Nauðgað af þremur karlmönnum á þjóðhátíð: „Fannst þetta vera eitthvað sem ég hafði kallað yfir mig“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. ágúst 2015 12:00 Brynhildi Yrsu Guðmundsdóttur var nauðgað á útihátíð fyrir þó nokkrum árum af þremur karlmönnum. Hún segir að umræðan megi aldrei deyja um þessi mál en bendir þó á að mögulega viti ekki allir þeir sem nauðga að þeir séu að því. Þegar Brynhildur Yrsa var tvítug ákvað hún að skella sér á þjóðhátíð í Eyjum með vinum og vinkonum. „Ég var alveg geðveikt spennt þannig að ég kom alveg í rosalega góðum gír. Þetta átti bara að verða helgi aldarinnar,“ segir Brynhildur.Rankaði við sér þegar einhver var ofan á henni Eftirminnileg varð hún, ekki á góðan hátt eins og átti að vera, en Brynhildur var eins og fólk er þegar það er á leiðinni í Dalinn; í gírnum. „Ég hafði drukkið svolítið mikið og við náðum ekki einu sinni að tjalda. Eða ég er ekkert með í því. Það eru bara aðrir í því að tjalda því ég ligg þarna bara í einhverri brekku og svo bara drepst ég. Mér er dröslað inn í tjaldið þegar það er búið að koma því upp en á þessum tímapunkti náttúrulega ekki neitt. Ég er bara algjörlega „out.““ Hún segist svo hafa rankað við sér og þá er einhver ofan á henni. „Eins sorglega og það hljómar þá voru mín fyrstu viðbrögð: „Já, þetta er kærastinn minn,“ eins og það sé eitthvað eðlilegt að vakna með kærastann sinn ofan á sér en hann var ekkert með í þessari ferð.“Byrjaði strax að kenna sjálfri sér um Brynhildur fer þá að skoða hver viðkomandi er og er þá um vin hennar að ræða sem var á þessum tíma kærasti vinkonu hennar. Hún segist strax hafa byrjað að kenna sjálfri sér um, að hún hljóti að hafa boðið honum með sér inn í tjald og komið þessu af stað. „En svo þegar hann er búinn að ljúka sér af og næsti kemur og fer upp á mig, kærasti tvíburasystur minnar, þá átta ég á mig því að hér er eitthvað í gangi sem að ég er ekki að taka þátt í. Það er alveg nokkuð ljóst og mér leið alveg ofboðslega illa með báða þessa menn þarna.“ Þegar þeir voru svo báðir búnir segir Brynhildur að þriðji maðurinn hafi allt í einu verið inni í tjaldinu.„Mér leið bara eins og ég stæði þarna nakin, alblóðug með hárið í allar áttir“ „Hann kemur bara og tekur við og þá fara hinir. Ég er bara komin í eitthvað svona „lost“-ástand, alveg frosin og ég stend bara ein eftir. Ég var fullklædd en ég man alveg tilfinninguna. Mér leið bara eins og ég stæði þarna nakin, alblóðug með hárið í allar áttir. Mér fannst allir horfa á mig og vita hvað hafði verið í gangi en á sama tíma fannst mér þetta vera eitthvað sem ég hafði kallað yfir mig. Ég vissi að þetta væri nauðgun en ég áttaði mig ekki á hversu alvarlegur glæpur þetta væri.“ Skömmin var mikil og Brynhildur kærði ekki. Engin var hjálpin á staðnum og hún hugsaði bara að hún hefði verið alltof full og komið sér í þetta. „Svona gerist bara fyrir stúlkur sem drekka of mikið, þú verður bara að læra af þessari reynslu.“ Brynhildur var í miklu sjokki en hún segist bara hafa bitið á jaxlinn. Rætt var við Brynhildi í Íslandi í dag í gærkvöldi og má sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Hún ræðir þar meðal annars um bréf sem hún sendi gerendunum og viðbrögðin sem hún fékk frá þeim. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Brynhildi Yrsu Guðmundsdóttur var nauðgað á útihátíð fyrir þó nokkrum árum af þremur karlmönnum. Hún segir að umræðan megi aldrei deyja um þessi mál en bendir þó á að mögulega viti ekki allir þeir sem nauðga að þeir séu að því. Þegar Brynhildur Yrsa var tvítug ákvað hún að skella sér á þjóðhátíð í Eyjum með vinum og vinkonum. „Ég var alveg geðveikt spennt þannig að ég kom alveg í rosalega góðum gír. Þetta átti bara að verða helgi aldarinnar,“ segir Brynhildur.Rankaði við sér þegar einhver var ofan á henni Eftirminnileg varð hún, ekki á góðan hátt eins og átti að vera, en Brynhildur var eins og fólk er þegar það er á leiðinni í Dalinn; í gírnum. „Ég hafði drukkið svolítið mikið og við náðum ekki einu sinni að tjalda. Eða ég er ekkert með í því. Það eru bara aðrir í því að tjalda því ég ligg þarna bara í einhverri brekku og svo bara drepst ég. Mér er dröslað inn í tjaldið þegar það er búið að koma því upp en á þessum tímapunkti náttúrulega ekki neitt. Ég er bara algjörlega „out.““ Hún segist svo hafa rankað við sér og þá er einhver ofan á henni. „Eins sorglega og það hljómar þá voru mín fyrstu viðbrögð: „Já, þetta er kærastinn minn,“ eins og það sé eitthvað eðlilegt að vakna með kærastann sinn ofan á sér en hann var ekkert með í þessari ferð.“Byrjaði strax að kenna sjálfri sér um Brynhildur fer þá að skoða hver viðkomandi er og er þá um vin hennar að ræða sem var á þessum tíma kærasti vinkonu hennar. Hún segist strax hafa byrjað að kenna sjálfri sér um, að hún hljóti að hafa boðið honum með sér inn í tjald og komið þessu af stað. „En svo þegar hann er búinn að ljúka sér af og næsti kemur og fer upp á mig, kærasti tvíburasystur minnar, þá átta ég á mig því að hér er eitthvað í gangi sem að ég er ekki að taka þátt í. Það er alveg nokkuð ljóst og mér leið alveg ofboðslega illa með báða þessa menn þarna.“ Þegar þeir voru svo báðir búnir segir Brynhildur að þriðji maðurinn hafi allt í einu verið inni í tjaldinu.„Mér leið bara eins og ég stæði þarna nakin, alblóðug með hárið í allar áttir“ „Hann kemur bara og tekur við og þá fara hinir. Ég er bara komin í eitthvað svona „lost“-ástand, alveg frosin og ég stend bara ein eftir. Ég var fullklædd en ég man alveg tilfinninguna. Mér leið bara eins og ég stæði þarna nakin, alblóðug með hárið í allar áttir. Mér fannst allir horfa á mig og vita hvað hafði verið í gangi en á sama tíma fannst mér þetta vera eitthvað sem ég hafði kallað yfir mig. Ég vissi að þetta væri nauðgun en ég áttaði mig ekki á hversu alvarlegur glæpur þetta væri.“ Skömmin var mikil og Brynhildur kærði ekki. Engin var hjálpin á staðnum og hún hugsaði bara að hún hefði verið alltof full og komið sér í þetta. „Svona gerist bara fyrir stúlkur sem drekka of mikið, þú verður bara að læra af þessari reynslu.“ Brynhildur var í miklu sjokki en hún segist bara hafa bitið á jaxlinn. Rætt var við Brynhildi í Íslandi í dag í gærkvöldi og má sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Hún ræðir þar meðal annars um bréf sem hún sendi gerendunum og viðbrögðin sem hún fékk frá þeim.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira