Minnast Farkhunda í Ráðhúsi Reykjavíkur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. mars 2015 22:26 Frá minningarathöfn um Farkhunda í Kabúl í gær. Vísir/Getty Minningarstund verður í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 16 á morgun, sunnudaginn 29. mars, til að minnast Farkhunda, 27 ára gamals kennaranema, sem var myrt af stórum hópi manna í Kabúl þann 19. mars síðastliðinn. Aðstandendur minningarathafnarinnar hvetja gesti til að taka með sér útprentaðar myndir af Farkhunda en í fréttatilkynningu um minningarstundina segir:Morðið á Farkhundu er rekið til þess að múlla nokkur laug því upp á hana að hún hafi brennt Kóraninn. Múllann laug þessu vegna þess að Farkhunda, sem nam trúarleg fræði í íslömskum skóla, hafði ásakað hann um að brjóta lög íslam með því að selja lítil bréfsnifsi með trúarlegum textum ("tawiz") undir þeim formerkjum að textarnir væru kraftmiklir galdraseiðir. Hópur manna safnaðist í kringum Farkhundu við hróp múllans og barði hana til dauða með spýtum og steinum, drógu síðan lík hennar að árbakka, brenndu það og hentu síðar í Kabúl-ána.Morðið á Farkhundu hefur vakið sterk viðbrögð í Afganistan og um allan heim. Í Kabúl brugðu konur á það ráð að bera kistu Farkhundu til grafar og neita karlmönnum um að snerta hana þvert á hefðir Afgana sem leyfa konum að jafnaði ekki að taka þátt í jarðarförum. Á þriðjudaginn var gengu þúsundir saman í Kabúl til þess að krefjast réttlætis fyrir Farkhundu. Minningarathafnir og kröfugöngur hafa einnig verið farnar víðs vegar annars staðar í heiminum undir yfirskriftinni Justice for Farkhunda.Notendur Facebook og Twitter hafa birt greinar og myndir og skipulagt viðburði henni til heiðurs undir kassamerkinu #JusticeForFarkhunda.Minningarathöfnin í Ráðhúsinu er liður í þessari alþjóðlegu hreyfingu. Þar mun Fatima Hussaini lesa ljóð til minningar Farkhundu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mun einnig segja nokkur orð. Undirskriftarlisti verður á staðnum sem gestir geta undirritað til þess að hvetja afgönsk stjórnvöld til þess að taka harðar á ofbeldi gegn konum í Afganistan og tryggja réttlæti fyrir Farkhundu. Einnig er ætlunin að fleyta kertum í minningu Farkhundu í lok athafnarinnar, skipuleggjendur munu koma með kerti en gestir mega gjarnan taka kerti með sér.Skipuleggjendur vilja hvetja sem flesta til þess að mæta á morgun til þess að minnast Farkhundu og taka skýra afstöðu gegn ofbeldi gegn konum. Þá er fólki bent á Facebook-síðu viðburðarins sem má nálgast hér. Tengdar fréttir Afganskar konur á Íslandi efna til friðarstundar Hópur afganskra kvenna á Íslandi efna til friðarstundar í dag til stuðnings Farkhunda, afganskri konu sem í síðustu viku var ranglega sökuð um að hafa brennt Kóraninn og í kjölfarið myrt á hrottafenginn hátt. 24. mars 2015 13:50 Fordæmdu glæpaverk í Afganistan Afganskar konur á Íslandi efndu til friðarstundar í gær vegna morðsins á Farkhunda. 25. mars 2015 07:30 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Minningarstund verður í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 16 á morgun, sunnudaginn 29. mars, til að minnast Farkhunda, 27 ára gamals kennaranema, sem var myrt af stórum hópi manna í Kabúl þann 19. mars síðastliðinn. Aðstandendur minningarathafnarinnar hvetja gesti til að taka með sér útprentaðar myndir af Farkhunda en í fréttatilkynningu um minningarstundina segir:Morðið á Farkhundu er rekið til þess að múlla nokkur laug því upp á hana að hún hafi brennt Kóraninn. Múllann laug þessu vegna þess að Farkhunda, sem nam trúarleg fræði í íslömskum skóla, hafði ásakað hann um að brjóta lög íslam með því að selja lítil bréfsnifsi með trúarlegum textum ("tawiz") undir þeim formerkjum að textarnir væru kraftmiklir galdraseiðir. Hópur manna safnaðist í kringum Farkhundu við hróp múllans og barði hana til dauða með spýtum og steinum, drógu síðan lík hennar að árbakka, brenndu það og hentu síðar í Kabúl-ána.Morðið á Farkhundu hefur vakið sterk viðbrögð í Afganistan og um allan heim. Í Kabúl brugðu konur á það ráð að bera kistu Farkhundu til grafar og neita karlmönnum um að snerta hana þvert á hefðir Afgana sem leyfa konum að jafnaði ekki að taka þátt í jarðarförum. Á þriðjudaginn var gengu þúsundir saman í Kabúl til þess að krefjast réttlætis fyrir Farkhundu. Minningarathafnir og kröfugöngur hafa einnig verið farnar víðs vegar annars staðar í heiminum undir yfirskriftinni Justice for Farkhunda.Notendur Facebook og Twitter hafa birt greinar og myndir og skipulagt viðburði henni til heiðurs undir kassamerkinu #JusticeForFarkhunda.Minningarathöfnin í Ráðhúsinu er liður í þessari alþjóðlegu hreyfingu. Þar mun Fatima Hussaini lesa ljóð til minningar Farkhundu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mun einnig segja nokkur orð. Undirskriftarlisti verður á staðnum sem gestir geta undirritað til þess að hvetja afgönsk stjórnvöld til þess að taka harðar á ofbeldi gegn konum í Afganistan og tryggja réttlæti fyrir Farkhundu. Einnig er ætlunin að fleyta kertum í minningu Farkhundu í lok athafnarinnar, skipuleggjendur munu koma með kerti en gestir mega gjarnan taka kerti með sér.Skipuleggjendur vilja hvetja sem flesta til þess að mæta á morgun til þess að minnast Farkhundu og taka skýra afstöðu gegn ofbeldi gegn konum. Þá er fólki bent á Facebook-síðu viðburðarins sem má nálgast hér.
Tengdar fréttir Afganskar konur á Íslandi efna til friðarstundar Hópur afganskra kvenna á Íslandi efna til friðarstundar í dag til stuðnings Farkhunda, afganskri konu sem í síðustu viku var ranglega sökuð um að hafa brennt Kóraninn og í kjölfarið myrt á hrottafenginn hátt. 24. mars 2015 13:50 Fordæmdu glæpaverk í Afganistan Afganskar konur á Íslandi efndu til friðarstundar í gær vegna morðsins á Farkhunda. 25. mars 2015 07:30 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Afganskar konur á Íslandi efna til friðarstundar Hópur afganskra kvenna á Íslandi efna til friðarstundar í dag til stuðnings Farkhunda, afganskri konu sem í síðustu viku var ranglega sökuð um að hafa brennt Kóraninn og í kjölfarið myrt á hrottafenginn hátt. 24. mars 2015 13:50
Fordæmdu glæpaverk í Afganistan Afganskar konur á Íslandi efndu til friðarstundar í gær vegna morðsins á Farkhunda. 25. mars 2015 07:30