Að minnsta kosti 1.600 óbreyttir borgarar hafa fallið í árásum Boko Haram í Nígeríu og nágrannaríkjum þess frá því í júní. Þetta er haft eftir talsmanni mannréttindasamtakanna Amnesty International.
Stjórnarherir í Nígeríu og víðar hafa sótt fram gegn liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna að undanförnu, en árásir hafa verið tíðar.
Netsanet Belay, talsmaður Amnesty, segir að alls hafi um 3.500 óbreyttir borgarar fallið í árásum frá ársbyrjun.
Þeir 1.600 sem hafa farist frá því í júní hafa fallið í Nígeríu, Kameríu, Tsjad og Níger þar sem liðsmenn Boko Haram hafa gert fjölda árása.
1.600 hafa farist í árásum Boko Haram síðustu mánuði

Tengdar fréttir

Boko Haram drápu 56 á föstudag
500 dagar liðnir frá því að samtökin námu á brott 219 skólastúlkur.

47 látnir í sprengjuárás í Nígeríu
Allt að 52 særðust í árásinni í Borno en talið er að Boko Haram beri ábyrgð á ódæðinu.