LÖKE-málið: „Ein lög fyrir lögreglustjórann og ein lög fyrir lögreglumanninn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2015 14:53 Gunnar Scheving Thorsteinsson. Vísir/Valli Aðalmeðferð í LÖKE-málinu svokallaða er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur á morgun en ríkissaksóknari hefur nú ákveðið að falla frá fyrsta hluta ákærunnar í málinu. Í ákæruliðnum var lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson sakaður um að hafa flett upp nöfnum 41 konu í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE. Kjarninn greindi fyrst frá málinu en í samtali við Vísi staðfesti Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður Gunnars, að fallið hefði verið frá ákæruliðnum Seinni hluti ákærunnar stendur eftir en þar er Gunnari gefið að sök að hafa miðlað persónuupplýsingum til þriðja aðila sem áttu að fara leynt. Á hann að hafa sent tölvuskeyti á Facebook með upplýsingum sem leynt áttu að fara. Gunnar er sagður hafa sent nafn og lýsingu á þrettán ára dreng sem hann hafði afskipti af í starfi sínu sem lögreglumaður, auk upplýsinga um ástæðu afskiptanna.Ákæran byggð á röngum upplýsingum „Þetta eru mjög blendnar tilfinningar en það er auðvitað gott að fá viðurkennt það sem við höfum alltaf haldið fram. Það er þó voðalega sorglegt að það hafi tekið allan þennan tíma að afla þessara gagna og láta tæknimann athuga hvort að þessar ásakanir væru sannar áður en að mannorðið er eyðilagt,“ segir Garðar. Hann segir að ákæran hafi byggt á upplýsingum sem fengnar voru frá lögreglunni á Suðurnesjum en þær hafi ekki reynst réttar. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, þáverandi yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum og núverandi aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, stýrði rannsókn málsins, að sögn Garðars.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/StefánEngin rannsókn framkvæmd „Það voru engar sannanir, bara fullyrðingar. Því er hins vegar haldið fram í lögregluskýrslur að þær séu réttar. Saksóknari virðist því hafa tekið því svo að það hafi farið fram rannsókn í tölvukerfi til að staðfesta þetta. Ég talaði við mennina sem bera ábyrgð á tölvukerfi ríkislögreglustjóra og fékk þau svör að þeir hefðu verið beðnir um ákveðnar upplýsingar úr kerfinu en ekki að framkvæma rannsókn.“ Garðar segir að aldrei hafi fram nein rannsókn á því hvort að Gunnar hafi flett einstaklingum upp í LÖKE-kerfinu en eftir stendur seinni ákæruliðurinn um miðlun upplýsinga sem áttu að fara leynt. „Já, það er þessi meinti ákæruliður um það sem Sigríður Björk var sek um," segir Garðar og vísar þar til þess að Persónuvernd taldi Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra, hafa brotið lög þegar hún afhenti Gísla Frey Valdórssyni greinargerð um Tony Omos og fleiri aðila. „Það eru ein lög fyrir lögreglustjórann og ein lög fyrir lögreglumanninn. Skjólstæðingur minn var reyndar ekki að miðla upplýsingum til manns sem var að tala við fjölmiðla heldur til einkavinar síns um að hann hafði orðið fyrir árás.“ Í nóvember síðastliðnum var ákveðið að þinghald í málinu yrði lokað þar sem óhjákvæmilegt væri að nefna konurnar á nafn sem Gunnar átti að hafa flett upp. Þó að fallið hafi verið frá þeim ákærulið segist Garðar engu að síður hafa farið fram á að þinghald yrði áfram lokað vegna seinni ákæruliðsins þar sem ekki væri ástæða til að nafn drengsins yrði opinberað. Tengdar fréttir Ekki hvarflað að lögreglustjóranum að segja af sér Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, braut lög þegar hún afhenti Gísla Frey Valdórssyni greinargerð um Tony Omos og fleiri aðila. 5. mars 2015 09:38 Löke-málið: Konunum fækkaði um fjórar Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka sér allt að fjórar vikur til þess að taka afstöðu til frávísunarkröfu lögreglumannsins sem ákærðu er fyrir brot í opinberu starfi í Löke-málinu svokallaða. 28. ágúst 2014 10:17 Sigríður Björk braut lög þegar hún sendi Gísla Frey greinargerðina Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu. 27. febrúar 2015 16:13 LÖKE lokað Lögreglumanninum er gefið að sök að hafa flett upp persónulegum upplýsingum 41 konu. 21. nóvember 2014 10:28 Segir umfjöllun fjölmiðla byggja á ósannindum Ríkissaksóknari hefur birt lögreglumanninum í LÖKE-málinu svokallaða, Gunnari Scheving Thorsteinssyni, ákæru fyrir tvö meint brot í opinberu starfi. Hann er sakaður um að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögregunnar, ásamt því að hafa sent félaga sínum upplýsingar um þrettán ára gamlan dreng sem hann hafði afskipti af í starfi sínu sem lögreglumaður. 14. ágúst 2014 18:47 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Aðalmeðferð í LÖKE-málinu svokallaða er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur á morgun en ríkissaksóknari hefur nú ákveðið að falla frá fyrsta hluta ákærunnar í málinu. Í ákæruliðnum var lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson sakaður um að hafa flett upp nöfnum 41 konu í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE. Kjarninn greindi fyrst frá málinu en í samtali við Vísi staðfesti Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður Gunnars, að fallið hefði verið frá ákæruliðnum Seinni hluti ákærunnar stendur eftir en þar er Gunnari gefið að sök að hafa miðlað persónuupplýsingum til þriðja aðila sem áttu að fara leynt. Á hann að hafa sent tölvuskeyti á Facebook með upplýsingum sem leynt áttu að fara. Gunnar er sagður hafa sent nafn og lýsingu á þrettán ára dreng sem hann hafði afskipti af í starfi sínu sem lögreglumaður, auk upplýsinga um ástæðu afskiptanna.Ákæran byggð á röngum upplýsingum „Þetta eru mjög blendnar tilfinningar en það er auðvitað gott að fá viðurkennt það sem við höfum alltaf haldið fram. Það er þó voðalega sorglegt að það hafi tekið allan þennan tíma að afla þessara gagna og láta tæknimann athuga hvort að þessar ásakanir væru sannar áður en að mannorðið er eyðilagt,“ segir Garðar. Hann segir að ákæran hafi byggt á upplýsingum sem fengnar voru frá lögreglunni á Suðurnesjum en þær hafi ekki reynst réttar. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, þáverandi yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum og núverandi aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, stýrði rannsókn málsins, að sögn Garðars.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/StefánEngin rannsókn framkvæmd „Það voru engar sannanir, bara fullyrðingar. Því er hins vegar haldið fram í lögregluskýrslur að þær séu réttar. Saksóknari virðist því hafa tekið því svo að það hafi farið fram rannsókn í tölvukerfi til að staðfesta þetta. Ég talaði við mennina sem bera ábyrgð á tölvukerfi ríkislögreglustjóra og fékk þau svör að þeir hefðu verið beðnir um ákveðnar upplýsingar úr kerfinu en ekki að framkvæma rannsókn.“ Garðar segir að aldrei hafi fram nein rannsókn á því hvort að Gunnar hafi flett einstaklingum upp í LÖKE-kerfinu en eftir stendur seinni ákæruliðurinn um miðlun upplýsinga sem áttu að fara leynt. „Já, það er þessi meinti ákæruliður um það sem Sigríður Björk var sek um," segir Garðar og vísar þar til þess að Persónuvernd taldi Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra, hafa brotið lög þegar hún afhenti Gísla Frey Valdórssyni greinargerð um Tony Omos og fleiri aðila. „Það eru ein lög fyrir lögreglustjórann og ein lög fyrir lögreglumanninn. Skjólstæðingur minn var reyndar ekki að miðla upplýsingum til manns sem var að tala við fjölmiðla heldur til einkavinar síns um að hann hafði orðið fyrir árás.“ Í nóvember síðastliðnum var ákveðið að þinghald í málinu yrði lokað þar sem óhjákvæmilegt væri að nefna konurnar á nafn sem Gunnar átti að hafa flett upp. Þó að fallið hafi verið frá þeim ákærulið segist Garðar engu að síður hafa farið fram á að þinghald yrði áfram lokað vegna seinni ákæruliðsins þar sem ekki væri ástæða til að nafn drengsins yrði opinberað.
Tengdar fréttir Ekki hvarflað að lögreglustjóranum að segja af sér Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, braut lög þegar hún afhenti Gísla Frey Valdórssyni greinargerð um Tony Omos og fleiri aðila. 5. mars 2015 09:38 Löke-málið: Konunum fækkaði um fjórar Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka sér allt að fjórar vikur til þess að taka afstöðu til frávísunarkröfu lögreglumannsins sem ákærðu er fyrir brot í opinberu starfi í Löke-málinu svokallaða. 28. ágúst 2014 10:17 Sigríður Björk braut lög þegar hún sendi Gísla Frey greinargerðina Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu. 27. febrúar 2015 16:13 LÖKE lokað Lögreglumanninum er gefið að sök að hafa flett upp persónulegum upplýsingum 41 konu. 21. nóvember 2014 10:28 Segir umfjöllun fjölmiðla byggja á ósannindum Ríkissaksóknari hefur birt lögreglumanninum í LÖKE-málinu svokallaða, Gunnari Scheving Thorsteinssyni, ákæru fyrir tvö meint brot í opinberu starfi. Hann er sakaður um að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögregunnar, ásamt því að hafa sent félaga sínum upplýsingar um þrettán ára gamlan dreng sem hann hafði afskipti af í starfi sínu sem lögreglumaður. 14. ágúst 2014 18:47 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Ekki hvarflað að lögreglustjóranum að segja af sér Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, braut lög þegar hún afhenti Gísla Frey Valdórssyni greinargerð um Tony Omos og fleiri aðila. 5. mars 2015 09:38
Löke-málið: Konunum fækkaði um fjórar Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka sér allt að fjórar vikur til þess að taka afstöðu til frávísunarkröfu lögreglumannsins sem ákærðu er fyrir brot í opinberu starfi í Löke-málinu svokallaða. 28. ágúst 2014 10:17
Sigríður Björk braut lög þegar hún sendi Gísla Frey greinargerðina Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu. 27. febrúar 2015 16:13
LÖKE lokað Lögreglumanninum er gefið að sök að hafa flett upp persónulegum upplýsingum 41 konu. 21. nóvember 2014 10:28
Segir umfjöllun fjölmiðla byggja á ósannindum Ríkissaksóknari hefur birt lögreglumanninum í LÖKE-málinu svokallaða, Gunnari Scheving Thorsteinssyni, ákæru fyrir tvö meint brot í opinberu starfi. Hann er sakaður um að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögregunnar, ásamt því að hafa sent félaga sínum upplýsingar um þrettán ára gamlan dreng sem hann hafði afskipti af í starfi sínu sem lögreglumaður. 14. ágúst 2014 18:47