Píratar vilja rannsaka „ósannsögli“ ráðherrans og „tilraun til hvítþvottar“ Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2015 12:39 Píratar segja þingið og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að leggjast yfir skýrslu umboðsmanns. Vísir/Stefán/Vilhelm Þingflokkur Pírata vilja að Alþingi rannsaki frekar framgöngu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, gagnvart einstaka þingmönnum, „ósannsögli“ ráðherrans á Alþingi og tilraun hans til hvítþvottar með svokallaðari „innri athugun” ráðuneytisins. Í tilkynningu frá þingflokknum segir að álit umboðsmanns alþingis um samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu staðfesti fyrirliggjandi skilning þingmanna Pírata á þeim málsatvikum sem varða samskipti ráðherra við lögreglustjóra, „það er að samskiptin hafi verið óeðlileg, andstæð reglum sem ráðherra bar að virða um sjálfstæði og hlutlægni lögreglunnar og brotið í bága við óskráða reglu stjórnsýsluréttar um sérstakt hæfi í stjórnsýslunni.“ Þingflokkurinn segir að Alþingi þurfi að taka álit umboðsmanns til vandlegrar skoðunar og meta í framhaldinu til hvaða ráðstafana þurfi að grípa. „Umboðsmaður víkur til að mynda að ýmsum úrbótum sem hann telur að gera þurfi. Yfir þetta þurfa þingið og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að leggjast. Álit Umboðsmanns lýtur einungis að afmörkuðum þætti lekamálsins, þ.e. samskiptum ráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu meðan á lögreglurannsókn um lekann stóð. Í krafti eftirlitshlutverks síns framkvæmdarvaldinu á Alþingi enn eftir að taka þá þætti til skoðunar sem legið hafa á ís frá því að Umboðsmaður tók að kanna samskipti ráðherra við lögreglustjórann. Má hér nefna t.d. framgöngu ráðherrans gagnvart einstaka þingmönnum, ósannsögli ráðherrans á Alþingi og tilraun hans til hvítþvottar með svokallaðari „innri athugun” ráðuneytisins. Þingmenn Pírata leggja á það ríka áherslu að það starf sem fyrir höndum er á vettvangi Alþingis vegna þessa máls í heild verði vandað, ítarlegt og málefnalegt.“ Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Þingflokkur Pírata vilja að Alþingi rannsaki frekar framgöngu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, gagnvart einstaka þingmönnum, „ósannsögli“ ráðherrans á Alþingi og tilraun hans til hvítþvottar með svokallaðari „innri athugun” ráðuneytisins. Í tilkynningu frá þingflokknum segir að álit umboðsmanns alþingis um samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu staðfesti fyrirliggjandi skilning þingmanna Pírata á þeim málsatvikum sem varða samskipti ráðherra við lögreglustjóra, „það er að samskiptin hafi verið óeðlileg, andstæð reglum sem ráðherra bar að virða um sjálfstæði og hlutlægni lögreglunnar og brotið í bága við óskráða reglu stjórnsýsluréttar um sérstakt hæfi í stjórnsýslunni.“ Þingflokkurinn segir að Alþingi þurfi að taka álit umboðsmanns til vandlegrar skoðunar og meta í framhaldinu til hvaða ráðstafana þurfi að grípa. „Umboðsmaður víkur til að mynda að ýmsum úrbótum sem hann telur að gera þurfi. Yfir þetta þurfa þingið og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að leggjast. Álit Umboðsmanns lýtur einungis að afmörkuðum þætti lekamálsins, þ.e. samskiptum ráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu meðan á lögreglurannsókn um lekann stóð. Í krafti eftirlitshlutverks síns framkvæmdarvaldinu á Alþingi enn eftir að taka þá þætti til skoðunar sem legið hafa á ís frá því að Umboðsmaður tók að kanna samskipti ráðherra við lögreglustjórann. Má hér nefna t.d. framgöngu ráðherrans gagnvart einstaka þingmönnum, ósannsögli ráðherrans á Alþingi og tilraun hans til hvítþvottar með svokallaðari „innri athugun” ráðuneytisins. Þingmenn Pírata leggja á það ríka áherslu að það starf sem fyrir höndum er á vettvangi Alþingis vegna þessa máls í heild verði vandað, ítarlegt og málefnalegt.“
Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44
Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08
Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26
Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30