Líkamsrækt dró úr einkennum geðklofa Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 2. mars 2015 12:00 Hreyfing hefur góð áhrif á lífsgæði ungs fólks með geðklofa. Vísir/Andri Kristjana Ósk Sturludóttir íþróttafræðingur greindi fyrir nokkrum árum markverðar breytingar á líðan og heilsu skjólstæðinga sinna á Laugarási, meðferðargeðdeild sem heyrir undir geðsvið Landspítala. „Líkamsræktarstöð World Class, Laugum, gaf öllum sjúklingum okkar frítt líkamsræktarkort. Við sáum glöggt að lyfjanotkun minnkaði og þá helst notkun svefn -og kvíðalyfja, þá batnaði líðan þeirra til muna. Mér fannst nauðsynlegt að mæla áhrifin með rannsókn en lítið er til af rannsóknum á þessu sviði.“ segir Kristjana og segir niðurstöðurnar geta nýst við skipulagningu úrræða sem tengjast hreyfingu, vakið athygli á mikilvægi hennar í bættri heilsu og í bataferli einstaklinga með langvinna geðsjúkdóma. Rannsókn Kristjönu tiltók áhrif hreyfingar á einkenni geðklofa hjá ungu fólki. Þátttakendur voru ungt fólk, á aldrinum 18-30 ára, með geðklofa. Niðurstaðan varð sú að regluleg þjálfun dró úr neikvæðum áhrifum geðklofa, streita og kvíði minnkuðu og geðheilsa batnaði til muna. „Ég gerði 20 vikna íhlutunarrannsókn og ungt fólk með geðklofa hreyfði sig á skipulagðan máta, þrisvar í viku. Sumir vildu bara vera í göngu og útvist, aðrir kusu að vera í líkamsrækt og enn aðrir vildu blanda þessu saman. Flestir byrjuðu rólega en juku við hreyfinguna með tímanum. Þau hreyfðu sig að minnsta kosti þrisvar í viku. Lífsgæði þeirra jukust, kvíði, streita og þunglyndi minnkuðu,“ segir Kristjana og útskýrir hversu hamlandi áhrif neikvæð einkenni sjúkdómsins hafa á líf þeirra sem glíma við sjúkdóminn. „Neikvæð einkenni fela í sér að það vantar áhuga, lífsgleði og drifkraft. Við meiri hreyfingu mældist marktæk breyting á líðan þeirra og það dró úr þessum einkennum. Þó að það hefði ekki mælst marktækur munur á jákvæðum einkennum geðklofa, sem eru til að mynda ofsjónir, Þá fannst þeim þau hafa betri stjórn á þeim einkennum en áður.“ Birting sjúkdómsins og einkenni eru breytileg og hefur þeim verið skipt í tvo flokka, jákvæð einkenni og neikvæð einkenni Jákvæð einkenni koma fram við geðrof, en það er ástand þar sem fólk getur upplifað bæði ranghugmyndir og ofskynjanir sem hafa áhrif á líðan einstaklingsins og geta líka haft áhrif á hegðun hans. Neikvæð einkenni geðklofa eru takmarkaðar tilfinningar, fátæklegt tal, minni samskipti við vini og fjölskyldu, einangrun, sljóleiki, ósamræmi í tilfinningalegum viðbrögðum, framtaksleysi, aðgerðarleysi, sinnuleysi, skort á iðjusemi eða áhuga, innihaldslaus hegðun og marklaus hegðun. Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Kristjana Ósk Sturludóttir íþróttafræðingur greindi fyrir nokkrum árum markverðar breytingar á líðan og heilsu skjólstæðinga sinna á Laugarási, meðferðargeðdeild sem heyrir undir geðsvið Landspítala. „Líkamsræktarstöð World Class, Laugum, gaf öllum sjúklingum okkar frítt líkamsræktarkort. Við sáum glöggt að lyfjanotkun minnkaði og þá helst notkun svefn -og kvíðalyfja, þá batnaði líðan þeirra til muna. Mér fannst nauðsynlegt að mæla áhrifin með rannsókn en lítið er til af rannsóknum á þessu sviði.“ segir Kristjana og segir niðurstöðurnar geta nýst við skipulagningu úrræða sem tengjast hreyfingu, vakið athygli á mikilvægi hennar í bættri heilsu og í bataferli einstaklinga með langvinna geðsjúkdóma. Rannsókn Kristjönu tiltók áhrif hreyfingar á einkenni geðklofa hjá ungu fólki. Þátttakendur voru ungt fólk, á aldrinum 18-30 ára, með geðklofa. Niðurstaðan varð sú að regluleg þjálfun dró úr neikvæðum áhrifum geðklofa, streita og kvíði minnkuðu og geðheilsa batnaði til muna. „Ég gerði 20 vikna íhlutunarrannsókn og ungt fólk með geðklofa hreyfði sig á skipulagðan máta, þrisvar í viku. Sumir vildu bara vera í göngu og útvist, aðrir kusu að vera í líkamsrækt og enn aðrir vildu blanda þessu saman. Flestir byrjuðu rólega en juku við hreyfinguna með tímanum. Þau hreyfðu sig að minnsta kosti þrisvar í viku. Lífsgæði þeirra jukust, kvíði, streita og þunglyndi minnkuðu,“ segir Kristjana og útskýrir hversu hamlandi áhrif neikvæð einkenni sjúkdómsins hafa á líf þeirra sem glíma við sjúkdóminn. „Neikvæð einkenni fela í sér að það vantar áhuga, lífsgleði og drifkraft. Við meiri hreyfingu mældist marktæk breyting á líðan þeirra og það dró úr þessum einkennum. Þó að það hefði ekki mælst marktækur munur á jákvæðum einkennum geðklofa, sem eru til að mynda ofsjónir, Þá fannst þeim þau hafa betri stjórn á þeim einkennum en áður.“ Birting sjúkdómsins og einkenni eru breytileg og hefur þeim verið skipt í tvo flokka, jákvæð einkenni og neikvæð einkenni Jákvæð einkenni koma fram við geðrof, en það er ástand þar sem fólk getur upplifað bæði ranghugmyndir og ofskynjanir sem hafa áhrif á líðan einstaklingsins og geta líka haft áhrif á hegðun hans. Neikvæð einkenni geðklofa eru takmarkaðar tilfinningar, fátæklegt tal, minni samskipti við vini og fjölskyldu, einangrun, sljóleiki, ósamræmi í tilfinningalegum viðbrögðum, framtaksleysi, aðgerðarleysi, sinnuleysi, skort á iðjusemi eða áhuga, innihaldslaus hegðun og marklaus hegðun.
Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent