Fordæmdu glæpaverk í Afganistan Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. mars 2015 07:30 Afganskar konur á Íslandi sem efndu til friðarstundar í gær vegna dauða Farkhunda. VÍSIR/VILHELM „Þeir segja að hún hafi brennt Kóraninn til þess að réttlæta þennan hræðilega atburð,“ segir Fatima Hossaini, afgönsk kona sem býr á Íslandi, um morðið á Farkhunda, 27 ára afganskri konu, sem var myrt á hrottafenginn hátt í höfuðborginni Kabúl í Afganistan síðastliðinn fimmtudag. Fatima er í hópi afganskra kvenna á Íslandi sem efndu til friðarstundar í gær vegna dauða Farkhunda. „Hún gagnrýndi mann sem var að gera einhvers konar töfra með Kóraninn, en hún var mjög trúuð og lærði guðfræði. Maðurinn brást illa við og var hún þá ranglega sökuð um að hafa brennt eintak af Kóraninum,“ segir Fatima. Í kjölfar þess að vera ranglega sökuð um að brenna Kóraninn var hún barin með kylfum af múg manns og bíl ekið yfir hana áður en eldur var borinn að henni. Líkinu var svo kastað í ána Kabúl en bjargað þaðan. Jarðneskar leifar Farkhunda voru bornar til grafar á sunnudaginn var og mættu hundruð manna í útförina.Friðarstundin var haldin í höggmyndagarði Hljómskálagarðsins. Fólk kom saman með rósir og fordæmdi þann glæp sem átti sér stað. Þá fordæmdi fólk í leiðinni ofbeldi gegn konum og stúlkum. Hundruð manna hafa mótmælt árásinni á götum Kabúl undanfarna daga. „Fólk er að mótmæla úti um allan heim, til dæmis veit ég af mótmælum í Frakklandi, Danmörku og Svíþjóð,“ segir Fatima. Átján manns hafa verið handteknir vegna málsins og þrettán lögreglumönnum verið vísað tímabundið úr starfi fyrir að hafa ekki gert nóg til að bjarga konunni, að því er kemur fram hjá fréttaveitunni The Guardian. „Ég held að þessir lögreglumenn hafi verið mjög strangtrúaðir og mögulega ekki aðhafst neitt vegna þess að þeir héldu að hún hefði brennt Kóraninn,“ segir Fatíma og bætir við að þetta sé alls ekki réttlætanlegt samkvæmt Kóraninum. „Samkvæmt Kóraninum er stranglega bannað að brenna fólk.“ Ríkisstjórn landsins og lögregluyfirvöld hafa viðurkennt alvarleika málsins og talsmaður innanríkisráðuneytisins samþykkti að lögregla hefði getað brugðist betur við til að reyna að bjarga Farkhunda. Þá hefur Asraf Ganí, forseti landsins, kallað eftir rannsókn á atburðinum. Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Þeir segja að hún hafi brennt Kóraninn til þess að réttlæta þennan hræðilega atburð,“ segir Fatima Hossaini, afgönsk kona sem býr á Íslandi, um morðið á Farkhunda, 27 ára afganskri konu, sem var myrt á hrottafenginn hátt í höfuðborginni Kabúl í Afganistan síðastliðinn fimmtudag. Fatima er í hópi afganskra kvenna á Íslandi sem efndu til friðarstundar í gær vegna dauða Farkhunda. „Hún gagnrýndi mann sem var að gera einhvers konar töfra með Kóraninn, en hún var mjög trúuð og lærði guðfræði. Maðurinn brást illa við og var hún þá ranglega sökuð um að hafa brennt eintak af Kóraninum,“ segir Fatima. Í kjölfar þess að vera ranglega sökuð um að brenna Kóraninn var hún barin með kylfum af múg manns og bíl ekið yfir hana áður en eldur var borinn að henni. Líkinu var svo kastað í ána Kabúl en bjargað þaðan. Jarðneskar leifar Farkhunda voru bornar til grafar á sunnudaginn var og mættu hundruð manna í útförina.Friðarstundin var haldin í höggmyndagarði Hljómskálagarðsins. Fólk kom saman með rósir og fordæmdi þann glæp sem átti sér stað. Þá fordæmdi fólk í leiðinni ofbeldi gegn konum og stúlkum. Hundruð manna hafa mótmælt árásinni á götum Kabúl undanfarna daga. „Fólk er að mótmæla úti um allan heim, til dæmis veit ég af mótmælum í Frakklandi, Danmörku og Svíþjóð,“ segir Fatima. Átján manns hafa verið handteknir vegna málsins og þrettán lögreglumönnum verið vísað tímabundið úr starfi fyrir að hafa ekki gert nóg til að bjarga konunni, að því er kemur fram hjá fréttaveitunni The Guardian. „Ég held að þessir lögreglumenn hafi verið mjög strangtrúaðir og mögulega ekki aðhafst neitt vegna þess að þeir héldu að hún hefði brennt Kóraninn,“ segir Fatíma og bætir við að þetta sé alls ekki réttlætanlegt samkvæmt Kóraninum. „Samkvæmt Kóraninum er stranglega bannað að brenna fólk.“ Ríkisstjórn landsins og lögregluyfirvöld hafa viðurkennt alvarleika málsins og talsmaður innanríkisráðuneytisins samþykkti að lögregla hefði getað brugðist betur við til að reyna að bjarga Farkhunda. Þá hefur Asraf Ganí, forseti landsins, kallað eftir rannsókn á atburðinum.
Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira