Fótbolti

Ísland hefur leik í undankeppni HM á tómum velli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmenn Úkraínu.
Stuðningsmenn Úkraínu. vísir/getty

Það varð ljóst í dag að Úkraína og Ísland munu spila fyrir framan tómar stúkur í undankeppni HM 2018.

Úkraína var í dag dæmt til þess að leika einn leik fyrir framan tóman völl og næsti keppnisleikur liðsins er gegn Íslandi.

Ástæðan fyrir þessu banni er kynþáttafordómar stuðningsmanna Úkraínu.

Í tvígang voru stuðningsmenn Úkraínu uppvísir að slíku athæfi og liðinu hefur nú verið refsað.

Einnig fengu Úkraínumenn sekt upp á tæpar 14 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×