Binda vonir við nýja aðferð við dælingu í Landeyjahöfn ingvar haraldsson skrifar 23. janúar 2015 07:00 Ekki hefur verið hægt að nota höfnina jafn mikið og vonir stóðu til þegar hún var opnuð árið 2010. vísir/pjetur Vegagerðin hyggst gera tilraunir með sanddælingu frá landi í Landeyjahöfn í mars. Búið er að leigja dælu til verksins. Hingað til hefur dælingin verið gerð á skipum. „Vonir standa til að með dælu frá landi verði hægt að dýpka við mun hærri öldu en nú er gert,“ segir Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar. Gangi tilraunirnar að óskum hyggst Vegagerðin bjóða út dælu sem yrði á landi. Það verður þó ekki gert fyrr en ákvörðun hefur verið tekin um smíði nýs Herjólfs að sögn Sigurðar. Sú ákvörðun hefur ekki enn verið tekin þótt stefnt sé að því að smíði skipsins verði boðin út í vor samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni sem send var út í gær.Telur nýja dæla ekki svara kostnaði með núverandi Herjólf Með nýrri dælu og nýjum Herjólfi telur Sigurður að hægt verði að nota Landeyjahöfn 90 prósent af árinu. Höfnin muni helst lokast yfir háveturinn. Sigurður telur það ekki svara kostnaði að fara út í nýjar dýpkunaraðferðir fyrr en ákvörðun hefur verið tekin um ferjukaupin. „Það er lítið gagn í því að hafa nægt dýpi í höfninni fyrir Herjólf yfir háveturinn. Dæla þarf upp margfalt meiri sandi fyrir Herjólf miðað við nýju ferjuna og svo getur Herjólfur lítið siglt til Landeyjahafnar vegna ölduhæðar á þessum árstíma,“ segir Sigurður.Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmanneyja, er ósáttur við seinagang ráðamanna varðandi Herjólf og Landeyjahöfn.Ekkert verið gert síðan höfnin opnaði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, er ósáttur við hve lítið hefur verið gert til að bæta samgöngur til og frá Vestmannaeyjum. „Staðan núna er sú hin sama og þegar Landeyjahöfn var opnuð. Það hafa nákvæmlega engar úrbætur verið gerðar, hvorki hvað varðar mannvirkið sjálft eða dýpkunaraðferðir,“ segir Elliði og kallar eftir því að stjórnvöld taki endanlega ákvörðun um hvernig leysa eigi vandann. Frá því að Landeyjahöfn var opnuð í júlí árið 2010 hefur þurft að beina 1.142 ferðum Herjólfs til Þorlákshafnar því Landeyjahöfn hefur verið ónothæf. Þá hafa 220 ferðir til Landeyjahafnar fallið niður. Flestar hafa þær verið frá því undir lok nóvember og fram á vor en þá hefur Landeyjahöfn ekkert verið notuð. Nú er dýpið í mynni Landeyjahafnar 2,6 metrar og myndi því ekki duga nýjum Herjólfi sem stefnt er á að muni rista 2,8 metra. Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Vegagerðin hyggst gera tilraunir með sanddælingu frá landi í Landeyjahöfn í mars. Búið er að leigja dælu til verksins. Hingað til hefur dælingin verið gerð á skipum. „Vonir standa til að með dælu frá landi verði hægt að dýpka við mun hærri öldu en nú er gert,“ segir Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar. Gangi tilraunirnar að óskum hyggst Vegagerðin bjóða út dælu sem yrði á landi. Það verður þó ekki gert fyrr en ákvörðun hefur verið tekin um smíði nýs Herjólfs að sögn Sigurðar. Sú ákvörðun hefur ekki enn verið tekin þótt stefnt sé að því að smíði skipsins verði boðin út í vor samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni sem send var út í gær.Telur nýja dæla ekki svara kostnaði með núverandi Herjólf Með nýrri dælu og nýjum Herjólfi telur Sigurður að hægt verði að nota Landeyjahöfn 90 prósent af árinu. Höfnin muni helst lokast yfir háveturinn. Sigurður telur það ekki svara kostnaði að fara út í nýjar dýpkunaraðferðir fyrr en ákvörðun hefur verið tekin um ferjukaupin. „Það er lítið gagn í því að hafa nægt dýpi í höfninni fyrir Herjólf yfir háveturinn. Dæla þarf upp margfalt meiri sandi fyrir Herjólf miðað við nýju ferjuna og svo getur Herjólfur lítið siglt til Landeyjahafnar vegna ölduhæðar á þessum árstíma,“ segir Sigurður.Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmanneyja, er ósáttur við seinagang ráðamanna varðandi Herjólf og Landeyjahöfn.Ekkert verið gert síðan höfnin opnaði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, er ósáttur við hve lítið hefur verið gert til að bæta samgöngur til og frá Vestmannaeyjum. „Staðan núna er sú hin sama og þegar Landeyjahöfn var opnuð. Það hafa nákvæmlega engar úrbætur verið gerðar, hvorki hvað varðar mannvirkið sjálft eða dýpkunaraðferðir,“ segir Elliði og kallar eftir því að stjórnvöld taki endanlega ákvörðun um hvernig leysa eigi vandann. Frá því að Landeyjahöfn var opnuð í júlí árið 2010 hefur þurft að beina 1.142 ferðum Herjólfs til Þorlákshafnar því Landeyjahöfn hefur verið ónothæf. Þá hafa 220 ferðir til Landeyjahafnar fallið niður. Flestar hafa þær verið frá því undir lok nóvember og fram á vor en þá hefur Landeyjahöfn ekkert verið notuð. Nú er dýpið í mynni Landeyjahafnar 2,6 metrar og myndi því ekki duga nýjum Herjólfi sem stefnt er á að muni rista 2,8 metra.
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira