Erlent

Tíst um heilsufar drottningarinnar setti Twitter á hliðina

Samúel Karl Ólason skrifar
Drottningin er sögð vera við fína heilsu.
Drottningin er sögð vera við fína heilsu. Vísir/EPA
Blaðamaður BBC birti óvart færslu á Twitter um að Elísabet drottning væri veik á sjúkrahúsi. Þða var gert fyrir slysni þegar blaðamenn voru við hefðbundnar æfingar á viðbrögðum við andláti hennar hátignar Elísabetar drottningar.

Í tístinu sem Ahmen Khawaja birti stóð: „Elísabet drottning er til meðferðar á sjúkrahúsi Eðvarðs sjöunda. Von er á tilkynningu.“

Tíst Khawaja.
BBC sendi frá sér tilkynningu um að um slys hefði verið að ræða vegna áðurnefndar æfingar. Khawaja segir þó sjálf að tístið hafi verið hrekkur og baðst afsökunar á því. Fjölmargir sáu tístið og tóku því alvarlega og þar á meðal alþjóðlegir fjölmiðlar eins og CNN og Bild.

Margir reiddust Khawaja eftir að færslan birtist og myndaðist smá uppþot á Twitter, þá sérstaklega í Bretlandi. Khawaha hefur verið húðskömmuð af fjölmörgum notendum Twitter og margir virðast ekki trúa útskýringum hennar og BBC. Konungsfjölskyldan hefur nú gefið út tilkynningu um að drottningin sé heil heilsu, en hún hafi þó verið á sjúkrahúsi í morgun í hefðbundinni læknisskoðun.

Heimildarmaður Guardian segir að æfingar þessar sé teknar mjög alvarlega af BBC. Starfsmenn klæði sig sérstaklega fyrir þær og að þær séu gerðar í rauntíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×