Fordæmdu glæpaverk í Afganistan Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. mars 2015 07:30 Afganskar konur á Íslandi sem efndu til friðarstundar í gær vegna dauða Farkhunda. VÍSIR/VILHELM „Þeir segja að hún hafi brennt Kóraninn til þess að réttlæta þennan hræðilega atburð,“ segir Fatima Hossaini, afgönsk kona sem býr á Íslandi, um morðið á Farkhunda, 27 ára afganskri konu, sem var myrt á hrottafenginn hátt í höfuðborginni Kabúl í Afganistan síðastliðinn fimmtudag. Fatima er í hópi afganskra kvenna á Íslandi sem efndu til friðarstundar í gær vegna dauða Farkhunda. „Hún gagnrýndi mann sem var að gera einhvers konar töfra með Kóraninn, en hún var mjög trúuð og lærði guðfræði. Maðurinn brást illa við og var hún þá ranglega sökuð um að hafa brennt eintak af Kóraninum,“ segir Fatima. Í kjölfar þess að vera ranglega sökuð um að brenna Kóraninn var hún barin með kylfum af múg manns og bíl ekið yfir hana áður en eldur var borinn að henni. Líkinu var svo kastað í ána Kabúl en bjargað þaðan. Jarðneskar leifar Farkhunda voru bornar til grafar á sunnudaginn var og mættu hundruð manna í útförina.Friðarstundin var haldin í höggmyndagarði Hljómskálagarðsins. Fólk kom saman með rósir og fordæmdi þann glæp sem átti sér stað. Þá fordæmdi fólk í leiðinni ofbeldi gegn konum og stúlkum. Hundruð manna hafa mótmælt árásinni á götum Kabúl undanfarna daga. „Fólk er að mótmæla úti um allan heim, til dæmis veit ég af mótmælum í Frakklandi, Danmörku og Svíþjóð,“ segir Fatima. Átján manns hafa verið handteknir vegna málsins og þrettán lögreglumönnum verið vísað tímabundið úr starfi fyrir að hafa ekki gert nóg til að bjarga konunni, að því er kemur fram hjá fréttaveitunni The Guardian. „Ég held að þessir lögreglumenn hafi verið mjög strangtrúaðir og mögulega ekki aðhafst neitt vegna þess að þeir héldu að hún hefði brennt Kóraninn,“ segir Fatíma og bætir við að þetta sé alls ekki réttlætanlegt samkvæmt Kóraninum. „Samkvæmt Kóraninum er stranglega bannað að brenna fólk.“ Ríkisstjórn landsins og lögregluyfirvöld hafa viðurkennt alvarleika málsins og talsmaður innanríkisráðuneytisins samþykkti að lögregla hefði getað brugðist betur við til að reyna að bjarga Farkhunda. Þá hefur Asraf Ganí, forseti landsins, kallað eftir rannsókn á atburðinum. Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
„Þeir segja að hún hafi brennt Kóraninn til þess að réttlæta þennan hræðilega atburð,“ segir Fatima Hossaini, afgönsk kona sem býr á Íslandi, um morðið á Farkhunda, 27 ára afganskri konu, sem var myrt á hrottafenginn hátt í höfuðborginni Kabúl í Afganistan síðastliðinn fimmtudag. Fatima er í hópi afganskra kvenna á Íslandi sem efndu til friðarstundar í gær vegna dauða Farkhunda. „Hún gagnrýndi mann sem var að gera einhvers konar töfra með Kóraninn, en hún var mjög trúuð og lærði guðfræði. Maðurinn brást illa við og var hún þá ranglega sökuð um að hafa brennt eintak af Kóraninum,“ segir Fatima. Í kjölfar þess að vera ranglega sökuð um að brenna Kóraninn var hún barin með kylfum af múg manns og bíl ekið yfir hana áður en eldur var borinn að henni. Líkinu var svo kastað í ána Kabúl en bjargað þaðan. Jarðneskar leifar Farkhunda voru bornar til grafar á sunnudaginn var og mættu hundruð manna í útförina.Friðarstundin var haldin í höggmyndagarði Hljómskálagarðsins. Fólk kom saman með rósir og fordæmdi þann glæp sem átti sér stað. Þá fordæmdi fólk í leiðinni ofbeldi gegn konum og stúlkum. Hundruð manna hafa mótmælt árásinni á götum Kabúl undanfarna daga. „Fólk er að mótmæla úti um allan heim, til dæmis veit ég af mótmælum í Frakklandi, Danmörku og Svíþjóð,“ segir Fatima. Átján manns hafa verið handteknir vegna málsins og þrettán lögreglumönnum verið vísað tímabundið úr starfi fyrir að hafa ekki gert nóg til að bjarga konunni, að því er kemur fram hjá fréttaveitunni The Guardian. „Ég held að þessir lögreglumenn hafi verið mjög strangtrúaðir og mögulega ekki aðhafst neitt vegna þess að þeir héldu að hún hefði brennt Kóraninn,“ segir Fatíma og bætir við að þetta sé alls ekki réttlætanlegt samkvæmt Kóraninum. „Samkvæmt Kóraninum er stranglega bannað að brenna fólk.“ Ríkisstjórn landsins og lögregluyfirvöld hafa viðurkennt alvarleika málsins og talsmaður innanríkisráðuneytisins samþykkti að lögregla hefði getað brugðist betur við til að reyna að bjarga Farkhunda. Þá hefur Asraf Ganí, forseti landsins, kallað eftir rannsókn á atburðinum.
Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira