Andstaða við bann við fíkniefnaneyslu fer vaxandi Heimir Már Pétursson skrifar 22. október 2015 19:45 Fyrrverandi formaður Bjartrar framtíðar vill að kannabis verði lögleitt að fullu á Íslandi og refsingum fyrir neyslu annarra ólöglegra fíkniefna verði hætt. Núverandi refsistefna skilaði ekki árangri og eyðileggði jafnvel líf fólks. Það er óhætt að segja að alger straumhvörf hafi orðið í hinni pólitísku umræðu um fíkniefni og refsingar undanfarin misseri. Nefnd á vegum Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra er með málin til skoðunar og í drögum að landsfundarályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins sem hefst á morgun er talað um að afnema refsingar við fíkniefnaneyslu. En þar segir: „Stefna skal að því að fíkniefnaneysla verði ekki refsiverð og starfshættir lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks taki mið af því.“ Þessi mál voru rædd á Alþingi í dag. Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar sagði sterkar vísbendingar um að núverandi stefna með tilheyrandi refsingum væri ekki að virka og eyðileggði jafnvel líf fólks. „Og þegar pólitísk stefnumörkun er að eyðileggja líf fólks þarf að hugsa málið. Þá þarf að breyta um kúrs. Maður þarf að leggja við hlustir þegar þjóðir eins og Kanada t.d. ákveða að lögleiða kannabis. Það sé betri leið til að glíma við neyslu kannabis að hafa hana upp á yfirborðinu og innan lagaramma. Ég er kominn á þá skoðun að það væri skynsamlegt að lögleiða kannabis,“ sagði Guðmundur. Þá ætti að stíga skref í þá átt að afglæpavæða neyslu annarra ólöglegra vímuefna þannig að sú neysla yrði fyrst og fremst heilbrigðismál. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagði erfitt að svara vítækum spurningum Guðmundar en hún hefði fylgst með umræðunni um þessi mál. „Ég held að það séu mörg og ýmis rök fyrir því ef við tökum bara kannabisneyslu; sé það ekki síður heilbrigðis- og félagslegt vandamál. En við þurfum líka að átta okkur á því þegar við erum að skera úr um það hvort tilteknir hlutir eigi að vera refsiverðir, hvaða hópar eru þarna undir,“ sagði Ólöf. Vísaði ráðherra þar til þeirra sem neyta efnanna annars vegar og þeirra sem selja þau. Það er ekki hvað síst vegna starfa Snarrótarinnar, samtaka um borgarleg réttindi, sem umræðan hefur breyst. Undanfarin ár hefur hún flutt inn fjölda erlendra sérfræðinga um þessi mál. Nú síðast á tveggja daga ráðstefnu í byrjun þessa mánaðar þar einn fyrirlesaranna var Neill Franklin framkvæmdastjóri alþjóðasamtakanna Löggæslumanna gegn vímuefnabanni, Law Enforcement Against Prohibition og fyrrverandi liðsforingi í bandarísku fíkniefnalögreglunni til rúmlega þrjátíu ára. „Mér skilst að Íslendingar sendi lögreglumenn á námskeið og ráðstefnur í Bandaríkjunum til að læra aðferðir sem notaðar eru þar. Ég vara ykkur við, í öllum bænum innleiðið ekki þá hervæðingu lögreglunnar sem ríkir í Bandaríkjunum,“ segir Franklin í ítarlegu sjónvarpsviðtali sem finna má á Vísi. Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Fyrrverandi formaður Bjartrar framtíðar vill að kannabis verði lögleitt að fullu á Íslandi og refsingum fyrir neyslu annarra ólöglegra fíkniefna verði hætt. Núverandi refsistefna skilaði ekki árangri og eyðileggði jafnvel líf fólks. Það er óhætt að segja að alger straumhvörf hafi orðið í hinni pólitísku umræðu um fíkniefni og refsingar undanfarin misseri. Nefnd á vegum Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra er með málin til skoðunar og í drögum að landsfundarályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins sem hefst á morgun er talað um að afnema refsingar við fíkniefnaneyslu. En þar segir: „Stefna skal að því að fíkniefnaneysla verði ekki refsiverð og starfshættir lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks taki mið af því.“ Þessi mál voru rædd á Alþingi í dag. Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar sagði sterkar vísbendingar um að núverandi stefna með tilheyrandi refsingum væri ekki að virka og eyðileggði jafnvel líf fólks. „Og þegar pólitísk stefnumörkun er að eyðileggja líf fólks þarf að hugsa málið. Þá þarf að breyta um kúrs. Maður þarf að leggja við hlustir þegar þjóðir eins og Kanada t.d. ákveða að lögleiða kannabis. Það sé betri leið til að glíma við neyslu kannabis að hafa hana upp á yfirborðinu og innan lagaramma. Ég er kominn á þá skoðun að það væri skynsamlegt að lögleiða kannabis,“ sagði Guðmundur. Þá ætti að stíga skref í þá átt að afglæpavæða neyslu annarra ólöglegra vímuefna þannig að sú neysla yrði fyrst og fremst heilbrigðismál. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagði erfitt að svara vítækum spurningum Guðmundar en hún hefði fylgst með umræðunni um þessi mál. „Ég held að það séu mörg og ýmis rök fyrir því ef við tökum bara kannabisneyslu; sé það ekki síður heilbrigðis- og félagslegt vandamál. En við þurfum líka að átta okkur á því þegar við erum að skera úr um það hvort tilteknir hlutir eigi að vera refsiverðir, hvaða hópar eru þarna undir,“ sagði Ólöf. Vísaði ráðherra þar til þeirra sem neyta efnanna annars vegar og þeirra sem selja þau. Það er ekki hvað síst vegna starfa Snarrótarinnar, samtaka um borgarleg réttindi, sem umræðan hefur breyst. Undanfarin ár hefur hún flutt inn fjölda erlendra sérfræðinga um þessi mál. Nú síðast á tveggja daga ráðstefnu í byrjun þessa mánaðar þar einn fyrirlesaranna var Neill Franklin framkvæmdastjóri alþjóðasamtakanna Löggæslumanna gegn vímuefnabanni, Law Enforcement Against Prohibition og fyrrverandi liðsforingi í bandarísku fíkniefnalögreglunni til rúmlega þrjátíu ára. „Mér skilst að Íslendingar sendi lögreglumenn á námskeið og ráðstefnur í Bandaríkjunum til að læra aðferðir sem notaðar eru þar. Ég vara ykkur við, í öllum bænum innleiðið ekki þá hervæðingu lögreglunnar sem ríkir í Bandaríkjunum,“ segir Franklin í ítarlegu sjónvarpsviðtali sem finna má á Vísi.
Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira