Fær þrjár milljónir í bætur frá ríkinu þrátt fyrir að hafa brotið lög Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. október 2015 17:24 Maðurinn starfaði hjá Seðlabanka Íslands. vísir/arnþór Íslenska ríkið þarf að greiða fyrrverandi starfsmanni Seðlabanka Íslands þrjár milljónir króna í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar en með því sneri dómurinn niðurstöðu héraðsdóms. Einn dómari skilaði sératkvæði í málinu og vildi sýkna ríkið. Var þetta niðurstaða dómsins þrátt fyrir að maðurinn hafi brotið lög í starfi sínu. Maðurinn, Hallgrímur Ólafsson, er viðskiptafræðingur og löggiltur verðbréfamiðlari. Átti hann í félagi sem stóð í miklum fjárfestingum með hlutabréf, framvirka samninga og gjaldmiðla á árunum fyrir hrun. Á meðan starfaði hann í Seðlabankanum og hafði aðgang að ýmsum trúnaðarupplýsingum þar innanhúss. Er upp komst um málið sumarið 2013 var Hallgrími sagt upp störfum. Höfðaði hann mál á hendur Seðlabankanum vegna uppsagnarinnar. Starfsmenn bankans báru fyrir dómi að hann hefði gróflega brotið trúnað, lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Dómurinn féllst á það með Seðlabankanum að framangreind gjaldeyrisviðskipti og fyrirsvar áfrýjanda fyrir félagið hafi verið nýjar upplýsingar, sem honum hafi ekki mátt vera að fullu kunnar á árinu 2012, og að þessi atriði hafi falið í sér brot áfrýjanda á starfsskyldum hans. Taldi dómurinn að í háttalaginu fælist lögbrot en veittu bankanum ekki heimild til að segja honum upp störfum án undangenginnar áminningar. Var því fallist á það með áfrýjanda að uppsögnin hefði verið ólögmæt. Hallgrímur fór fram á tæpar tuttugu milljónir króna í bætur en dómurinn taldi þá upphæð of háa enda sætti starfsöryggi starfsmanna bankans takmörkunum líkt og annarra starfsmanna ríkisins. Þá hafði hann brotið af sér í starfinu. Voru bætur því dæmdar að álitum, þrjár milljónir króna. Einn dómari málsins, Ólafur Börkur Þorvaldsson, skilaði sératkvæði í málinu og taldi að háttsemi starfsmannsins hefði verið slík að rétt hefði verið að segja honum upp án þess að veita honum áminningu á undan. Taldi hann að sýkna ætti ríkið af kröfu mannsins. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Íslenska ríkið þarf að greiða fyrrverandi starfsmanni Seðlabanka Íslands þrjár milljónir króna í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar en með því sneri dómurinn niðurstöðu héraðsdóms. Einn dómari skilaði sératkvæði í málinu og vildi sýkna ríkið. Var þetta niðurstaða dómsins þrátt fyrir að maðurinn hafi brotið lög í starfi sínu. Maðurinn, Hallgrímur Ólafsson, er viðskiptafræðingur og löggiltur verðbréfamiðlari. Átti hann í félagi sem stóð í miklum fjárfestingum með hlutabréf, framvirka samninga og gjaldmiðla á árunum fyrir hrun. Á meðan starfaði hann í Seðlabankanum og hafði aðgang að ýmsum trúnaðarupplýsingum þar innanhúss. Er upp komst um málið sumarið 2013 var Hallgrími sagt upp störfum. Höfðaði hann mál á hendur Seðlabankanum vegna uppsagnarinnar. Starfsmenn bankans báru fyrir dómi að hann hefði gróflega brotið trúnað, lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Dómurinn féllst á það með Seðlabankanum að framangreind gjaldeyrisviðskipti og fyrirsvar áfrýjanda fyrir félagið hafi verið nýjar upplýsingar, sem honum hafi ekki mátt vera að fullu kunnar á árinu 2012, og að þessi atriði hafi falið í sér brot áfrýjanda á starfsskyldum hans. Taldi dómurinn að í háttalaginu fælist lögbrot en veittu bankanum ekki heimild til að segja honum upp störfum án undangenginnar áminningar. Var því fallist á það með áfrýjanda að uppsögnin hefði verið ólögmæt. Hallgrímur fór fram á tæpar tuttugu milljónir króna í bætur en dómurinn taldi þá upphæð of háa enda sætti starfsöryggi starfsmanna bankans takmörkunum líkt og annarra starfsmanna ríkisins. Þá hafði hann brotið af sér í starfinu. Voru bætur því dæmdar að álitum, þrjár milljónir króna. Einn dómari málsins, Ólafur Börkur Þorvaldsson, skilaði sératkvæði í málinu og taldi að háttsemi starfsmannsins hefði verið slík að rétt hefði verið að segja honum upp án þess að veita honum áminningu á undan. Taldi hann að sýkna ætti ríkið af kröfu mannsins.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira