Fyrri greining sýndi líka lakari árangur Ólöf Skaftadóttir skrifar 25. ágúst 2015 07:00 Almar Miðvík Halldórsson Árið 2013 var greining gerð á vegum Menntamálastofnunar á árangri byrjendalæsis sem gaf svipaða niðurstöðu og kom út úr greiningu sem birtist í Fréttablaðinu í síðustu viku og kom frá stofnuninni. Einkunnir barna í íslensku, lesskilningi og stærðfræði í skólum sem hafa tekið upp byrjendalæsi hefur hrakað samkvæmt henni. Skólaþróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri, sem hafði forystu í að innleiða kennsluaðferðina í um 80 grunnskóla á landinu segja niðurstöðurnar villandi. Forsvarsmenn Menntamálastofnunar segjast hissa á þeim athugasemdum sem Háskólinn á Akureyri og aðstandendur byrjendalæsis hafa gert við greininguna. „Árið 2013 kynntum við fyrir Háskólanum á Akureyri greiningu sem við gerðum á byrjendalæsi. Þær niðurstöður gáfu sömu vísbendingu um að aðferðin sé ekki að skila tilætluðum árangri. Við erum mjög hissa á þessum athugasemdum frá Háskólanum á Akureyri og skólaþróunarmiðstöðinni þar vegna þess að þau áttu frumkvæði að þessari greiningu sem var gerð 2013. Þá höfðum við miklu færri skóla, þrettán talsins, og fáa árganga, en þar kom þetta sama fram sem við kynntum fyrir þeim. Seinni greiningin, sem birtist nú á dögunum, nær til þrefalt fleiri skóla og mörg þúsund nemenda. Þar er niðurstaðan líka skýrari,“ útskýrir Almar Miðvík Halldórsson hjá Menntamálastofnun og stendur við þá greiningu sem stofnunin sendi út í síðustu viku. „Þetta var það sem aðstandendur byrjendalæsis voru að bíða eftir, að fá frá okkur svona stórt mat þar sem væri alveg áreiðanlegt að þessi vísbending um að aðferðin væri ekki að gefa nægilega góða raun stæðist. Og hún stenst, fullkomlega. Meira ef eitthvað er.“Birna María SvanbjörnsdóttirBirna María Svanbjörnsdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, segir greininguna frá Menntamálastofnun villandi. Hún segir hana sýna fram á fylgnisamband en ekki orsakasamband. „Hún sýnir ekki það sem skiptir máli fyrir starfið,“ segir Birna María. „Árangurinn er metinn reglulega með innra mati í skólunum og á vettvangi skólastarfs en einnig á öðrum vettvangi af hópi fræðimanna frá Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands.“ Niðurstöður fræðimannanna liggja ekki fyrir. „Auðvitað eru aðferðir í sífelldri þróun og vissulega þarf að rannsaka þær líkt og ráðherra menntamála bendir á. En ef á ekki að prófa aðferðir í skólanum, hvar þá?“ En eru ekki 80 grunnskólar dálítið vel í lagt í tilraunaverkefni? „Mikilvægt er að árétta að sú greining sem liggur til grundvallar minnisblaði Menntamálastofnunar nær til 38 skóla sem byrjuðu að innleiða byrjendalæsi á mismunandi tímum; tveir skólar 2005, tveir til viðbótar 2006, fimm árið 2007 og fimm árið 2008 og þannig koll af kolli. Árið 2010 voru komnir inn þeir 38 skólar sem greining minnisblaðsins byggir á. Eftir 2010 hafa bæst við 42 skólar. Allt eru þetta skólar sem óskað hafa eftir þátttöku af því þeir sáu ávinning af starfinu eftir að hafa kynnt sér það hjá öðrum skólum og fylgst með þróun verkefnisins.“ Von er á frekari gögnum um málið frá Menntamálastofnun í dag. Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Sjá meira
Árið 2013 var greining gerð á vegum Menntamálastofnunar á árangri byrjendalæsis sem gaf svipaða niðurstöðu og kom út úr greiningu sem birtist í Fréttablaðinu í síðustu viku og kom frá stofnuninni. Einkunnir barna í íslensku, lesskilningi og stærðfræði í skólum sem hafa tekið upp byrjendalæsi hefur hrakað samkvæmt henni. Skólaþróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri, sem hafði forystu í að innleiða kennsluaðferðina í um 80 grunnskóla á landinu segja niðurstöðurnar villandi. Forsvarsmenn Menntamálastofnunar segjast hissa á þeim athugasemdum sem Háskólinn á Akureyri og aðstandendur byrjendalæsis hafa gert við greininguna. „Árið 2013 kynntum við fyrir Háskólanum á Akureyri greiningu sem við gerðum á byrjendalæsi. Þær niðurstöður gáfu sömu vísbendingu um að aðferðin sé ekki að skila tilætluðum árangri. Við erum mjög hissa á þessum athugasemdum frá Háskólanum á Akureyri og skólaþróunarmiðstöðinni þar vegna þess að þau áttu frumkvæði að þessari greiningu sem var gerð 2013. Þá höfðum við miklu færri skóla, þrettán talsins, og fáa árganga, en þar kom þetta sama fram sem við kynntum fyrir þeim. Seinni greiningin, sem birtist nú á dögunum, nær til þrefalt fleiri skóla og mörg þúsund nemenda. Þar er niðurstaðan líka skýrari,“ útskýrir Almar Miðvík Halldórsson hjá Menntamálastofnun og stendur við þá greiningu sem stofnunin sendi út í síðustu viku. „Þetta var það sem aðstandendur byrjendalæsis voru að bíða eftir, að fá frá okkur svona stórt mat þar sem væri alveg áreiðanlegt að þessi vísbending um að aðferðin væri ekki að gefa nægilega góða raun stæðist. Og hún stenst, fullkomlega. Meira ef eitthvað er.“Birna María SvanbjörnsdóttirBirna María Svanbjörnsdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, segir greininguna frá Menntamálastofnun villandi. Hún segir hana sýna fram á fylgnisamband en ekki orsakasamband. „Hún sýnir ekki það sem skiptir máli fyrir starfið,“ segir Birna María. „Árangurinn er metinn reglulega með innra mati í skólunum og á vettvangi skólastarfs en einnig á öðrum vettvangi af hópi fræðimanna frá Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands.“ Niðurstöður fræðimannanna liggja ekki fyrir. „Auðvitað eru aðferðir í sífelldri þróun og vissulega þarf að rannsaka þær líkt og ráðherra menntamála bendir á. En ef á ekki að prófa aðferðir í skólanum, hvar þá?“ En eru ekki 80 grunnskólar dálítið vel í lagt í tilraunaverkefni? „Mikilvægt er að árétta að sú greining sem liggur til grundvallar minnisblaði Menntamálastofnunar nær til 38 skóla sem byrjuðu að innleiða byrjendalæsi á mismunandi tímum; tveir skólar 2005, tveir til viðbótar 2006, fimm árið 2007 og fimm árið 2008 og þannig koll af kolli. Árið 2010 voru komnir inn þeir 38 skólar sem greining minnisblaðsins byggir á. Eftir 2010 hafa bæst við 42 skólar. Allt eru þetta skólar sem óskað hafa eftir þátttöku af því þeir sáu ávinning af starfinu eftir að hafa kynnt sér það hjá öðrum skólum og fylgst með þróun verkefnisins.“ Von er á frekari gögnum um málið frá Menntamálastofnun í dag.
Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Sjá meira