Innlent

Flóðs fer að gæta í byggð í Skaftárdal undir hádegi

Gissur Sigurðsson skrifar
Rennsli við Sveinstind var komið upp í 200 rúmmetra á sjötta tímanum. Þessi mynd var tekin í eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar.
Rennsli við Sveinstind var komið upp í 200 rúmmetra á sjötta tímanum. Þessi mynd var tekin í eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar. Mynd/Víðir Reynisson

Rennsli úr eystri Skaftárkatli í Vatnajökli hefur aukist hratt í nótt og fer flóðs að gæta í byggð í Skaftárdal undir hádegi, að mati vísindamanna.

Rennsli við Sveinstind, þar sem efsti mælir vatnamælinga Veðurstofunnar er, var orðið 130 rúmmetrar á sekúndu um miðnætti en var komið upp í 200 rúmmetra á sjötta tímanum í morgun.

Vatnshæðin hafði hækkað um 60 sentímetra á þessu tímabili, eða úr 2,3 metrum  upp í 2,9 metra. Vatnamælingamenn  eru á vettvangi og fylgjast grannt með framvindu hlaupsins. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×