Líkamsrækt dró úr einkennum geðklofa Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 2. mars 2015 12:00 Hreyfing hefur góð áhrif á lífsgæði ungs fólks með geðklofa. Vísir/Andri Kristjana Ósk Sturludóttir íþróttafræðingur greindi fyrir nokkrum árum markverðar breytingar á líðan og heilsu skjólstæðinga sinna á Laugarási, meðferðargeðdeild sem heyrir undir geðsvið Landspítala. „Líkamsræktarstöð World Class, Laugum, gaf öllum sjúklingum okkar frítt líkamsræktarkort. Við sáum glöggt að lyfjanotkun minnkaði og þá helst notkun svefn -og kvíðalyfja, þá batnaði líðan þeirra til muna. Mér fannst nauðsynlegt að mæla áhrifin með rannsókn en lítið er til af rannsóknum á þessu sviði.“ segir Kristjana og segir niðurstöðurnar geta nýst við skipulagningu úrræða sem tengjast hreyfingu, vakið athygli á mikilvægi hennar í bættri heilsu og í bataferli einstaklinga með langvinna geðsjúkdóma. Rannsókn Kristjönu tiltók áhrif hreyfingar á einkenni geðklofa hjá ungu fólki. Þátttakendur voru ungt fólk, á aldrinum 18-30 ára, með geðklofa. Niðurstaðan varð sú að regluleg þjálfun dró úr neikvæðum áhrifum geðklofa, streita og kvíði minnkuðu og geðheilsa batnaði til muna. „Ég gerði 20 vikna íhlutunarrannsókn og ungt fólk með geðklofa hreyfði sig á skipulagðan máta, þrisvar í viku. Sumir vildu bara vera í göngu og útvist, aðrir kusu að vera í líkamsrækt og enn aðrir vildu blanda þessu saman. Flestir byrjuðu rólega en juku við hreyfinguna með tímanum. Þau hreyfðu sig að minnsta kosti þrisvar í viku. Lífsgæði þeirra jukust, kvíði, streita og þunglyndi minnkuðu,“ segir Kristjana og útskýrir hversu hamlandi áhrif neikvæð einkenni sjúkdómsins hafa á líf þeirra sem glíma við sjúkdóminn. „Neikvæð einkenni fela í sér að það vantar áhuga, lífsgleði og drifkraft. Við meiri hreyfingu mældist marktæk breyting á líðan þeirra og það dró úr þessum einkennum. Þó að það hefði ekki mælst marktækur munur á jákvæðum einkennum geðklofa, sem eru til að mynda ofsjónir, Þá fannst þeim þau hafa betri stjórn á þeim einkennum en áður.“ Birting sjúkdómsins og einkenni eru breytileg og hefur þeim verið skipt í tvo flokka, jákvæð einkenni og neikvæð einkenni Jákvæð einkenni koma fram við geðrof, en það er ástand þar sem fólk getur upplifað bæði ranghugmyndir og ofskynjanir sem hafa áhrif á líðan einstaklingsins og geta líka haft áhrif á hegðun hans. Neikvæð einkenni geðklofa eru takmarkaðar tilfinningar, fátæklegt tal, minni samskipti við vini og fjölskyldu, einangrun, sljóleiki, ósamræmi í tilfinningalegum viðbrögðum, framtaksleysi, aðgerðarleysi, sinnuleysi, skort á iðjusemi eða áhuga, innihaldslaus hegðun og marklaus hegðun. Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Kristjana Ósk Sturludóttir íþróttafræðingur greindi fyrir nokkrum árum markverðar breytingar á líðan og heilsu skjólstæðinga sinna á Laugarási, meðferðargeðdeild sem heyrir undir geðsvið Landspítala. „Líkamsræktarstöð World Class, Laugum, gaf öllum sjúklingum okkar frítt líkamsræktarkort. Við sáum glöggt að lyfjanotkun minnkaði og þá helst notkun svefn -og kvíðalyfja, þá batnaði líðan þeirra til muna. Mér fannst nauðsynlegt að mæla áhrifin með rannsókn en lítið er til af rannsóknum á þessu sviði.“ segir Kristjana og segir niðurstöðurnar geta nýst við skipulagningu úrræða sem tengjast hreyfingu, vakið athygli á mikilvægi hennar í bættri heilsu og í bataferli einstaklinga með langvinna geðsjúkdóma. Rannsókn Kristjönu tiltók áhrif hreyfingar á einkenni geðklofa hjá ungu fólki. Þátttakendur voru ungt fólk, á aldrinum 18-30 ára, með geðklofa. Niðurstaðan varð sú að regluleg þjálfun dró úr neikvæðum áhrifum geðklofa, streita og kvíði minnkuðu og geðheilsa batnaði til muna. „Ég gerði 20 vikna íhlutunarrannsókn og ungt fólk með geðklofa hreyfði sig á skipulagðan máta, þrisvar í viku. Sumir vildu bara vera í göngu og útvist, aðrir kusu að vera í líkamsrækt og enn aðrir vildu blanda þessu saman. Flestir byrjuðu rólega en juku við hreyfinguna með tímanum. Þau hreyfðu sig að minnsta kosti þrisvar í viku. Lífsgæði þeirra jukust, kvíði, streita og þunglyndi minnkuðu,“ segir Kristjana og útskýrir hversu hamlandi áhrif neikvæð einkenni sjúkdómsins hafa á líf þeirra sem glíma við sjúkdóminn. „Neikvæð einkenni fela í sér að það vantar áhuga, lífsgleði og drifkraft. Við meiri hreyfingu mældist marktæk breyting á líðan þeirra og það dró úr þessum einkennum. Þó að það hefði ekki mælst marktækur munur á jákvæðum einkennum geðklofa, sem eru til að mynda ofsjónir, Þá fannst þeim þau hafa betri stjórn á þeim einkennum en áður.“ Birting sjúkdómsins og einkenni eru breytileg og hefur þeim verið skipt í tvo flokka, jákvæð einkenni og neikvæð einkenni Jákvæð einkenni koma fram við geðrof, en það er ástand þar sem fólk getur upplifað bæði ranghugmyndir og ofskynjanir sem hafa áhrif á líðan einstaklingsins og geta líka haft áhrif á hegðun hans. Neikvæð einkenni geðklofa eru takmarkaðar tilfinningar, fátæklegt tal, minni samskipti við vini og fjölskyldu, einangrun, sljóleiki, ósamræmi í tilfinningalegum viðbrögðum, framtaksleysi, aðgerðarleysi, sinnuleysi, skort á iðjusemi eða áhuga, innihaldslaus hegðun og marklaus hegðun.
Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira