Nauðgað af þremur karlmönnum á þjóðhátíð: „Fannst þetta vera eitthvað sem ég hafði kallað yfir mig“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. ágúst 2015 12:00 Brynhildi Yrsu Guðmundsdóttur var nauðgað á útihátíð fyrir þó nokkrum árum af þremur karlmönnum. Hún segir að umræðan megi aldrei deyja um þessi mál en bendir þó á að mögulega viti ekki allir þeir sem nauðga að þeir séu að því. Þegar Brynhildur Yrsa var tvítug ákvað hún að skella sér á þjóðhátíð í Eyjum með vinum og vinkonum. „Ég var alveg geðveikt spennt þannig að ég kom alveg í rosalega góðum gír. Þetta átti bara að verða helgi aldarinnar,“ segir Brynhildur.Rankaði við sér þegar einhver var ofan á henni Eftirminnileg varð hún, ekki á góðan hátt eins og átti að vera, en Brynhildur var eins og fólk er þegar það er á leiðinni í Dalinn; í gírnum. „Ég hafði drukkið svolítið mikið og við náðum ekki einu sinni að tjalda. Eða ég er ekkert með í því. Það eru bara aðrir í því að tjalda því ég ligg þarna bara í einhverri brekku og svo bara drepst ég. Mér er dröslað inn í tjaldið þegar það er búið að koma því upp en á þessum tímapunkti náttúrulega ekki neitt. Ég er bara algjörlega „out.““ Hún segist svo hafa rankað við sér og þá er einhver ofan á henni. „Eins sorglega og það hljómar þá voru mín fyrstu viðbrögð: „Já, þetta er kærastinn minn,“ eins og það sé eitthvað eðlilegt að vakna með kærastann sinn ofan á sér en hann var ekkert með í þessari ferð.“Byrjaði strax að kenna sjálfri sér um Brynhildur fer þá að skoða hver viðkomandi er og er þá um vin hennar að ræða sem var á þessum tíma kærasti vinkonu hennar. Hún segist strax hafa byrjað að kenna sjálfri sér um, að hún hljóti að hafa boðið honum með sér inn í tjald og komið þessu af stað. „En svo þegar hann er búinn að ljúka sér af og næsti kemur og fer upp á mig, kærasti tvíburasystur minnar, þá átta ég á mig því að hér er eitthvað í gangi sem að ég er ekki að taka þátt í. Það er alveg nokkuð ljóst og mér leið alveg ofboðslega illa með báða þessa menn þarna.“ Þegar þeir voru svo báðir búnir segir Brynhildur að þriðji maðurinn hafi allt í einu verið inni í tjaldinu.„Mér leið bara eins og ég stæði þarna nakin, alblóðug með hárið í allar áttir“ „Hann kemur bara og tekur við og þá fara hinir. Ég er bara komin í eitthvað svona „lost“-ástand, alveg frosin og ég stend bara ein eftir. Ég var fullklædd en ég man alveg tilfinninguna. Mér leið bara eins og ég stæði þarna nakin, alblóðug með hárið í allar áttir. Mér fannst allir horfa á mig og vita hvað hafði verið í gangi en á sama tíma fannst mér þetta vera eitthvað sem ég hafði kallað yfir mig. Ég vissi að þetta væri nauðgun en ég áttaði mig ekki á hversu alvarlegur glæpur þetta væri.“ Skömmin var mikil og Brynhildur kærði ekki. Engin var hjálpin á staðnum og hún hugsaði bara að hún hefði verið alltof full og komið sér í þetta. „Svona gerist bara fyrir stúlkur sem drekka of mikið, þú verður bara að læra af þessari reynslu.“ Brynhildur var í miklu sjokki en hún segist bara hafa bitið á jaxlinn. Rætt var við Brynhildi í Íslandi í dag í gærkvöldi og má sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Hún ræðir þar meðal annars um bréf sem hún sendi gerendunum og viðbrögðin sem hún fékk frá þeim. Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
Brynhildi Yrsu Guðmundsdóttur var nauðgað á útihátíð fyrir þó nokkrum árum af þremur karlmönnum. Hún segir að umræðan megi aldrei deyja um þessi mál en bendir þó á að mögulega viti ekki allir þeir sem nauðga að þeir séu að því. Þegar Brynhildur Yrsa var tvítug ákvað hún að skella sér á þjóðhátíð í Eyjum með vinum og vinkonum. „Ég var alveg geðveikt spennt þannig að ég kom alveg í rosalega góðum gír. Þetta átti bara að verða helgi aldarinnar,“ segir Brynhildur.Rankaði við sér þegar einhver var ofan á henni Eftirminnileg varð hún, ekki á góðan hátt eins og átti að vera, en Brynhildur var eins og fólk er þegar það er á leiðinni í Dalinn; í gírnum. „Ég hafði drukkið svolítið mikið og við náðum ekki einu sinni að tjalda. Eða ég er ekkert með í því. Það eru bara aðrir í því að tjalda því ég ligg þarna bara í einhverri brekku og svo bara drepst ég. Mér er dröslað inn í tjaldið þegar það er búið að koma því upp en á þessum tímapunkti náttúrulega ekki neitt. Ég er bara algjörlega „out.““ Hún segist svo hafa rankað við sér og þá er einhver ofan á henni. „Eins sorglega og það hljómar þá voru mín fyrstu viðbrögð: „Já, þetta er kærastinn minn,“ eins og það sé eitthvað eðlilegt að vakna með kærastann sinn ofan á sér en hann var ekkert með í þessari ferð.“Byrjaði strax að kenna sjálfri sér um Brynhildur fer þá að skoða hver viðkomandi er og er þá um vin hennar að ræða sem var á þessum tíma kærasti vinkonu hennar. Hún segist strax hafa byrjað að kenna sjálfri sér um, að hún hljóti að hafa boðið honum með sér inn í tjald og komið þessu af stað. „En svo þegar hann er búinn að ljúka sér af og næsti kemur og fer upp á mig, kærasti tvíburasystur minnar, þá átta ég á mig því að hér er eitthvað í gangi sem að ég er ekki að taka þátt í. Það er alveg nokkuð ljóst og mér leið alveg ofboðslega illa með báða þessa menn þarna.“ Þegar þeir voru svo báðir búnir segir Brynhildur að þriðji maðurinn hafi allt í einu verið inni í tjaldinu.„Mér leið bara eins og ég stæði þarna nakin, alblóðug með hárið í allar áttir“ „Hann kemur bara og tekur við og þá fara hinir. Ég er bara komin í eitthvað svona „lost“-ástand, alveg frosin og ég stend bara ein eftir. Ég var fullklædd en ég man alveg tilfinninguna. Mér leið bara eins og ég stæði þarna nakin, alblóðug með hárið í allar áttir. Mér fannst allir horfa á mig og vita hvað hafði verið í gangi en á sama tíma fannst mér þetta vera eitthvað sem ég hafði kallað yfir mig. Ég vissi að þetta væri nauðgun en ég áttaði mig ekki á hversu alvarlegur glæpur þetta væri.“ Skömmin var mikil og Brynhildur kærði ekki. Engin var hjálpin á staðnum og hún hugsaði bara að hún hefði verið alltof full og komið sér í þetta. „Svona gerist bara fyrir stúlkur sem drekka of mikið, þú verður bara að læra af þessari reynslu.“ Brynhildur var í miklu sjokki en hún segist bara hafa bitið á jaxlinn. Rætt var við Brynhildi í Íslandi í dag í gærkvöldi og má sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Hún ræðir þar meðal annars um bréf sem hún sendi gerendunum og viðbrögðin sem hún fékk frá þeim.
Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent