Draumaferð Illuga þar sem hann fylgdi eftir íslensku afreksfólki Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2015 09:00 Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarráðherra, í Berlín ásamt Dorrit Moussaieff forsetafrú og Hannesi Jónssyni formanni Körfuknattleikssambands Íslands. Vísir/Valli Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmála, hefur haft í nógu að snúast undanfarna daga við að fylgja eftir íslensku afreksfólki. Fyrirhuguð var ferð Illuga til Berlínar í Þýskalandi þar sem hann ætlaði að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu leika sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í körfubolta síðastliðinn laugardag. Illugi náði hins vegar að nýta ferðina til að fara víðar um Evrópu og var til að mynda viðstaddur frumsýningu kvikmyndar Baltasars Kormáks, Everest, sem var opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum á Ítalíu. Þaðan lá leiðin til Amsterdam í Hollandi þar sem hann fylgdist með karlalandsliði Íslands í knattspyrnu leggja Hollendinga að velli í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu á fimmtudag. Á laugardag var hann síðan mættur til Berlínar og flaug síðan heim til Íslands á sunnudag þar sem hann sá íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggja sér farseðilinn á Evrópumótið í knattspyrnu sem fer fram í Frakklandi á næsta ári.Hluti af störfum ráðherra Það er því ljóst að þetta var sannkölluð draumaferð sem margir hefðu viljað fara og tekur Illugi undir það en segir þetta tilheyra hans ráðuneyti, menningin annars vegar og íþróttirnar hins vegar. „Þegar það eru íþróttaviðburðir, sem segja má að séu sögulegir fyrir þjóðina eins og þessi leikur var í Hollandi og á sunnudag þá er mjög eðlilegt að ráðherra sé viðstaddur þá og óeðlilegt ef svo væri ekki. Eins opnunarleikur íslenska körfuboltalandsliðsins í Berlín. Það sem gerir það að verkum að þetta er hægt er að þetta var allt í sömu ferðinni,“ segir Illugi í samtali við Vísi um málið.Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur í Feneyjum.Vísir/AFPVelgengni Balta hefur jákvæð áhrif á íslenska kvikmyndagerð Hann segir dvölina í Feneyjum hafa verið merkilega en stutta. Hann var mættur á hátíðina 20 mínútum áður en sýning myndarinnar hófst. „Það var mjög eftirminnilegt og það var alveg glæsilegt að sjá þá stöðu sem Baltasar Kormákur er búinn að vinna sér inn á þessum alþjóðlega vettvangi, það er alveg ótrúlegt. Við Íslendingar njótum góðs af því. Þegar það gerist þá hjálpar það kvikmyndageiranum hér heima um leið, vekur athygli á Íslandi og íslenskri kvikmyndagerð,“ segir Illugi sem segir myndin mjög góða. „Viðtökurnar í salnum voru í takt við það og við sjáum það á gagnrýninni sem hún hefur fengið að hún er mjög góð.“Strákarnir ganga hér frá varamannabekknum eftir leikhlé.Vísir/valliHollenska knattspyrnuforystan kurteis Í Amsterdam-Arena sat hann í stúku með mörgum af forystumönnum Hollendinga í knattspyrnunni og átti hann samtöl við þá í hálfleik og eftir leik. Hann segir þá hafa tekið úrslitunum vel, þó að þau hafi verið þeim óhagstæð. „Og óskuðu okkur til hamingju með árangur liðsins. Þeir voru mjög kurteisir og velviljaðir gagnvart okkur.“Íslenska körfuboltalandsliðið ekki bara þátttakenndur Hann segir fyrsta leikinn sem íslenska karlalandsliðið lék á Evrópumótinu í körfubolta á laugardag hafa verið einstakan viðburð í íþróttasögu Íslendinga. „Menn hafa séð það í fjölmiðlum núna að stuðningsmennirnir hafa vakið athygli í Berlín fyrir sína framgöngu og stemningin í kringum liðið er mjög jákvæð og mikil. Það er líka ljóst eftir fyrstu leikina að strákarnir hafa sýnt að þeir eru ekki mættir á þetta mót sem áhorfendur, þeir voru vel inni í báðum þessum leikjum og áttu möguleika á að vinna þá. Það er líka gaman að sjá allan þann undirbúning sem forysta körfuknattleikssambandsins hefur lagt í. Það eru gríðarlega mörg handtök sem þarf að vinna til að þetta gangi allt vel fyrir sig.“ Tengdar fréttir „Ég held að mörgum myndi finnast það erfitt að kyngja ef Íslendingar yrðu að spila heimaleiki erlendis“ Illugi Gunnarsson, ráðherra íþróttamála, segir breytingar á mótafyrirkomulagi knattspyrnulandsliðanna kalla á breytingar þegar kemur að þjóðarleikvangi Íslendinga. 7. september 2015 20:09 Dorrit stal senunni í stuðningsmannapartýinu í gær | Myndir Dorrit Moussaieff, eiginkona forseta Íslands, Herra Ólafs Ragnars Grímssonar, var hrókur alls fagnaðar í Berlín í gær þegar íslenska stuðningsfólkið hittist á Urban Spree fyrir leikinn. 6. september 2015 11:52 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmála, hefur haft í nógu að snúast undanfarna daga við að fylgja eftir íslensku afreksfólki. Fyrirhuguð var ferð Illuga til Berlínar í Þýskalandi þar sem hann ætlaði að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu leika sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í körfubolta síðastliðinn laugardag. Illugi náði hins vegar að nýta ferðina til að fara víðar um Evrópu og var til að mynda viðstaddur frumsýningu kvikmyndar Baltasars Kormáks, Everest, sem var opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum á Ítalíu. Þaðan lá leiðin til Amsterdam í Hollandi þar sem hann fylgdist með karlalandsliði Íslands í knattspyrnu leggja Hollendinga að velli í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu á fimmtudag. Á laugardag var hann síðan mættur til Berlínar og flaug síðan heim til Íslands á sunnudag þar sem hann sá íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggja sér farseðilinn á Evrópumótið í knattspyrnu sem fer fram í Frakklandi á næsta ári.Hluti af störfum ráðherra Það er því ljóst að þetta var sannkölluð draumaferð sem margir hefðu viljað fara og tekur Illugi undir það en segir þetta tilheyra hans ráðuneyti, menningin annars vegar og íþróttirnar hins vegar. „Þegar það eru íþróttaviðburðir, sem segja má að séu sögulegir fyrir þjóðina eins og þessi leikur var í Hollandi og á sunnudag þá er mjög eðlilegt að ráðherra sé viðstaddur þá og óeðlilegt ef svo væri ekki. Eins opnunarleikur íslenska körfuboltalandsliðsins í Berlín. Það sem gerir það að verkum að þetta er hægt er að þetta var allt í sömu ferðinni,“ segir Illugi í samtali við Vísi um málið.Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur í Feneyjum.Vísir/AFPVelgengni Balta hefur jákvæð áhrif á íslenska kvikmyndagerð Hann segir dvölina í Feneyjum hafa verið merkilega en stutta. Hann var mættur á hátíðina 20 mínútum áður en sýning myndarinnar hófst. „Það var mjög eftirminnilegt og það var alveg glæsilegt að sjá þá stöðu sem Baltasar Kormákur er búinn að vinna sér inn á þessum alþjóðlega vettvangi, það er alveg ótrúlegt. Við Íslendingar njótum góðs af því. Þegar það gerist þá hjálpar það kvikmyndageiranum hér heima um leið, vekur athygli á Íslandi og íslenskri kvikmyndagerð,“ segir Illugi sem segir myndin mjög góða. „Viðtökurnar í salnum voru í takt við það og við sjáum það á gagnrýninni sem hún hefur fengið að hún er mjög góð.“Strákarnir ganga hér frá varamannabekknum eftir leikhlé.Vísir/valliHollenska knattspyrnuforystan kurteis Í Amsterdam-Arena sat hann í stúku með mörgum af forystumönnum Hollendinga í knattspyrnunni og átti hann samtöl við þá í hálfleik og eftir leik. Hann segir þá hafa tekið úrslitunum vel, þó að þau hafi verið þeim óhagstæð. „Og óskuðu okkur til hamingju með árangur liðsins. Þeir voru mjög kurteisir og velviljaðir gagnvart okkur.“Íslenska körfuboltalandsliðið ekki bara þátttakenndur Hann segir fyrsta leikinn sem íslenska karlalandsliðið lék á Evrópumótinu í körfubolta á laugardag hafa verið einstakan viðburð í íþróttasögu Íslendinga. „Menn hafa séð það í fjölmiðlum núna að stuðningsmennirnir hafa vakið athygli í Berlín fyrir sína framgöngu og stemningin í kringum liðið er mjög jákvæð og mikil. Það er líka ljóst eftir fyrstu leikina að strákarnir hafa sýnt að þeir eru ekki mættir á þetta mót sem áhorfendur, þeir voru vel inni í báðum þessum leikjum og áttu möguleika á að vinna þá. Það er líka gaman að sjá allan þann undirbúning sem forysta körfuknattleikssambandsins hefur lagt í. Það eru gríðarlega mörg handtök sem þarf að vinna til að þetta gangi allt vel fyrir sig.“
Tengdar fréttir „Ég held að mörgum myndi finnast það erfitt að kyngja ef Íslendingar yrðu að spila heimaleiki erlendis“ Illugi Gunnarsson, ráðherra íþróttamála, segir breytingar á mótafyrirkomulagi knattspyrnulandsliðanna kalla á breytingar þegar kemur að þjóðarleikvangi Íslendinga. 7. september 2015 20:09 Dorrit stal senunni í stuðningsmannapartýinu í gær | Myndir Dorrit Moussaieff, eiginkona forseta Íslands, Herra Ólafs Ragnars Grímssonar, var hrókur alls fagnaðar í Berlín í gær þegar íslenska stuðningsfólkið hittist á Urban Spree fyrir leikinn. 6. september 2015 11:52 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
„Ég held að mörgum myndi finnast það erfitt að kyngja ef Íslendingar yrðu að spila heimaleiki erlendis“ Illugi Gunnarsson, ráðherra íþróttamála, segir breytingar á mótafyrirkomulagi knattspyrnulandsliðanna kalla á breytingar þegar kemur að þjóðarleikvangi Íslendinga. 7. september 2015 20:09
Dorrit stal senunni í stuðningsmannapartýinu í gær | Myndir Dorrit Moussaieff, eiginkona forseta Íslands, Herra Ólafs Ragnars Grímssonar, var hrókur alls fagnaðar í Berlín í gær þegar íslenska stuðningsfólkið hittist á Urban Spree fyrir leikinn. 6. september 2015 11:52