Lögregla rannsakar dularfullu kattadauðana í Hveragerði Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 10. ágúst 2015 11:26 Lögregla hefur fengið tilkynningar um þrjá kattadauða en heimildir Vísis herma að allt að sex hafi drepist á síðustu dögum. Vísir/Getty Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú dauða þriggja katta í Hveragerði en grunur leikur á um að eitrað hafi verið fyrir dýrunum. Vísir greindi frá málinu í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa sex kettir dáið á síðustu dögum en lögregla hefur eins og fyrr segir aðeins fengið tilkynningu um þrjá. Í tveimur tilvikanna eru svipuð einkenni sem benda til eitrunar. Lögregla hefur nú uppi á kattahræum til að senda í rannsókn. Að sögn Aðalsteins Magnússonar, eiganda eins kattarins sem dó, fannst blátt fiskflak nálægt húsi hans í gær. Lögregla staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og segir til rannsóknar hvort það tengist dauða kattanna. Aðalsteinn sagði jafnframt að íbúar hefðu orðið varir við að fjöldi dauðra fugla hefði aukist upp á síðkastið en lögregla sagðist ekki hafa orðið vör við það. „Það eru getgátur og ekkert annað,“ sagði lögregla.Sjá einnig: Grunur um að eitrað hafi verið fyrir köttum í Hveragerði Því hefur verið velt upp hvort geti verið að einhver hafi vísvitandi eitrað fyrir dýrunum en þá telst það brot gegn dýraverndunarlögum. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég er svo reiður og sár á sama tíma,“ segir Aðalsteinn. „Það er ekkert vitað hver var að verki eða hvað honum gekk til. Annað hvort er hér í bænum einhver virkilega veikur einstaklingur sem er að leika sér að því að drepa dýr eða hann hefur dreift þessu á þök til að drepa máva og þaðan hefur þetta dottið á jörðina. Hvort sem það er þá er þetta ekki gáfulegt,“ sagði Aðalsteinn í samtali við Vísi í gær.Uppfært 12.23: Lögregla vinnur að rannsókninni í samstarfi við Matvælastofnun. Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú dauða þriggja katta í Hveragerði en grunur leikur á um að eitrað hafi verið fyrir dýrunum. Vísir greindi frá málinu í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa sex kettir dáið á síðustu dögum en lögregla hefur eins og fyrr segir aðeins fengið tilkynningu um þrjá. Í tveimur tilvikanna eru svipuð einkenni sem benda til eitrunar. Lögregla hefur nú uppi á kattahræum til að senda í rannsókn. Að sögn Aðalsteins Magnússonar, eiganda eins kattarins sem dó, fannst blátt fiskflak nálægt húsi hans í gær. Lögregla staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og segir til rannsóknar hvort það tengist dauða kattanna. Aðalsteinn sagði jafnframt að íbúar hefðu orðið varir við að fjöldi dauðra fugla hefði aukist upp á síðkastið en lögregla sagðist ekki hafa orðið vör við það. „Það eru getgátur og ekkert annað,“ sagði lögregla.Sjá einnig: Grunur um að eitrað hafi verið fyrir köttum í Hveragerði Því hefur verið velt upp hvort geti verið að einhver hafi vísvitandi eitrað fyrir dýrunum en þá telst það brot gegn dýraverndunarlögum. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég er svo reiður og sár á sama tíma,“ segir Aðalsteinn. „Það er ekkert vitað hver var að verki eða hvað honum gekk til. Annað hvort er hér í bænum einhver virkilega veikur einstaklingur sem er að leika sér að því að drepa dýr eða hann hefur dreift þessu á þök til að drepa máva og þaðan hefur þetta dottið á jörðina. Hvort sem það er þá er þetta ekki gáfulegt,“ sagði Aðalsteinn í samtali við Vísi í gær.Uppfært 12.23: Lögregla vinnur að rannsókninni í samstarfi við Matvælastofnun.
Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira