Fordæmdu glæpaverk í Afganistan Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. mars 2015 07:30 Afganskar konur á Íslandi sem efndu til friðarstundar í gær vegna dauða Farkhunda. VÍSIR/VILHELM „Þeir segja að hún hafi brennt Kóraninn til þess að réttlæta þennan hræðilega atburð,“ segir Fatima Hossaini, afgönsk kona sem býr á Íslandi, um morðið á Farkhunda, 27 ára afganskri konu, sem var myrt á hrottafenginn hátt í höfuðborginni Kabúl í Afganistan síðastliðinn fimmtudag. Fatima er í hópi afganskra kvenna á Íslandi sem efndu til friðarstundar í gær vegna dauða Farkhunda. „Hún gagnrýndi mann sem var að gera einhvers konar töfra með Kóraninn, en hún var mjög trúuð og lærði guðfræði. Maðurinn brást illa við og var hún þá ranglega sökuð um að hafa brennt eintak af Kóraninum,“ segir Fatima. Í kjölfar þess að vera ranglega sökuð um að brenna Kóraninn var hún barin með kylfum af múg manns og bíl ekið yfir hana áður en eldur var borinn að henni. Líkinu var svo kastað í ána Kabúl en bjargað þaðan. Jarðneskar leifar Farkhunda voru bornar til grafar á sunnudaginn var og mættu hundruð manna í útförina.Friðarstundin var haldin í höggmyndagarði Hljómskálagarðsins. Fólk kom saman með rósir og fordæmdi þann glæp sem átti sér stað. Þá fordæmdi fólk í leiðinni ofbeldi gegn konum og stúlkum. Hundruð manna hafa mótmælt árásinni á götum Kabúl undanfarna daga. „Fólk er að mótmæla úti um allan heim, til dæmis veit ég af mótmælum í Frakklandi, Danmörku og Svíþjóð,“ segir Fatima. Átján manns hafa verið handteknir vegna málsins og þrettán lögreglumönnum verið vísað tímabundið úr starfi fyrir að hafa ekki gert nóg til að bjarga konunni, að því er kemur fram hjá fréttaveitunni The Guardian. „Ég held að þessir lögreglumenn hafi verið mjög strangtrúaðir og mögulega ekki aðhafst neitt vegna þess að þeir héldu að hún hefði brennt Kóraninn,“ segir Fatíma og bætir við að þetta sé alls ekki réttlætanlegt samkvæmt Kóraninum. „Samkvæmt Kóraninum er stranglega bannað að brenna fólk.“ Ríkisstjórn landsins og lögregluyfirvöld hafa viðurkennt alvarleika málsins og talsmaður innanríkisráðuneytisins samþykkti að lögregla hefði getað brugðist betur við til að reyna að bjarga Farkhunda. Þá hefur Asraf Ganí, forseti landsins, kallað eftir rannsókn á atburðinum. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
„Þeir segja að hún hafi brennt Kóraninn til þess að réttlæta þennan hræðilega atburð,“ segir Fatima Hossaini, afgönsk kona sem býr á Íslandi, um morðið á Farkhunda, 27 ára afganskri konu, sem var myrt á hrottafenginn hátt í höfuðborginni Kabúl í Afganistan síðastliðinn fimmtudag. Fatima er í hópi afganskra kvenna á Íslandi sem efndu til friðarstundar í gær vegna dauða Farkhunda. „Hún gagnrýndi mann sem var að gera einhvers konar töfra með Kóraninn, en hún var mjög trúuð og lærði guðfræði. Maðurinn brást illa við og var hún þá ranglega sökuð um að hafa brennt eintak af Kóraninum,“ segir Fatima. Í kjölfar þess að vera ranglega sökuð um að brenna Kóraninn var hún barin með kylfum af múg manns og bíl ekið yfir hana áður en eldur var borinn að henni. Líkinu var svo kastað í ána Kabúl en bjargað þaðan. Jarðneskar leifar Farkhunda voru bornar til grafar á sunnudaginn var og mættu hundruð manna í útförina.Friðarstundin var haldin í höggmyndagarði Hljómskálagarðsins. Fólk kom saman með rósir og fordæmdi þann glæp sem átti sér stað. Þá fordæmdi fólk í leiðinni ofbeldi gegn konum og stúlkum. Hundruð manna hafa mótmælt árásinni á götum Kabúl undanfarna daga. „Fólk er að mótmæla úti um allan heim, til dæmis veit ég af mótmælum í Frakklandi, Danmörku og Svíþjóð,“ segir Fatima. Átján manns hafa verið handteknir vegna málsins og þrettán lögreglumönnum verið vísað tímabundið úr starfi fyrir að hafa ekki gert nóg til að bjarga konunni, að því er kemur fram hjá fréttaveitunni The Guardian. „Ég held að þessir lögreglumenn hafi verið mjög strangtrúaðir og mögulega ekki aðhafst neitt vegna þess að þeir héldu að hún hefði brennt Kóraninn,“ segir Fatíma og bætir við að þetta sé alls ekki réttlætanlegt samkvæmt Kóraninum. „Samkvæmt Kóraninum er stranglega bannað að brenna fólk.“ Ríkisstjórn landsins og lögregluyfirvöld hafa viðurkennt alvarleika málsins og talsmaður innanríkisráðuneytisins samþykkti að lögregla hefði getað brugðist betur við til að reyna að bjarga Farkhunda. Þá hefur Asraf Ganí, forseti landsins, kallað eftir rannsókn á atburðinum.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira