„Skelfileg upplifun að horfa á dýrið sitt þjást“ Viktoría Hermannsdóttir skrifar 10. ágúst 2015 20:38 Lögreglan á Suðurlandi rannsakar dauða katta í Hveragerði en íbúar óttast að eitrað sé fyrir dýrum í bænum. Í götunni Laufskógum hafa kettir dáið á dularfullan hátt undanfarna daga og hundar hafa veikst. Orsökin er óljós en eigendunum grunar að eitrað hafi verið fyrir dýrunum. Rætt var við eigendur dýra í kvöldfréttum Stöðvar 2 og eru þeir mjög áhyggjufullir. Dýrunum er ekki hleypt út eftirlitslausum. Blár fiskbiti fannst fyrir utan heimili eins kattarins og stuttu seinna kom eigandinn að kettinum mjög veikum. Grunur leikur á frostlögur hafi verið settur í bitann. „Hún var eiginlega komin út úr heiminum en stundi og stundi, algerlega máttlaus. Þetta var mikið áfall og skelfileg upplifun að horfa á dýrið sitt þjást,“ segir Andrína Guðrún Jónsdóttir. Hún vonar að málið upplýsist en segist ekki vita hver gæti gert svona lagað. Sjá einnig: Lögregla rannsakar dularfullu kattadauðana í Hveragerði „Þetta er eins og ósýnileg ógn. Maður veit ekkert og fer að efast um og tortryggja fólk í kringum sig. Sem er mjög slæmt.“ Svipuð mál, þar sem kettir hafa veikst í stórum stíl, hafa komið upp áður. Til dæmis á Eyrarbakka fyrir tveimur árum, í Hveragerði fyrir tíu árum og fyrr í sumar kom upp mál í Sandgerði þar sem margir kettir drápust vegna eitrunar. Aðspurður hvort að lögregluna gruni að eitrað hafi verið fyrir dýrunum, segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, að svo sé ekki. „Samt sem áður verðum við að fá fullvissu fyrir því hvort að þetta er eðlilegt eða ekki. Það gerum við með því að leita til vísindanna.“ Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun, sem hefur málin til rannsóknar, er talið að kettirnir hafi dáið vegna eitrunar. Þorgrímur segir að reglur séu gildandi um ketti í Hveragerði, eins og víða annarsstaðar. „Þeir eiga til dæmis ekki að vera á víðavangi. Þannig að ég held að fólk þurfi að fara að gæta þess að fara eftir þeim reglum, svo þeir séu ekki utandyra nema undir eftirliti.“ Í samþykkt Hveragerðis um kattahald kemur hins vegar hvergi fram að lausaganga katta sé óheimil. Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar dauða katta í Hveragerði en íbúar óttast að eitrað sé fyrir dýrum í bænum. Í götunni Laufskógum hafa kettir dáið á dularfullan hátt undanfarna daga og hundar hafa veikst. Orsökin er óljós en eigendunum grunar að eitrað hafi verið fyrir dýrunum. Rætt var við eigendur dýra í kvöldfréttum Stöðvar 2 og eru þeir mjög áhyggjufullir. Dýrunum er ekki hleypt út eftirlitslausum. Blár fiskbiti fannst fyrir utan heimili eins kattarins og stuttu seinna kom eigandinn að kettinum mjög veikum. Grunur leikur á frostlögur hafi verið settur í bitann. „Hún var eiginlega komin út úr heiminum en stundi og stundi, algerlega máttlaus. Þetta var mikið áfall og skelfileg upplifun að horfa á dýrið sitt þjást,“ segir Andrína Guðrún Jónsdóttir. Hún vonar að málið upplýsist en segist ekki vita hver gæti gert svona lagað. Sjá einnig: Lögregla rannsakar dularfullu kattadauðana í Hveragerði „Þetta er eins og ósýnileg ógn. Maður veit ekkert og fer að efast um og tortryggja fólk í kringum sig. Sem er mjög slæmt.“ Svipuð mál, þar sem kettir hafa veikst í stórum stíl, hafa komið upp áður. Til dæmis á Eyrarbakka fyrir tveimur árum, í Hveragerði fyrir tíu árum og fyrr í sumar kom upp mál í Sandgerði þar sem margir kettir drápust vegna eitrunar. Aðspurður hvort að lögregluna gruni að eitrað hafi verið fyrir dýrunum, segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, að svo sé ekki. „Samt sem áður verðum við að fá fullvissu fyrir því hvort að þetta er eðlilegt eða ekki. Það gerum við með því að leita til vísindanna.“ Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun, sem hefur málin til rannsóknar, er talið að kettirnir hafi dáið vegna eitrunar. Þorgrímur segir að reglur séu gildandi um ketti í Hveragerði, eins og víða annarsstaðar. „Þeir eiga til dæmis ekki að vera á víðavangi. Þannig að ég held að fólk þurfi að fara að gæta þess að fara eftir þeim reglum, svo þeir séu ekki utandyra nema undir eftirliti.“ Í samþykkt Hveragerðis um kattahald kemur hins vegar hvergi fram að lausaganga katta sé óheimil.
Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira