Boðar til kosninga í Tyrklandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. ágúst 2015 07:00 Ahmet Davutoglu forsætisráðherra og Recep Tayyip Erdogan forseti. VÍSIR/EPA Þingkosningar verða haldnar í Tyrklandi í byrjun nóvember, innan við hálfu ári eftir síðustu kosningar. Recep Tayyip Erdogan forseti fól Ahmet Davutoglu forsætisráðherra að stjórna bráðabirgðastjórn þangað til. Á sunnudag rann út 45 daga frestur til stjórnarmyndunar, án árangurs og virtist lítill vilji til samstarfs, ekki síst af hálfu Erdogans forseta sjálfs. Flokkur Erdogans forseta, Réttlætis- og þróunarflokkurinn, missti þingmeirihluta í kosningum 7. júní. Erdogan virðist veðja á að í næstu tilraun takist flokki hans að ná meirihluta. Nýhafinn hernaður gegn Kúrdum hjálpar eflaust til við að auka fylgið. Stjórnarandstaðan sakar Erdogan raunar um að reyna „borgaralega stjórnarbyltingu“ með því að boða til kosninga nú, eftir að stjórnarmyndunarviðræður fóru út um þúfur. Kemal Kilicdaroglu, leiðtogi Lýðræðisflokksins, segist hafa verið meira en til í stjórnarsamstarf með Réttlætis- og þróunarflokknum. Að vísu geri hann kröfur um breytingar, en Erdogan hafi kosið að taka „lýðræðið og stjórnarskrána úr sambandi“, eins og hann orðaði það á fundi á sunnudag. Flokkur Erdogans hefur haft hreinan meirihluta allt frá árinu 2002 þar til nú í sumar. Þetta er íslamistaflokkur, sem Erdogan hefur frá upphafi sagt vera hófsaman flokk, sambærilegan við flokka kristilegra demókrata í Þýskalandi og fleiri löndum Evrópu. Sjálfur hefur Erdogan hins vegar jafnt og þétt reynt að styrkja sín eigin völd, bæði meðan hann var forsætisráðherra og síðan enn frekar eftir að hann tók við forsetaembættinu á síðasta ári. Fyrir kosningarnar í sumar hafði hann vonast til þess að flokkur sinn fengi nógu öflugan þingstyrk til að geta breytt stjórnarskránni í þá veru, að gera forsetaembættið valdameira en verið hefur. Þær vonir urðu að engu, en önnur tilraun verður gerð í næstu kosningum. Í gær skýrði Mevlüt Cavusoglu utanríkisráðherra frá því að herlið Bandaríkjanna og Tyrklands muni brátt hefja lofthernað gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi, meðfram suðurlandamærum Tyrklands. Tyrkir fengu í sumar stuðning Atlantshafsbandalagsins við hernað gegn hryðjuverkamönnum, og hófu í beinu framhaldi af því árásir á liðsveitir Kúrda, sem hafa barist gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Hundruð manna hafa síðan fallið í átökum tyrkneska hersins við Kúrda. Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Þingkosningar verða haldnar í Tyrklandi í byrjun nóvember, innan við hálfu ári eftir síðustu kosningar. Recep Tayyip Erdogan forseti fól Ahmet Davutoglu forsætisráðherra að stjórna bráðabirgðastjórn þangað til. Á sunnudag rann út 45 daga frestur til stjórnarmyndunar, án árangurs og virtist lítill vilji til samstarfs, ekki síst af hálfu Erdogans forseta sjálfs. Flokkur Erdogans forseta, Réttlætis- og þróunarflokkurinn, missti þingmeirihluta í kosningum 7. júní. Erdogan virðist veðja á að í næstu tilraun takist flokki hans að ná meirihluta. Nýhafinn hernaður gegn Kúrdum hjálpar eflaust til við að auka fylgið. Stjórnarandstaðan sakar Erdogan raunar um að reyna „borgaralega stjórnarbyltingu“ með því að boða til kosninga nú, eftir að stjórnarmyndunarviðræður fóru út um þúfur. Kemal Kilicdaroglu, leiðtogi Lýðræðisflokksins, segist hafa verið meira en til í stjórnarsamstarf með Réttlætis- og þróunarflokknum. Að vísu geri hann kröfur um breytingar, en Erdogan hafi kosið að taka „lýðræðið og stjórnarskrána úr sambandi“, eins og hann orðaði það á fundi á sunnudag. Flokkur Erdogans hefur haft hreinan meirihluta allt frá árinu 2002 þar til nú í sumar. Þetta er íslamistaflokkur, sem Erdogan hefur frá upphafi sagt vera hófsaman flokk, sambærilegan við flokka kristilegra demókrata í Þýskalandi og fleiri löndum Evrópu. Sjálfur hefur Erdogan hins vegar jafnt og þétt reynt að styrkja sín eigin völd, bæði meðan hann var forsætisráðherra og síðan enn frekar eftir að hann tók við forsetaembættinu á síðasta ári. Fyrir kosningarnar í sumar hafði hann vonast til þess að flokkur sinn fengi nógu öflugan þingstyrk til að geta breytt stjórnarskránni í þá veru, að gera forsetaembættið valdameira en verið hefur. Þær vonir urðu að engu, en önnur tilraun verður gerð í næstu kosningum. Í gær skýrði Mevlüt Cavusoglu utanríkisráðherra frá því að herlið Bandaríkjanna og Tyrklands muni brátt hefja lofthernað gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi, meðfram suðurlandamærum Tyrklands. Tyrkir fengu í sumar stuðning Atlantshafsbandalagsins við hernað gegn hryðjuverkamönnum, og hófu í beinu framhaldi af því árásir á liðsveitir Kúrda, sem hafa barist gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Hundruð manna hafa síðan fallið í átökum tyrkneska hersins við Kúrda.
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira