Fátt kemur í veg fyrir verkfall Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 15. maí 2015 07:00 Már Guðmundsson. Vísir Formaður Starfsgreinasambandsins sakar Má Guðmundsson seðlabankastjóra um hræðsluáróður og segir fátt geta komið í veg fyrir verkfallsaðgerðir í næstu viku. Hún segir útilokað að fallast á sáttatilboð Samtaka atvinnulífsins. Már sagði í fréttum Stöðvar tvö á sunnudag að miklar launahækkanir muni hafa slæm áhrif á vinnumarkaðinn og jafnvel leiða til aukins atvinnuleysis. Samtök atvinnulífsins lögðu í síðustu viku fram sáttatilboð í deilu samtakanna við Starfsgreinasambandið og segja að tilboðið feli í sér 23,5 prósenta hækkun dagvinnulauna á samningstímanum. Starfsgreinasambandið hefur gagnrýnt þessa útreikninga og Drífa Snædal framkvæmdastjóri sambandsins sakaði SA um blekkingar í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku. Björn Snæbjörnsson, formaður sambandsins, tekur í sama streng og segir útilokað að fallast á þetta tilboð. „Þetta er þriggja ára samningur sem gerir ráð fyrir 30 þúsund króna hækkun. Svo áttu að fara að kaupa yfirvinnu og lengingu á dagvinnu til þess að fá einhver átta prósent þannig að þetta er ekki allt gull sem glóir þó það sé hægt að finna einhverja háa prósentutölu,“ segir Björn. Næstu verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins hefjast á þriðjudag í næstu viku og standa í tvo daga. Boðað hefur verið til sáttafundar á mánudag en Björn segir fátt benda til þess að hægt verði að koma í veg fyrir verkföll. Björn sakar seðlabankastjóra um hræðsluáróður. „Þetta er að hluta til bara hræðsluáróður. Það er verið að reyna að hræða okkur. Ég hef ekki heyrt hann tala um þetta í tengslum við það sem aðrir hafa verið að fá og menn voru búnir að búa til ákveðna launastefnu áður en við fórum af stað,“ segir Björn. Verkfall 2016 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Formaður Starfsgreinasambandsins sakar Má Guðmundsson seðlabankastjóra um hræðsluáróður og segir fátt geta komið í veg fyrir verkfallsaðgerðir í næstu viku. Hún segir útilokað að fallast á sáttatilboð Samtaka atvinnulífsins. Már sagði í fréttum Stöðvar tvö á sunnudag að miklar launahækkanir muni hafa slæm áhrif á vinnumarkaðinn og jafnvel leiða til aukins atvinnuleysis. Samtök atvinnulífsins lögðu í síðustu viku fram sáttatilboð í deilu samtakanna við Starfsgreinasambandið og segja að tilboðið feli í sér 23,5 prósenta hækkun dagvinnulauna á samningstímanum. Starfsgreinasambandið hefur gagnrýnt þessa útreikninga og Drífa Snædal framkvæmdastjóri sambandsins sakaði SA um blekkingar í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku. Björn Snæbjörnsson, formaður sambandsins, tekur í sama streng og segir útilokað að fallast á þetta tilboð. „Þetta er þriggja ára samningur sem gerir ráð fyrir 30 þúsund króna hækkun. Svo áttu að fara að kaupa yfirvinnu og lengingu á dagvinnu til þess að fá einhver átta prósent þannig að þetta er ekki allt gull sem glóir þó það sé hægt að finna einhverja háa prósentutölu,“ segir Björn. Næstu verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins hefjast á þriðjudag í næstu viku og standa í tvo daga. Boðað hefur verið til sáttafundar á mánudag en Björn segir fátt benda til þess að hægt verði að koma í veg fyrir verkföll. Björn sakar seðlabankastjóra um hræðsluáróður. „Þetta er að hluta til bara hræðsluáróður. Það er verið að reyna að hræða okkur. Ég hef ekki heyrt hann tala um þetta í tengslum við það sem aðrir hafa verið að fá og menn voru búnir að búa til ákveðna launastefnu áður en við fórum af stað,“ segir Björn.
Verkfall 2016 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira