Kúvending í afstöðu ríkisins Sveinn Arnarsson skrifar 20. nóvember 2015 07:00 Minnihlutinn í borgarráði er ánægður með afstöðu Ólafar Nordal til lokunar flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli. Meirihlutaflokkarnir telja ekki staðið við samninga. vísir/gva Ólöf Nordal, ráðherra samgöngumála, hefur neitað að verða við kröfu Reykjavíkurborgar um að fyrirskipa lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli. Bréf þess efnis var lagt fyrir borgarráð í gær. Þar er rökum borgaryfirvalda mótmælt. Forsvarsmenn Reykjavíkurborgar ætla sér að fara með málið fyrir dómstóla. „Það er auðvitað leiðinlegt að þurfa að sækja rétt sinn fyrir dómstólum en við sjáum okkur knúin til að gera það í þessu efni. Til eru tveir samningar um málið sem ráðherrar samgöngumála hafa skrifað undir þar sem fallist er á lokun brautarinnar og við það verður að standa,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Löng barátta hefur staðið um framtíð flugvallar í Vatnsmýri og nú síðustu ár um framtíð þriðju og minnstu flugbrautarinnar á vellinum, flugbrautar 06/24, sem aðeins er notuð þegar ekki er hægt að lenda á hinum brautunum tveimur. Þegar Rögnunefndin svokallaða var sett á laggirnar 25. október árið 2013 skrifuðu þáverandi innanríkisráðherra og borgarstjóri undir samning. Í honum stóð: „Aðilar [ríki og borg] ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og að tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári. Samtímis skal endurskoða núgildandi skipulagsreglur fyrir Reykjavíkurflugvöll til samræmis.“Dagur B. Eggertsson borgarstjórivísir/stefánNú kveður við nýjan tón í ráðuneyti samgöngumála. Í bréfinu sem Ólöf Nordal sendi Reykjavíkurborg segir að ákvörðun um lokun flugbrautarinnar verði ekki tekin án fullvissu um að lokunin komi ekki niður á öryggi flugvallarins og að fullnægjandi þjónustustigi fyrir alla landsmenn verði viðhaldið. „Rökum Reykjavíkurborgar fyrir því að innanríkisráðherra sé skylt að tilkynna um lokun NA/SV flugbrautarinnar og gera breytingar á skipulagsreglum sem ráðuneytið setur er mótmælt. Engar réttarlegar skuldbindingar þessa efnis liggja fyrir. Þá er rökum fyrir mögulegri bótaskyldu ríkisins vegna fyrirhugaðra byggingaráforma á svonefndu Hlíðarendasvæði einnig mótmælt. Reykjavíkurborg er fullkunnugt um að þær framkvæmdir og ráðstafanir sem leyfðar hafa verið á Hlíðarendasvæðinu eru undanfari byggingaframkvæmda sem ekki getur orðið af að óbreyttum skipulagsreglum. Á þetta hefur ráðuneytið bent. Útgáfa leyfa til uppbyggingar á Hlíðarendasvæðinu er því alfarið á ábyrgð og áhættu Reykjavíkurborgar,“ segir í bréfi Ólafar.Ólöf Nordal innanríkisráðherra.vísir/ernirBorgarstjóri undrast þessi vinnubrögð innanríkisráðherra. „Það er ekki í takt við góða stjórnsýslu að fara ekki eftir þeim samningum sem hafa verið gerðir. Það er einnig erfitt ef það er háð duttlungum ráðherra í hvert skipti hvort menn fara eftir því sem hefur verið áður samið um,“ segir Dagur. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira
Ólöf Nordal, ráðherra samgöngumála, hefur neitað að verða við kröfu Reykjavíkurborgar um að fyrirskipa lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli. Bréf þess efnis var lagt fyrir borgarráð í gær. Þar er rökum borgaryfirvalda mótmælt. Forsvarsmenn Reykjavíkurborgar ætla sér að fara með málið fyrir dómstóla. „Það er auðvitað leiðinlegt að þurfa að sækja rétt sinn fyrir dómstólum en við sjáum okkur knúin til að gera það í þessu efni. Til eru tveir samningar um málið sem ráðherrar samgöngumála hafa skrifað undir þar sem fallist er á lokun brautarinnar og við það verður að standa,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Löng barátta hefur staðið um framtíð flugvallar í Vatnsmýri og nú síðustu ár um framtíð þriðju og minnstu flugbrautarinnar á vellinum, flugbrautar 06/24, sem aðeins er notuð þegar ekki er hægt að lenda á hinum brautunum tveimur. Þegar Rögnunefndin svokallaða var sett á laggirnar 25. október árið 2013 skrifuðu þáverandi innanríkisráðherra og borgarstjóri undir samning. Í honum stóð: „Aðilar [ríki og borg] ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og að tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári. Samtímis skal endurskoða núgildandi skipulagsreglur fyrir Reykjavíkurflugvöll til samræmis.“Dagur B. Eggertsson borgarstjórivísir/stefánNú kveður við nýjan tón í ráðuneyti samgöngumála. Í bréfinu sem Ólöf Nordal sendi Reykjavíkurborg segir að ákvörðun um lokun flugbrautarinnar verði ekki tekin án fullvissu um að lokunin komi ekki niður á öryggi flugvallarins og að fullnægjandi þjónustustigi fyrir alla landsmenn verði viðhaldið. „Rökum Reykjavíkurborgar fyrir því að innanríkisráðherra sé skylt að tilkynna um lokun NA/SV flugbrautarinnar og gera breytingar á skipulagsreglum sem ráðuneytið setur er mótmælt. Engar réttarlegar skuldbindingar þessa efnis liggja fyrir. Þá er rökum fyrir mögulegri bótaskyldu ríkisins vegna fyrirhugaðra byggingaráforma á svonefndu Hlíðarendasvæði einnig mótmælt. Reykjavíkurborg er fullkunnugt um að þær framkvæmdir og ráðstafanir sem leyfðar hafa verið á Hlíðarendasvæðinu eru undanfari byggingaframkvæmda sem ekki getur orðið af að óbreyttum skipulagsreglum. Á þetta hefur ráðuneytið bent. Útgáfa leyfa til uppbyggingar á Hlíðarendasvæðinu er því alfarið á ábyrgð og áhættu Reykjavíkurborgar,“ segir í bréfi Ólafar.Ólöf Nordal innanríkisráðherra.vísir/ernirBorgarstjóri undrast þessi vinnubrögð innanríkisráðherra. „Það er ekki í takt við góða stjórnsýslu að fara ekki eftir þeim samningum sem hafa verið gerðir. Það er einnig erfitt ef það er háð duttlungum ráðherra í hvert skipti hvort menn fara eftir því sem hefur verið áður samið um,“ segir Dagur.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira