Minnast Farkhunda í Ráðhúsi Reykjavíkur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. mars 2015 22:26 Frá minningarathöfn um Farkhunda í Kabúl í gær. Vísir/Getty Minningarstund verður í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 16 á morgun, sunnudaginn 29. mars, til að minnast Farkhunda, 27 ára gamals kennaranema, sem var myrt af stórum hópi manna í Kabúl þann 19. mars síðastliðinn. Aðstandendur minningarathafnarinnar hvetja gesti til að taka með sér útprentaðar myndir af Farkhunda en í fréttatilkynningu um minningarstundina segir:Morðið á Farkhundu er rekið til þess að múlla nokkur laug því upp á hana að hún hafi brennt Kóraninn. Múllann laug þessu vegna þess að Farkhunda, sem nam trúarleg fræði í íslömskum skóla, hafði ásakað hann um að brjóta lög íslam með því að selja lítil bréfsnifsi með trúarlegum textum ("tawiz") undir þeim formerkjum að textarnir væru kraftmiklir galdraseiðir. Hópur manna safnaðist í kringum Farkhundu við hróp múllans og barði hana til dauða með spýtum og steinum, drógu síðan lík hennar að árbakka, brenndu það og hentu síðar í Kabúl-ána.Morðið á Farkhundu hefur vakið sterk viðbrögð í Afganistan og um allan heim. Í Kabúl brugðu konur á það ráð að bera kistu Farkhundu til grafar og neita karlmönnum um að snerta hana þvert á hefðir Afgana sem leyfa konum að jafnaði ekki að taka þátt í jarðarförum. Á þriðjudaginn var gengu þúsundir saman í Kabúl til þess að krefjast réttlætis fyrir Farkhundu. Minningarathafnir og kröfugöngur hafa einnig verið farnar víðs vegar annars staðar í heiminum undir yfirskriftinni Justice for Farkhunda.Notendur Facebook og Twitter hafa birt greinar og myndir og skipulagt viðburði henni til heiðurs undir kassamerkinu #JusticeForFarkhunda.Minningarathöfnin í Ráðhúsinu er liður í þessari alþjóðlegu hreyfingu. Þar mun Fatima Hussaini lesa ljóð til minningar Farkhundu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mun einnig segja nokkur orð. Undirskriftarlisti verður á staðnum sem gestir geta undirritað til þess að hvetja afgönsk stjórnvöld til þess að taka harðar á ofbeldi gegn konum í Afganistan og tryggja réttlæti fyrir Farkhundu. Einnig er ætlunin að fleyta kertum í minningu Farkhundu í lok athafnarinnar, skipuleggjendur munu koma með kerti en gestir mega gjarnan taka kerti með sér.Skipuleggjendur vilja hvetja sem flesta til þess að mæta á morgun til þess að minnast Farkhundu og taka skýra afstöðu gegn ofbeldi gegn konum. Þá er fólki bent á Facebook-síðu viðburðarins sem má nálgast hér. Tengdar fréttir Afganskar konur á Íslandi efna til friðarstundar Hópur afganskra kvenna á Íslandi efna til friðarstundar í dag til stuðnings Farkhunda, afganskri konu sem í síðustu viku var ranglega sökuð um að hafa brennt Kóraninn og í kjölfarið myrt á hrottafenginn hátt. 24. mars 2015 13:50 Fordæmdu glæpaverk í Afganistan Afganskar konur á Íslandi efndu til friðarstundar í gær vegna morðsins á Farkhunda. 25. mars 2015 07:30 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Minningarstund verður í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 16 á morgun, sunnudaginn 29. mars, til að minnast Farkhunda, 27 ára gamals kennaranema, sem var myrt af stórum hópi manna í Kabúl þann 19. mars síðastliðinn. Aðstandendur minningarathafnarinnar hvetja gesti til að taka með sér útprentaðar myndir af Farkhunda en í fréttatilkynningu um minningarstundina segir:Morðið á Farkhundu er rekið til þess að múlla nokkur laug því upp á hana að hún hafi brennt Kóraninn. Múllann laug þessu vegna þess að Farkhunda, sem nam trúarleg fræði í íslömskum skóla, hafði ásakað hann um að brjóta lög íslam með því að selja lítil bréfsnifsi með trúarlegum textum ("tawiz") undir þeim formerkjum að textarnir væru kraftmiklir galdraseiðir. Hópur manna safnaðist í kringum Farkhundu við hróp múllans og barði hana til dauða með spýtum og steinum, drógu síðan lík hennar að árbakka, brenndu það og hentu síðar í Kabúl-ána.Morðið á Farkhundu hefur vakið sterk viðbrögð í Afganistan og um allan heim. Í Kabúl brugðu konur á það ráð að bera kistu Farkhundu til grafar og neita karlmönnum um að snerta hana þvert á hefðir Afgana sem leyfa konum að jafnaði ekki að taka þátt í jarðarförum. Á þriðjudaginn var gengu þúsundir saman í Kabúl til þess að krefjast réttlætis fyrir Farkhundu. Minningarathafnir og kröfugöngur hafa einnig verið farnar víðs vegar annars staðar í heiminum undir yfirskriftinni Justice for Farkhunda.Notendur Facebook og Twitter hafa birt greinar og myndir og skipulagt viðburði henni til heiðurs undir kassamerkinu #JusticeForFarkhunda.Minningarathöfnin í Ráðhúsinu er liður í þessari alþjóðlegu hreyfingu. Þar mun Fatima Hussaini lesa ljóð til minningar Farkhundu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mun einnig segja nokkur orð. Undirskriftarlisti verður á staðnum sem gestir geta undirritað til þess að hvetja afgönsk stjórnvöld til þess að taka harðar á ofbeldi gegn konum í Afganistan og tryggja réttlæti fyrir Farkhundu. Einnig er ætlunin að fleyta kertum í minningu Farkhundu í lok athafnarinnar, skipuleggjendur munu koma með kerti en gestir mega gjarnan taka kerti með sér.Skipuleggjendur vilja hvetja sem flesta til þess að mæta á morgun til þess að minnast Farkhundu og taka skýra afstöðu gegn ofbeldi gegn konum. Þá er fólki bent á Facebook-síðu viðburðarins sem má nálgast hér.
Tengdar fréttir Afganskar konur á Íslandi efna til friðarstundar Hópur afganskra kvenna á Íslandi efna til friðarstundar í dag til stuðnings Farkhunda, afganskri konu sem í síðustu viku var ranglega sökuð um að hafa brennt Kóraninn og í kjölfarið myrt á hrottafenginn hátt. 24. mars 2015 13:50 Fordæmdu glæpaverk í Afganistan Afganskar konur á Íslandi efndu til friðarstundar í gær vegna morðsins á Farkhunda. 25. mars 2015 07:30 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Afganskar konur á Íslandi efna til friðarstundar Hópur afganskra kvenna á Íslandi efna til friðarstundar í dag til stuðnings Farkhunda, afganskri konu sem í síðustu viku var ranglega sökuð um að hafa brennt Kóraninn og í kjölfarið myrt á hrottafenginn hátt. 24. mars 2015 13:50
Fordæmdu glæpaverk í Afganistan Afganskar konur á Íslandi efndu til friðarstundar í gær vegna morðsins á Farkhunda. 25. mars 2015 07:30