Segir umfjöllun fjölmiðla byggja á ósannindum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 14. ágúst 2014 18:47 Ríkissaksóknari hefur birt lögreglumanninum í LÖKE-málinu svokallaða, Gunnari Scheving Thorsteinssyni, ákæru fyrir tvö meint brot í opinberu starfi. Hann er sakaður um að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögregunnar, ásamt því að hafa sent félaga sínum upplýsingar um þrettán ára gamlan dreng sem hann hafði afskipti af í starfi sínu sem lögreglumaður. Í ákærunni kemur fram að Gunnar sé sakaður um að hafa á árunum 2007 til 2013 flett upp nöfnum 45 kvenna í málaskrárkerfi lögreglu, sem kallast LÖKE, og skoðað þar upplýsingar um konurnar án þess að uppflettingarnar tengist starfi hans sem lögreglumanns, og þannig misnotað stöðu sína í því skyni að afla sér upplýsinga um konurnar. Hins vegar er hann sakaður um að hafa í ágúst 2012 sent tölvuskeyti á Facebook með upplýsingum sem leynt áttu að fara, nafn og lýsingu á þrettán ára gömul dreng, auk upplýsinga um ástæðu afskiptanna. Lögmaður Gunnars, Garðar Steinn Ólafsson, segir að umfjöllun fjölmiðla um málið hafi hingað til verið byggð á ósannindum. Hann telur ljóst af ákæruliðunum að dæma að málið fjalli um samræður á milli vina þar sem ekkert sé að finna um deilingu upplýsinga um þolendur kynferðisafbrota, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Hann segir að þó að mennirnir hafi verið handteknir vegna umræðuhóps á Facebook hafi ekki fundist þar neinar upplýsingar um konurnar sem hægt sé að rekja til upplýsingakerfis lögreglunnar. Garðar Steinn segir að þrettán ára gamli drengurinn, sem um ræðir í seinni ákæruliðnum, hafi skallað lögreglumanninn þegar hann hafði afskipti af honum í starfi sínu, og að hann hafi rætt það við félaga sinn á Facebook. „Viðkomandi er nafgreindur í þessum samræðum og þá má vissulega deila um hvort það eigi við eða ekki. Umbjóðandi minn lætur þó ekki í ljós neinar upplýsingar úr LÖKE, það kemur ekki fram hvort viðkomandi hafi haft réttarstöðu grunaðs manns, vitnis eða annars í lögreglumáli og það er ekkert lögreglumál nefnt í þessu samhengi,“ segir hann. Upphaflega voru þrír menn með réttarstöðu sakbornings í málinu, lögreglumaðurinn, starfsmaður símfyrirtækisins NOVA og lögmaður. Mál á hinna síðarnefndu voru felld niður og hyggjast þeir leita réttar síns. Mál lögreglumannsins verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 19. ágúst næstkomandi, en farið hefur verið fram á að þinghald verði lokað. Tengdar fréttir Sakaður um að hafa flett upp upplýsingum um 45 konur Ríkissaksóknari hefur birt lögreglumanninum í LÖKE-málinu ákæru fyrir tvö meint brot í opinberu starfi. 14. ágúst 2014 11:44 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur birt lögreglumanninum í LÖKE-málinu svokallaða, Gunnari Scheving Thorsteinssyni, ákæru fyrir tvö meint brot í opinberu starfi. Hann er sakaður um að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögregunnar, ásamt því að hafa sent félaga sínum upplýsingar um þrettán ára gamlan dreng sem hann hafði afskipti af í starfi sínu sem lögreglumaður. Í ákærunni kemur fram að Gunnar sé sakaður um að hafa á árunum 2007 til 2013 flett upp nöfnum 45 kvenna í málaskrárkerfi lögreglu, sem kallast LÖKE, og skoðað þar upplýsingar um konurnar án þess að uppflettingarnar tengist starfi hans sem lögreglumanns, og þannig misnotað stöðu sína í því skyni að afla sér upplýsinga um konurnar. Hins vegar er hann sakaður um að hafa í ágúst 2012 sent tölvuskeyti á Facebook með upplýsingum sem leynt áttu að fara, nafn og lýsingu á þrettán ára gömul dreng, auk upplýsinga um ástæðu afskiptanna. Lögmaður Gunnars, Garðar Steinn Ólafsson, segir að umfjöllun fjölmiðla um málið hafi hingað til verið byggð á ósannindum. Hann telur ljóst af ákæruliðunum að dæma að málið fjalli um samræður á milli vina þar sem ekkert sé að finna um deilingu upplýsinga um þolendur kynferðisafbrota, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Hann segir að þó að mennirnir hafi verið handteknir vegna umræðuhóps á Facebook hafi ekki fundist þar neinar upplýsingar um konurnar sem hægt sé að rekja til upplýsingakerfis lögreglunnar. Garðar Steinn segir að þrettán ára gamli drengurinn, sem um ræðir í seinni ákæruliðnum, hafi skallað lögreglumanninn þegar hann hafði afskipti af honum í starfi sínu, og að hann hafi rætt það við félaga sinn á Facebook. „Viðkomandi er nafgreindur í þessum samræðum og þá má vissulega deila um hvort það eigi við eða ekki. Umbjóðandi minn lætur þó ekki í ljós neinar upplýsingar úr LÖKE, það kemur ekki fram hvort viðkomandi hafi haft réttarstöðu grunaðs manns, vitnis eða annars í lögreglumáli og það er ekkert lögreglumál nefnt í þessu samhengi,“ segir hann. Upphaflega voru þrír menn með réttarstöðu sakbornings í málinu, lögreglumaðurinn, starfsmaður símfyrirtækisins NOVA og lögmaður. Mál á hinna síðarnefndu voru felld niður og hyggjast þeir leita réttar síns. Mál lögreglumannsins verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 19. ágúst næstkomandi, en farið hefur verið fram á að þinghald verði lokað.
Tengdar fréttir Sakaður um að hafa flett upp upplýsingum um 45 konur Ríkissaksóknari hefur birt lögreglumanninum í LÖKE-málinu ákæru fyrir tvö meint brot í opinberu starfi. 14. ágúst 2014 11:44 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Sakaður um að hafa flett upp upplýsingum um 45 konur Ríkissaksóknari hefur birt lögreglumanninum í LÖKE-málinu ákæru fyrir tvö meint brot í opinberu starfi. 14. ágúst 2014 11:44