskyldumynd með móður sinni, Sigríði Valgeirsdóttur, frá árinu 1965, sama ár og kvikmyndin var tekin. Áshildur og Kristbjörg eru lengst til hægri en Halldóra í aftari röð lengst til vinstri. Tengdar fréttir Leitað barna sem sjást í frægri heimildarmynd Nokkrir kvikmyndaáhugamenn leita nú aðstoðar almennings við að komast að því hvaða íslensk börn sjást í áratugagömlu myndskoti í franskri kvikmynd. 1. júní 2015 19:20 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
Gátan um íslensku börnin í frönsku kvikmyndinni er leyst. „Þetta eru dömurnar í Draumbæ" sagði einn áhorfenda okkar sem kom okkur á sporið. Í ljós kom að myndirnar voru teknar fyrir hálfri öld í Vestmannaeyjum. Við sýndum myndskeiðið í fréttum Stöðvar 2 í gær en Ásgrímur Sverrisson og nokkrir aðrir kvikmyndaáhugamenn vildu vita hvaða börn þetta væru og hvar og hvenær myndirnar voru teknar. Ástæðan er sú að þetta myndskeið frá Íslandi er notað í franskri kvikmynd sem í fyrra var valin þriðja besta heimildarmynd sögunnar. Í dag barst ábending á Vísi um að myndirnar væru teknar í Vestmannaeyjum, við Draumbæ vestan við flugvöllinn þar sem bjó stór barnafjölskylda á þeim tíma. Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, sem gjörþekkir svæðið, telur að þetta séu dömurnar í Draumbæ, systurnar Kristbjörg, Halldóra og Áshildur, sem þá voru 6, 8 og 11 ára gamlar.Nýleg ljósmynd af systrunum. Áshildur er til vinstri, Halldóra í miðið og Kristbjörg til hægri.„Ég tel það víst að þetta séum við, þrjár systurnar,“ segir Kristbjörg Sigríður Kristmundsdóttir, elsta systirin, fædd 1954, en hún er nú búsett á Patreksfirði. Hinar tvær, sem sjást á myndskeiðinu, Halldóra Kristmundsdóttir, fædd 1957, og Áshildur Kristmundsdóttir, fædd 1959, búa báðar í Svíþjóð. Kristbjörg telur að myndirnar hafi verið teknar árið 1965 og segist aðspurð kannast við fötin sem þær systur klæddust. Franskur eldfjallafræðingur, Haroun Tazieff, tók myndskeiðin á Íslandi en frá Draumbæ sást vel til Surtseyjargossins. Kristbjörg kveðst þó ekki muna sérstaklega eftir myndatökunni. Hún segist aldrei hafa séð þessar myndir áður og segir það svolítið skrýtið að sjá þær núna. Hún kveðst raunar ekki vita til þess að nein önnur kvikmynd sé til af þeim systrum svo ungum og segir gaman að sjá þær, eftir öll þessi ár.Alsystkinin frá Draumbæ eru sjö talsins. Hér eru hópurinn á fjölskyldumynd með móður sinni, Sigríði Valgeirsdóttur, frá árinu 1965, sama ár og kvikmyndin var tekin. Áshildur og Kristbjörg eru lengst til hægri en Halldóra í aftari röð lengst til vinstri.
Tengdar fréttir Leitað barna sem sjást í frægri heimildarmynd Nokkrir kvikmyndaáhugamenn leita nú aðstoðar almennings við að komast að því hvaða íslensk börn sjást í áratugagömlu myndskoti í franskri kvikmynd. 1. júní 2015 19:20 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
Leitað barna sem sjást í frægri heimildarmynd Nokkrir kvikmyndaáhugamenn leita nú aðstoðar almennings við að komast að því hvaða íslensk börn sjást í áratugagömlu myndskoti í franskri kvikmynd. 1. júní 2015 19:20