Draumabyrjun Tottenham dugði skammt í Belgíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2015 18:45 Stefano Okaka fagnar hér sigurmarki sínu. Vísir/Getty Tottenham tapaði sínum fyrsta leik í Evrópudeildinni á tímabilinu þegar liðið sótti belgíska liðið Anderlecht heim í kvöld. Anderlecht vann leikinn 2-1 þar sem sigurmarkið kom fimmtán mínútum fyrir leikslok. Tottenham komst yfir í byrjun leiksins og fékk færi til að bæta við mörkum en það voru Belgarnir sem nýttu færin sín. Tottenham fékk draumabyrjun þegar Christian Eriksen nýtti sér klaufagang í vörn Belganna og kom Tottenham í 1-0 strax á fjórðu mínútu. Erik Lamela fékk mjög gott færi til að koma Tottenham í 2-0 sjö mínútum síðar eftir sendingu Christian Eriksen en Silvio Proto varði vel frá honum. Anderlecht jafnaði hinsvegar metin á 13. mínútu þegar bakvörðurinn Guillaume Gillet fékk nægan tíman til að leggja boltann fyrir sig eftir hornspyrnu og afgreiða hann glæsilega í markið. Hugo Lloris, markvörður Tottenham, varði vel frá Stefano Okaka á 28. mínútu og kom í veg fyrir að heimamenn í Anderlecht kæmust yfir í leiknum. Tottenham var samt betra liðið í hálfleiknum en leikurinn róaðist mikið eftir mörkin tvö á fyrstu þrettán mínútunum. Harry Kane kom inná sem varamaður og fékk fyrsta færi Tottenham í seinni hálfleiknum en Silvio Proto varði vel frá honum. Það voru síðan leikmenn Anderlecht sem skoruðu. Stefano Okaka skoraði markið á 75. mínútu eftir laglegan undirbúning varamannsins Frank Acheampong. Anderlecht-menn fögnuðu vel og enn meira þegar lokaflautið gall. Tottenham hefur nú 4 stig eftir þrjá leiki og er í 3. sæti riðilsins með jafnmörg stig og Anderlecht en verri innbyrðisárangur. Mónakó vann 1-0 sigur á Qarabag í hinum leik riðilsins og er eftir það með eins stigs forskot á toppi riðilsins. Evrópudeild UEFA Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Sjá meira
Tottenham tapaði sínum fyrsta leik í Evrópudeildinni á tímabilinu þegar liðið sótti belgíska liðið Anderlecht heim í kvöld. Anderlecht vann leikinn 2-1 þar sem sigurmarkið kom fimmtán mínútum fyrir leikslok. Tottenham komst yfir í byrjun leiksins og fékk færi til að bæta við mörkum en það voru Belgarnir sem nýttu færin sín. Tottenham fékk draumabyrjun þegar Christian Eriksen nýtti sér klaufagang í vörn Belganna og kom Tottenham í 1-0 strax á fjórðu mínútu. Erik Lamela fékk mjög gott færi til að koma Tottenham í 2-0 sjö mínútum síðar eftir sendingu Christian Eriksen en Silvio Proto varði vel frá honum. Anderlecht jafnaði hinsvegar metin á 13. mínútu þegar bakvörðurinn Guillaume Gillet fékk nægan tíman til að leggja boltann fyrir sig eftir hornspyrnu og afgreiða hann glæsilega í markið. Hugo Lloris, markvörður Tottenham, varði vel frá Stefano Okaka á 28. mínútu og kom í veg fyrir að heimamenn í Anderlecht kæmust yfir í leiknum. Tottenham var samt betra liðið í hálfleiknum en leikurinn róaðist mikið eftir mörkin tvö á fyrstu þrettán mínútunum. Harry Kane kom inná sem varamaður og fékk fyrsta færi Tottenham í seinni hálfleiknum en Silvio Proto varði vel frá honum. Það voru síðan leikmenn Anderlecht sem skoruðu. Stefano Okaka skoraði markið á 75. mínútu eftir laglegan undirbúning varamannsins Frank Acheampong. Anderlecht-menn fögnuðu vel og enn meira þegar lokaflautið gall. Tottenham hefur nú 4 stig eftir þrjá leiki og er í 3. sæti riðilsins með jafnmörg stig og Anderlecht en verri innbyrðisárangur. Mónakó vann 1-0 sigur á Qarabag í hinum leik riðilsins og er eftir það með eins stigs forskot á toppi riðilsins.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Sjá meira