Fær þrjár milljónir í bætur frá ríkinu þrátt fyrir að hafa brotið lög Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. október 2015 17:24 Maðurinn starfaði hjá Seðlabanka Íslands. vísir/arnþór Íslenska ríkið þarf að greiða fyrrverandi starfsmanni Seðlabanka Íslands þrjár milljónir króna í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar en með því sneri dómurinn niðurstöðu héraðsdóms. Einn dómari skilaði sératkvæði í málinu og vildi sýkna ríkið. Var þetta niðurstaða dómsins þrátt fyrir að maðurinn hafi brotið lög í starfi sínu. Maðurinn, Hallgrímur Ólafsson, er viðskiptafræðingur og löggiltur verðbréfamiðlari. Átti hann í félagi sem stóð í miklum fjárfestingum með hlutabréf, framvirka samninga og gjaldmiðla á árunum fyrir hrun. Á meðan starfaði hann í Seðlabankanum og hafði aðgang að ýmsum trúnaðarupplýsingum þar innanhúss. Er upp komst um málið sumarið 2013 var Hallgrími sagt upp störfum. Höfðaði hann mál á hendur Seðlabankanum vegna uppsagnarinnar. Starfsmenn bankans báru fyrir dómi að hann hefði gróflega brotið trúnað, lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Dómurinn féllst á það með Seðlabankanum að framangreind gjaldeyrisviðskipti og fyrirsvar áfrýjanda fyrir félagið hafi verið nýjar upplýsingar, sem honum hafi ekki mátt vera að fullu kunnar á árinu 2012, og að þessi atriði hafi falið í sér brot áfrýjanda á starfsskyldum hans. Taldi dómurinn að í háttalaginu fælist lögbrot en veittu bankanum ekki heimild til að segja honum upp störfum án undangenginnar áminningar. Var því fallist á það með áfrýjanda að uppsögnin hefði verið ólögmæt. Hallgrímur fór fram á tæpar tuttugu milljónir króna í bætur en dómurinn taldi þá upphæð of háa enda sætti starfsöryggi starfsmanna bankans takmörkunum líkt og annarra starfsmanna ríkisins. Þá hafði hann brotið af sér í starfinu. Voru bætur því dæmdar að álitum, þrjár milljónir króna. Einn dómari málsins, Ólafur Börkur Þorvaldsson, skilaði sératkvæði í málinu og taldi að háttsemi starfsmannsins hefði verið slík að rétt hefði verið að segja honum upp án þess að veita honum áminningu á undan. Taldi hann að sýkna ætti ríkið af kröfu mannsins. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Íslenska ríkið þarf að greiða fyrrverandi starfsmanni Seðlabanka Íslands þrjár milljónir króna í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar en með því sneri dómurinn niðurstöðu héraðsdóms. Einn dómari skilaði sératkvæði í málinu og vildi sýkna ríkið. Var þetta niðurstaða dómsins þrátt fyrir að maðurinn hafi brotið lög í starfi sínu. Maðurinn, Hallgrímur Ólafsson, er viðskiptafræðingur og löggiltur verðbréfamiðlari. Átti hann í félagi sem stóð í miklum fjárfestingum með hlutabréf, framvirka samninga og gjaldmiðla á árunum fyrir hrun. Á meðan starfaði hann í Seðlabankanum og hafði aðgang að ýmsum trúnaðarupplýsingum þar innanhúss. Er upp komst um málið sumarið 2013 var Hallgrími sagt upp störfum. Höfðaði hann mál á hendur Seðlabankanum vegna uppsagnarinnar. Starfsmenn bankans báru fyrir dómi að hann hefði gróflega brotið trúnað, lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Dómurinn féllst á það með Seðlabankanum að framangreind gjaldeyrisviðskipti og fyrirsvar áfrýjanda fyrir félagið hafi verið nýjar upplýsingar, sem honum hafi ekki mátt vera að fullu kunnar á árinu 2012, og að þessi atriði hafi falið í sér brot áfrýjanda á starfsskyldum hans. Taldi dómurinn að í háttalaginu fælist lögbrot en veittu bankanum ekki heimild til að segja honum upp störfum án undangenginnar áminningar. Var því fallist á það með áfrýjanda að uppsögnin hefði verið ólögmæt. Hallgrímur fór fram á tæpar tuttugu milljónir króna í bætur en dómurinn taldi þá upphæð of háa enda sætti starfsöryggi starfsmanna bankans takmörkunum líkt og annarra starfsmanna ríkisins. Þá hafði hann brotið af sér í starfinu. Voru bætur því dæmdar að álitum, þrjár milljónir króna. Einn dómari málsins, Ólafur Börkur Þorvaldsson, skilaði sératkvæði í málinu og taldi að háttsemi starfsmannsins hefði verið slík að rétt hefði verið að segja honum upp án þess að veita honum áminningu á undan. Taldi hann að sýkna ætti ríkið af kröfu mannsins.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira