Segir umfjöllun fjölmiðla byggja á ósannindum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 14. ágúst 2014 18:47 Ríkissaksóknari hefur birt lögreglumanninum í LÖKE-málinu svokallaða, Gunnari Scheving Thorsteinssyni, ákæru fyrir tvö meint brot í opinberu starfi. Hann er sakaður um að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögregunnar, ásamt því að hafa sent félaga sínum upplýsingar um þrettán ára gamlan dreng sem hann hafði afskipti af í starfi sínu sem lögreglumaður. Í ákærunni kemur fram að Gunnar sé sakaður um að hafa á árunum 2007 til 2013 flett upp nöfnum 45 kvenna í málaskrárkerfi lögreglu, sem kallast LÖKE, og skoðað þar upplýsingar um konurnar án þess að uppflettingarnar tengist starfi hans sem lögreglumanns, og þannig misnotað stöðu sína í því skyni að afla sér upplýsinga um konurnar. Hins vegar er hann sakaður um að hafa í ágúst 2012 sent tölvuskeyti á Facebook með upplýsingum sem leynt áttu að fara, nafn og lýsingu á þrettán ára gömul dreng, auk upplýsinga um ástæðu afskiptanna. Lögmaður Gunnars, Garðar Steinn Ólafsson, segir að umfjöllun fjölmiðla um málið hafi hingað til verið byggð á ósannindum. Hann telur ljóst af ákæruliðunum að dæma að málið fjalli um samræður á milli vina þar sem ekkert sé að finna um deilingu upplýsinga um þolendur kynferðisafbrota, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Hann segir að þó að mennirnir hafi verið handteknir vegna umræðuhóps á Facebook hafi ekki fundist þar neinar upplýsingar um konurnar sem hægt sé að rekja til upplýsingakerfis lögreglunnar. Garðar Steinn segir að þrettán ára gamli drengurinn, sem um ræðir í seinni ákæruliðnum, hafi skallað lögreglumanninn þegar hann hafði afskipti af honum í starfi sínu, og að hann hafi rætt það við félaga sinn á Facebook. „Viðkomandi er nafgreindur í þessum samræðum og þá má vissulega deila um hvort það eigi við eða ekki. Umbjóðandi minn lætur þó ekki í ljós neinar upplýsingar úr LÖKE, það kemur ekki fram hvort viðkomandi hafi haft réttarstöðu grunaðs manns, vitnis eða annars í lögreglumáli og það er ekkert lögreglumál nefnt í þessu samhengi,“ segir hann. Upphaflega voru þrír menn með réttarstöðu sakbornings í málinu, lögreglumaðurinn, starfsmaður símfyrirtækisins NOVA og lögmaður. Mál á hinna síðarnefndu voru felld niður og hyggjast þeir leita réttar síns. Mál lögreglumannsins verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 19. ágúst næstkomandi, en farið hefur verið fram á að þinghald verði lokað. Tengdar fréttir Sakaður um að hafa flett upp upplýsingum um 45 konur Ríkissaksóknari hefur birt lögreglumanninum í LÖKE-málinu ákæru fyrir tvö meint brot í opinberu starfi. 14. ágúst 2014 11:44 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur birt lögreglumanninum í LÖKE-málinu svokallaða, Gunnari Scheving Thorsteinssyni, ákæru fyrir tvö meint brot í opinberu starfi. Hann er sakaður um að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögregunnar, ásamt því að hafa sent félaga sínum upplýsingar um þrettán ára gamlan dreng sem hann hafði afskipti af í starfi sínu sem lögreglumaður. Í ákærunni kemur fram að Gunnar sé sakaður um að hafa á árunum 2007 til 2013 flett upp nöfnum 45 kvenna í málaskrárkerfi lögreglu, sem kallast LÖKE, og skoðað þar upplýsingar um konurnar án þess að uppflettingarnar tengist starfi hans sem lögreglumanns, og þannig misnotað stöðu sína í því skyni að afla sér upplýsinga um konurnar. Hins vegar er hann sakaður um að hafa í ágúst 2012 sent tölvuskeyti á Facebook með upplýsingum sem leynt áttu að fara, nafn og lýsingu á þrettán ára gömul dreng, auk upplýsinga um ástæðu afskiptanna. Lögmaður Gunnars, Garðar Steinn Ólafsson, segir að umfjöllun fjölmiðla um málið hafi hingað til verið byggð á ósannindum. Hann telur ljóst af ákæruliðunum að dæma að málið fjalli um samræður á milli vina þar sem ekkert sé að finna um deilingu upplýsinga um þolendur kynferðisafbrota, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Hann segir að þó að mennirnir hafi verið handteknir vegna umræðuhóps á Facebook hafi ekki fundist þar neinar upplýsingar um konurnar sem hægt sé að rekja til upplýsingakerfis lögreglunnar. Garðar Steinn segir að þrettán ára gamli drengurinn, sem um ræðir í seinni ákæruliðnum, hafi skallað lögreglumanninn þegar hann hafði afskipti af honum í starfi sínu, og að hann hafi rætt það við félaga sinn á Facebook. „Viðkomandi er nafgreindur í þessum samræðum og þá má vissulega deila um hvort það eigi við eða ekki. Umbjóðandi minn lætur þó ekki í ljós neinar upplýsingar úr LÖKE, það kemur ekki fram hvort viðkomandi hafi haft réttarstöðu grunaðs manns, vitnis eða annars í lögreglumáli og það er ekkert lögreglumál nefnt í þessu samhengi,“ segir hann. Upphaflega voru þrír menn með réttarstöðu sakbornings í málinu, lögreglumaðurinn, starfsmaður símfyrirtækisins NOVA og lögmaður. Mál á hinna síðarnefndu voru felld niður og hyggjast þeir leita réttar síns. Mál lögreglumannsins verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 19. ágúst næstkomandi, en farið hefur verið fram á að þinghald verði lokað.
Tengdar fréttir Sakaður um að hafa flett upp upplýsingum um 45 konur Ríkissaksóknari hefur birt lögreglumanninum í LÖKE-málinu ákæru fyrir tvö meint brot í opinberu starfi. 14. ágúst 2014 11:44 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Sjá meira
Sakaður um að hafa flett upp upplýsingum um 45 konur Ríkissaksóknari hefur birt lögreglumanninum í LÖKE-málinu ákæru fyrir tvö meint brot í opinberu starfi. 14. ágúst 2014 11:44