Ódýrara að beina sjúklingum til Danmerkur Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 3. janúar 2015 11:15 Áætlaður kostnaður við ferðir sjúklinga í jáeindaskanna í Danmörku árið 2014 er 36 milljónir króna. Árið áður var hann 17 milljónir. Frá þessu greinir Helgi Guðbergsson, yfirtryggingalæknir hjá Sjúkratryggingum Íslands. Helgi segir Sjúkratryggingar vera með hagstæðan samning við danska ríkisspítalann. Samningurinn sé það hagstæður að það sé ódýrara að beina sjúklingum til Danmerkur en að kaupa jáeindaskanna til landsins. Samningurinn gerir ekki ráð fyrir því að það sé greitt fyrir fylgdarmann nema í allra erfiðustu tilfellunum. Hulda Hjálmarsdóttir, varaformaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem veikist af krabbameini segir æskilegra að meðferðin fari fram hér á landi fyrst ekki er greitt fyrir fylgdarmann. Sjúklingum þyki ferðalögin verulega erfið. „Jáeindaskanni er ekki til hér á Íslandi. Fólk er þá sent til Danmerkur þegar þörf er á. Stundum er fólk mjög veikt þegar það fer út og iðulega er ekki greitt fyrir fylgdarmann nema eitthvað mikið komi til. Þótt að þú standir í báðar fæturnar þá þýðir það ekki að þú sért reiðubúinn að fara í svona ferð. Þú ert að berjast við lífshættulegan sjúkdóm og það er erfitt að fara einn í svoleiðis ferð.“ Óhagræði og aukaálag fyrir sjúklinga Helgi tekur fram að kostnaðurinn við þessar ferðir og rannsóknir eigi eftir að halda áfram að hækka.Hann tekur undir sjónarmið Huldu um að það sé mikið óhagræði í því fyrir sjúklinga og meðferðaraðila að þurfa að senda alla utan og aukaálag á sjúklingana. Trúlega séu þessar rannsóknir ekki gerðar eins oft og æskilegt væri og færri sendir í þær en æskilegt er. Helgi segir ennfremur alltaf erfitt að meta hvað sé hagkvæmt og hvað ekki. Það væri klárlega ódýrara fyrir allflesta að fara að ferða sinna í leigubílum en að eiga bíl svo dæmi sé tekið.Kostnaður krabbameinssjúkra hefur aukist mjög undanfarin misseri að sögn Huldu og hún skynjar streitu hjá ungu fólki með krabbamein vegna þess. „Það er mjög dýrt að veikjast á Íslandi í dag. Við erum með sjúkratryggingar en það þarf iðulega að taka upp budduna. Jú þú færð afsláttarkort, en þetta kostar alltaf. Greiðslubyrði sjúklinga er orðin meiri en áður, segir Hulda en hún og félagar hennar í stuðningsfélaginu Krafti hafa tekið saman nokkur dæmi um kostnað krabbameinsveikra sem hafa greinst á síðasta og þar síðasta ári. Dæmi um kostnað krabbameinssjúkra tekin saman af Krafti: Íslenskur karlmaður á sextugsaldri greindist með lungnakrabba í Svíþjóð árið 2011.Kostnaður við krabbameinsmeðferð síðan þá: o kr. Íslensk kona, 38 ára einstæð móðir þriggja barna, öryrki. Greindist í júlí á síðasta ári með sjaldgæfa tegund krabbameins.Hefur greitt 250 þúsund krónur í kostnað þrátt fyrir öryrkjaafsláttarkort. 31 árs karlmaður greindist með krabbamein í eitlum árið 2011 í Frakklandi. Skurðaðgerð, lyfjameðferð og eftirfylgni síðan þá.Kostnaður við krabbameinsmeðferð síðan þá 0 kr. 27 ára íslenskur karlmaður í sambúð greindist fyrir tveimur árum. Hefur þurft að ganga í gegnum stífa eftirmeðferð síðan þá.Kostnaður; um 1.500.000 síðan við greiningu. Íslensk kona á fertugsaldri greindist með krabbamein í móðurlífi árið 2010 í Danmörku. Konan fékk viðeigandi meðferð ásamt sálfræðiþjónustu og sjúkraþjálfun.Kostnaður fyrir viðkomandi: 0 kr. Gift, þriggja barna móðir á Íslandi greindist í mars sl.Kostnaður síðan þá: 206. 361 krSkanninn. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Áætlaður kostnaður við ferðir sjúklinga í jáeindaskanna í Danmörku árið 2014 er 36 milljónir króna. Árið áður var hann 17 milljónir. Frá þessu greinir Helgi Guðbergsson, yfirtryggingalæknir hjá Sjúkratryggingum Íslands. Helgi segir Sjúkratryggingar vera með hagstæðan samning við danska ríkisspítalann. Samningurinn sé það hagstæður að það sé ódýrara að beina sjúklingum til Danmerkur en að kaupa jáeindaskanna til landsins. Samningurinn gerir ekki ráð fyrir því að það sé greitt fyrir fylgdarmann nema í allra erfiðustu tilfellunum. Hulda Hjálmarsdóttir, varaformaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem veikist af krabbameini segir æskilegra að meðferðin fari fram hér á landi fyrst ekki er greitt fyrir fylgdarmann. Sjúklingum þyki ferðalögin verulega erfið. „Jáeindaskanni er ekki til hér á Íslandi. Fólk er þá sent til Danmerkur þegar þörf er á. Stundum er fólk mjög veikt þegar það fer út og iðulega er ekki greitt fyrir fylgdarmann nema eitthvað mikið komi til. Þótt að þú standir í báðar fæturnar þá þýðir það ekki að þú sért reiðubúinn að fara í svona ferð. Þú ert að berjast við lífshættulegan sjúkdóm og það er erfitt að fara einn í svoleiðis ferð.“ Óhagræði og aukaálag fyrir sjúklinga Helgi tekur fram að kostnaðurinn við þessar ferðir og rannsóknir eigi eftir að halda áfram að hækka.Hann tekur undir sjónarmið Huldu um að það sé mikið óhagræði í því fyrir sjúklinga og meðferðaraðila að þurfa að senda alla utan og aukaálag á sjúklingana. Trúlega séu þessar rannsóknir ekki gerðar eins oft og æskilegt væri og færri sendir í þær en æskilegt er. Helgi segir ennfremur alltaf erfitt að meta hvað sé hagkvæmt og hvað ekki. Það væri klárlega ódýrara fyrir allflesta að fara að ferða sinna í leigubílum en að eiga bíl svo dæmi sé tekið.Kostnaður krabbameinssjúkra hefur aukist mjög undanfarin misseri að sögn Huldu og hún skynjar streitu hjá ungu fólki með krabbamein vegna þess. „Það er mjög dýrt að veikjast á Íslandi í dag. Við erum með sjúkratryggingar en það þarf iðulega að taka upp budduna. Jú þú færð afsláttarkort, en þetta kostar alltaf. Greiðslubyrði sjúklinga er orðin meiri en áður, segir Hulda en hún og félagar hennar í stuðningsfélaginu Krafti hafa tekið saman nokkur dæmi um kostnað krabbameinsveikra sem hafa greinst á síðasta og þar síðasta ári. Dæmi um kostnað krabbameinssjúkra tekin saman af Krafti: Íslenskur karlmaður á sextugsaldri greindist með lungnakrabba í Svíþjóð árið 2011.Kostnaður við krabbameinsmeðferð síðan þá: o kr. Íslensk kona, 38 ára einstæð móðir þriggja barna, öryrki. Greindist í júlí á síðasta ári með sjaldgæfa tegund krabbameins.Hefur greitt 250 þúsund krónur í kostnað þrátt fyrir öryrkjaafsláttarkort. 31 árs karlmaður greindist með krabbamein í eitlum árið 2011 í Frakklandi. Skurðaðgerð, lyfjameðferð og eftirfylgni síðan þá.Kostnaður við krabbameinsmeðferð síðan þá 0 kr. 27 ára íslenskur karlmaður í sambúð greindist fyrir tveimur árum. Hefur þurft að ganga í gegnum stífa eftirmeðferð síðan þá.Kostnaður; um 1.500.000 síðan við greiningu. Íslensk kona á fertugsaldri greindist með krabbamein í móðurlífi árið 2010 í Danmörku. Konan fékk viðeigandi meðferð ásamt sálfræðiþjónustu og sjúkraþjálfun.Kostnaður fyrir viðkomandi: 0 kr. Gift, þriggja barna móðir á Íslandi greindist í mars sl.Kostnaður síðan þá: 206. 361 krSkanninn.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira