Nauðgað af þremur karlmönnum á þjóðhátíð: „Fannst þetta vera eitthvað sem ég hafði kallað yfir mig“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. ágúst 2015 12:00 Brynhildi Yrsu Guðmundsdóttur var nauðgað á útihátíð fyrir þó nokkrum árum af þremur karlmönnum. Hún segir að umræðan megi aldrei deyja um þessi mál en bendir þó á að mögulega viti ekki allir þeir sem nauðga að þeir séu að því. Þegar Brynhildur Yrsa var tvítug ákvað hún að skella sér á þjóðhátíð í Eyjum með vinum og vinkonum. „Ég var alveg geðveikt spennt þannig að ég kom alveg í rosalega góðum gír. Þetta átti bara að verða helgi aldarinnar,“ segir Brynhildur.Rankaði við sér þegar einhver var ofan á henni Eftirminnileg varð hún, ekki á góðan hátt eins og átti að vera, en Brynhildur var eins og fólk er þegar það er á leiðinni í Dalinn; í gírnum. „Ég hafði drukkið svolítið mikið og við náðum ekki einu sinni að tjalda. Eða ég er ekkert með í því. Það eru bara aðrir í því að tjalda því ég ligg þarna bara í einhverri brekku og svo bara drepst ég. Mér er dröslað inn í tjaldið þegar það er búið að koma því upp en á þessum tímapunkti náttúrulega ekki neitt. Ég er bara algjörlega „out.““ Hún segist svo hafa rankað við sér og þá er einhver ofan á henni. „Eins sorglega og það hljómar þá voru mín fyrstu viðbrögð: „Já, þetta er kærastinn minn,“ eins og það sé eitthvað eðlilegt að vakna með kærastann sinn ofan á sér en hann var ekkert með í þessari ferð.“Byrjaði strax að kenna sjálfri sér um Brynhildur fer þá að skoða hver viðkomandi er og er þá um vin hennar að ræða sem var á þessum tíma kærasti vinkonu hennar. Hún segist strax hafa byrjað að kenna sjálfri sér um, að hún hljóti að hafa boðið honum með sér inn í tjald og komið þessu af stað. „En svo þegar hann er búinn að ljúka sér af og næsti kemur og fer upp á mig, kærasti tvíburasystur minnar, þá átta ég á mig því að hér er eitthvað í gangi sem að ég er ekki að taka þátt í. Það er alveg nokkuð ljóst og mér leið alveg ofboðslega illa með báða þessa menn þarna.“ Þegar þeir voru svo báðir búnir segir Brynhildur að þriðji maðurinn hafi allt í einu verið inni í tjaldinu.„Mér leið bara eins og ég stæði þarna nakin, alblóðug með hárið í allar áttir“ „Hann kemur bara og tekur við og þá fara hinir. Ég er bara komin í eitthvað svona „lost“-ástand, alveg frosin og ég stend bara ein eftir. Ég var fullklædd en ég man alveg tilfinninguna. Mér leið bara eins og ég stæði þarna nakin, alblóðug með hárið í allar áttir. Mér fannst allir horfa á mig og vita hvað hafði verið í gangi en á sama tíma fannst mér þetta vera eitthvað sem ég hafði kallað yfir mig. Ég vissi að þetta væri nauðgun en ég áttaði mig ekki á hversu alvarlegur glæpur þetta væri.“ Skömmin var mikil og Brynhildur kærði ekki. Engin var hjálpin á staðnum og hún hugsaði bara að hún hefði verið alltof full og komið sér í þetta. „Svona gerist bara fyrir stúlkur sem drekka of mikið, þú verður bara að læra af þessari reynslu.“ Brynhildur var í miklu sjokki en hún segist bara hafa bitið á jaxlinn. Rætt var við Brynhildi í Íslandi í dag í gærkvöldi og má sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Hún ræðir þar meðal annars um bréf sem hún sendi gerendunum og viðbrögðin sem hún fékk frá þeim. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Brynhildi Yrsu Guðmundsdóttur var nauðgað á útihátíð fyrir þó nokkrum árum af þremur karlmönnum. Hún segir að umræðan megi aldrei deyja um þessi mál en bendir þó á að mögulega viti ekki allir þeir sem nauðga að þeir séu að því. Þegar Brynhildur Yrsa var tvítug ákvað hún að skella sér á þjóðhátíð í Eyjum með vinum og vinkonum. „Ég var alveg geðveikt spennt þannig að ég kom alveg í rosalega góðum gír. Þetta átti bara að verða helgi aldarinnar,“ segir Brynhildur.Rankaði við sér þegar einhver var ofan á henni Eftirminnileg varð hún, ekki á góðan hátt eins og átti að vera, en Brynhildur var eins og fólk er þegar það er á leiðinni í Dalinn; í gírnum. „Ég hafði drukkið svolítið mikið og við náðum ekki einu sinni að tjalda. Eða ég er ekkert með í því. Það eru bara aðrir í því að tjalda því ég ligg þarna bara í einhverri brekku og svo bara drepst ég. Mér er dröslað inn í tjaldið þegar það er búið að koma því upp en á þessum tímapunkti náttúrulega ekki neitt. Ég er bara algjörlega „out.““ Hún segist svo hafa rankað við sér og þá er einhver ofan á henni. „Eins sorglega og það hljómar þá voru mín fyrstu viðbrögð: „Já, þetta er kærastinn minn,“ eins og það sé eitthvað eðlilegt að vakna með kærastann sinn ofan á sér en hann var ekkert með í þessari ferð.“Byrjaði strax að kenna sjálfri sér um Brynhildur fer þá að skoða hver viðkomandi er og er þá um vin hennar að ræða sem var á þessum tíma kærasti vinkonu hennar. Hún segist strax hafa byrjað að kenna sjálfri sér um, að hún hljóti að hafa boðið honum með sér inn í tjald og komið þessu af stað. „En svo þegar hann er búinn að ljúka sér af og næsti kemur og fer upp á mig, kærasti tvíburasystur minnar, þá átta ég á mig því að hér er eitthvað í gangi sem að ég er ekki að taka þátt í. Það er alveg nokkuð ljóst og mér leið alveg ofboðslega illa með báða þessa menn þarna.“ Þegar þeir voru svo báðir búnir segir Brynhildur að þriðji maðurinn hafi allt í einu verið inni í tjaldinu.„Mér leið bara eins og ég stæði þarna nakin, alblóðug með hárið í allar áttir“ „Hann kemur bara og tekur við og þá fara hinir. Ég er bara komin í eitthvað svona „lost“-ástand, alveg frosin og ég stend bara ein eftir. Ég var fullklædd en ég man alveg tilfinninguna. Mér leið bara eins og ég stæði þarna nakin, alblóðug með hárið í allar áttir. Mér fannst allir horfa á mig og vita hvað hafði verið í gangi en á sama tíma fannst mér þetta vera eitthvað sem ég hafði kallað yfir mig. Ég vissi að þetta væri nauðgun en ég áttaði mig ekki á hversu alvarlegur glæpur þetta væri.“ Skömmin var mikil og Brynhildur kærði ekki. Engin var hjálpin á staðnum og hún hugsaði bara að hún hefði verið alltof full og komið sér í þetta. „Svona gerist bara fyrir stúlkur sem drekka of mikið, þú verður bara að læra af þessari reynslu.“ Brynhildur var í miklu sjokki en hún segist bara hafa bitið á jaxlinn. Rætt var við Brynhildi í Íslandi í dag í gærkvöldi og má sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Hún ræðir þar meðal annars um bréf sem hún sendi gerendunum og viðbrögðin sem hún fékk frá þeim.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira