Lögregla rannsakar dularfullu kattadauðana í Hveragerði Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 10. ágúst 2015 11:26 Lögregla hefur fengið tilkynningar um þrjá kattadauða en heimildir Vísis herma að allt að sex hafi drepist á síðustu dögum. Vísir/Getty Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú dauða þriggja katta í Hveragerði en grunur leikur á um að eitrað hafi verið fyrir dýrunum. Vísir greindi frá málinu í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa sex kettir dáið á síðustu dögum en lögregla hefur eins og fyrr segir aðeins fengið tilkynningu um þrjá. Í tveimur tilvikanna eru svipuð einkenni sem benda til eitrunar. Lögregla hefur nú uppi á kattahræum til að senda í rannsókn. Að sögn Aðalsteins Magnússonar, eiganda eins kattarins sem dó, fannst blátt fiskflak nálægt húsi hans í gær. Lögregla staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og segir til rannsóknar hvort það tengist dauða kattanna. Aðalsteinn sagði jafnframt að íbúar hefðu orðið varir við að fjöldi dauðra fugla hefði aukist upp á síðkastið en lögregla sagðist ekki hafa orðið vör við það. „Það eru getgátur og ekkert annað,“ sagði lögregla.Sjá einnig: Grunur um að eitrað hafi verið fyrir köttum í Hveragerði Því hefur verið velt upp hvort geti verið að einhver hafi vísvitandi eitrað fyrir dýrunum en þá telst það brot gegn dýraverndunarlögum. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég er svo reiður og sár á sama tíma,“ segir Aðalsteinn. „Það er ekkert vitað hver var að verki eða hvað honum gekk til. Annað hvort er hér í bænum einhver virkilega veikur einstaklingur sem er að leika sér að því að drepa dýr eða hann hefur dreift þessu á þök til að drepa máva og þaðan hefur þetta dottið á jörðina. Hvort sem það er þá er þetta ekki gáfulegt,“ sagði Aðalsteinn í samtali við Vísi í gær.Uppfært 12.23: Lögregla vinnur að rannsókninni í samstarfi við Matvælastofnun. Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú dauða þriggja katta í Hveragerði en grunur leikur á um að eitrað hafi verið fyrir dýrunum. Vísir greindi frá málinu í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa sex kettir dáið á síðustu dögum en lögregla hefur eins og fyrr segir aðeins fengið tilkynningu um þrjá. Í tveimur tilvikanna eru svipuð einkenni sem benda til eitrunar. Lögregla hefur nú uppi á kattahræum til að senda í rannsókn. Að sögn Aðalsteins Magnússonar, eiganda eins kattarins sem dó, fannst blátt fiskflak nálægt húsi hans í gær. Lögregla staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og segir til rannsóknar hvort það tengist dauða kattanna. Aðalsteinn sagði jafnframt að íbúar hefðu orðið varir við að fjöldi dauðra fugla hefði aukist upp á síðkastið en lögregla sagðist ekki hafa orðið vör við það. „Það eru getgátur og ekkert annað,“ sagði lögregla.Sjá einnig: Grunur um að eitrað hafi verið fyrir köttum í Hveragerði Því hefur verið velt upp hvort geti verið að einhver hafi vísvitandi eitrað fyrir dýrunum en þá telst það brot gegn dýraverndunarlögum. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég er svo reiður og sár á sama tíma,“ segir Aðalsteinn. „Það er ekkert vitað hver var að verki eða hvað honum gekk til. Annað hvort er hér í bænum einhver virkilega veikur einstaklingur sem er að leika sér að því að drepa dýr eða hann hefur dreift þessu á þök til að drepa máva og þaðan hefur þetta dottið á jörðina. Hvort sem það er þá er þetta ekki gáfulegt,“ sagði Aðalsteinn í samtali við Vísi í gær.Uppfært 12.23: Lögregla vinnur að rannsókninni í samstarfi við Matvælastofnun.
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira