Dorrit stal senunni í stuðningsmannapartýinu í gær | Myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2015 11:52 Dorrit Moussaieff. Vísir/Valli Dorrit Moussaieff, eiginkona forseta Íslands, Herra Ólafs Ragnars Grímssonar, var hrókur alls fagnaðar í Berlín í gær þegar íslenska stuðningsfólkið hittist á Urban Spree fyrir leikinn. Þetta var sögulegur dagur fyrir íslenskan körfubolta og íslenskt íþróttalíf þegar íslenskt landslið spilaði sinn fyrsta leik á stórmóti í einni vinsælustu íþrótt heims. Íslensku strákarnir töpuðu reyndar naumlega fyrir Þýskalandi en stóðu sig mjög vel á móti stjörnuprýddu þýsku liði. Menntamálaráðherrann Illugi Gunnarsson mætti á Urban Spree í gær nýkominn frá Amsterdam þar sem íslenska fótboltalandsliðið vann sögulegan sigur. Einar Bollason og fleiri gamlar goðsagnir voru að sjálfsögðu á staðnum, Tommi á Búllunni grillaði ofan í liðið og þarna voru líka Svali Björgvinsson, Hannes S. Jónsson formaður, Guðbjörg Norðfjörð varaformaður og nokkrir af leikjahæstu landsliðsmönnum Íslands frá upphafi eins og þeir Guðmundur Bragason og Herbert Arnarson. Það var hinsvegar frú Dorrit Moussaieff sem stal senunni en hún mætti klædd íslenska landsliðsbúningnum og heilsaði öllum sem vildu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Dorrit Moussaieff er á stórmóti hjá íslensku landsliði og það var meðal annars ógleymanlegt þegar hún mætti á Ólympíuleikana í Peking. Herra Ólafur Ragnar Grímsson var með henni þá en núna vara hún bara ein þar sem forsetinn var upptekinn heima á Íslandi. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegar myndir sem Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, tók af Dorrit Moussaief á Urban Spree í gær. Íslendingar í Berlín ætla að hittast fyrir leik á Urban Spree líkt og í gær. Ísland mætir Ítölum klukkan 18.00 að staðartíma í Berlín. Af gefnu tilefni hvetur KKÍ áhorfendur til að mæta tímanlega til að komast hjá töfum við innganginn á leikstað.Dorrit Moussaieff með Hannesi Jónssyni formanni KKÍ og Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Myndaveisla frá fyrsta leik Íslands í Berlín Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði með sex stiga mun, 71-65, fyrir Þýskalandi í fyrsta leiknum á EM, Eurobasket, sem fram fer í Berlín. 5. september 2015 15:50 Sjáðu stemninguna á Urban Spree fyrir Ísland - Þýskaland Íslensku stuðningsmennirnir sem staddir eru í Þýskalandi á Evrópumótinu í körfubolta, Eurobasket, gerðu sér glaðan dag í dag. 5. september 2015 19:30 Sjáið íslensku strákana reyna að stoppa Dirk Nowitzki í gær | Myndband Dirk Nowitzki, einn þekktasti og besti evróski körfuboltamaður allra tíma, fór fyrir sigri Þjóðverja á móti Íslandi í fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu í gær. 6. september 2015 13:30 Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45 Hlynur um Dirk Nowitzki: Öðruvísi en að mæta einhverjum skógarhöggsmönnum Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins, bar sig vel eftir leikinn á móti Þjóðverjum í dag en mikið álag verður á honum eins og öðrum lykilimönnum íslenska liðsins á Evrópumótinu. 6. september 2015 10:00 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira
Dorrit Moussaieff, eiginkona forseta Íslands, Herra Ólafs Ragnars Grímssonar, var hrókur alls fagnaðar í Berlín í gær þegar íslenska stuðningsfólkið hittist á Urban Spree fyrir leikinn. Þetta var sögulegur dagur fyrir íslenskan körfubolta og íslenskt íþróttalíf þegar íslenskt landslið spilaði sinn fyrsta leik á stórmóti í einni vinsælustu íþrótt heims. Íslensku strákarnir töpuðu reyndar naumlega fyrir Þýskalandi en stóðu sig mjög vel á móti stjörnuprýddu þýsku liði. Menntamálaráðherrann Illugi Gunnarsson mætti á Urban Spree í gær nýkominn frá Amsterdam þar sem íslenska fótboltalandsliðið vann sögulegan sigur. Einar Bollason og fleiri gamlar goðsagnir voru að sjálfsögðu á staðnum, Tommi á Búllunni grillaði ofan í liðið og þarna voru líka Svali Björgvinsson, Hannes S. Jónsson formaður, Guðbjörg Norðfjörð varaformaður og nokkrir af leikjahæstu landsliðsmönnum Íslands frá upphafi eins og þeir Guðmundur Bragason og Herbert Arnarson. Það var hinsvegar frú Dorrit Moussaieff sem stal senunni en hún mætti klædd íslenska landsliðsbúningnum og heilsaði öllum sem vildu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Dorrit Moussaieff er á stórmóti hjá íslensku landsliði og það var meðal annars ógleymanlegt þegar hún mætti á Ólympíuleikana í Peking. Herra Ólafur Ragnar Grímsson var með henni þá en núna vara hún bara ein þar sem forsetinn var upptekinn heima á Íslandi. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegar myndir sem Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, tók af Dorrit Moussaief á Urban Spree í gær. Íslendingar í Berlín ætla að hittast fyrir leik á Urban Spree líkt og í gær. Ísland mætir Ítölum klukkan 18.00 að staðartíma í Berlín. Af gefnu tilefni hvetur KKÍ áhorfendur til að mæta tímanlega til að komast hjá töfum við innganginn á leikstað.Dorrit Moussaieff með Hannesi Jónssyni formanni KKÍ og Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Myndaveisla frá fyrsta leik Íslands í Berlín Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði með sex stiga mun, 71-65, fyrir Þýskalandi í fyrsta leiknum á EM, Eurobasket, sem fram fer í Berlín. 5. september 2015 15:50 Sjáðu stemninguna á Urban Spree fyrir Ísland - Þýskaland Íslensku stuðningsmennirnir sem staddir eru í Þýskalandi á Evrópumótinu í körfubolta, Eurobasket, gerðu sér glaðan dag í dag. 5. september 2015 19:30 Sjáið íslensku strákana reyna að stoppa Dirk Nowitzki í gær | Myndband Dirk Nowitzki, einn þekktasti og besti evróski körfuboltamaður allra tíma, fór fyrir sigri Þjóðverja á móti Íslandi í fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu í gær. 6. september 2015 13:30 Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45 Hlynur um Dirk Nowitzki: Öðruvísi en að mæta einhverjum skógarhöggsmönnum Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins, bar sig vel eftir leikinn á móti Þjóðverjum í dag en mikið álag verður á honum eins og öðrum lykilimönnum íslenska liðsins á Evrópumótinu. 6. september 2015 10:00 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira
Myndaveisla frá fyrsta leik Íslands í Berlín Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði með sex stiga mun, 71-65, fyrir Þýskalandi í fyrsta leiknum á EM, Eurobasket, sem fram fer í Berlín. 5. september 2015 15:50
Sjáðu stemninguna á Urban Spree fyrir Ísland - Þýskaland Íslensku stuðningsmennirnir sem staddir eru í Þýskalandi á Evrópumótinu í körfubolta, Eurobasket, gerðu sér glaðan dag í dag. 5. september 2015 19:30
Sjáið íslensku strákana reyna að stoppa Dirk Nowitzki í gær | Myndband Dirk Nowitzki, einn þekktasti og besti evróski körfuboltamaður allra tíma, fór fyrir sigri Þjóðverja á móti Íslandi í fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu í gær. 6. september 2015 13:30
Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45
Hlynur um Dirk Nowitzki: Öðruvísi en að mæta einhverjum skógarhöggsmönnum Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins, bar sig vel eftir leikinn á móti Þjóðverjum í dag en mikið álag verður á honum eins og öðrum lykilimönnum íslenska liðsins á Evrópumótinu. 6. september 2015 10:00