„Ég held að mörgum myndi finnast það erfitt að kyngja ef Íslendingar yrðu að spila heimaleiki erlendis“ Birgir Olgeirsson skrifar 7. september 2015 20:09 Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir Í kjölfar árangurs íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur komið upp hávær krafa um byggingu nýs þjóðarleikvangs sem myndi taka rúmlega 20 þúsund manns í sæti og væri hægt að leika á honum allan ársins hring. Formaður Knattspyrnusambands Íslands, Geir Þorsteinsson, viðraði þessa skoðun á sunnudag og hafa ráðamenn þjóðarinnar tekið jákvætt í hana. Vísir náði tali af Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráðherra, í kvöld og ræddi við hann um þessar hugmyndir en íþróttamál heyra undir hans ráðuneyti. Hann segist ætla að kalla eftir því að hann, fjármálaráðherra og forystusveit Knattspyrnusambands Íslands setjist niður og ræði hvað sé mögulegt í þeim efnum. „Ég hef sagt það að það sem þarf að líta til er til dæmis sú staðreynd að það er nokkuð langt síðan Laugardalsvöllur var byggður og þjóðinni hefur fjölgað talsvert frá því sá völlur leit dagsins ljós og við sjáum það að þegar landsliðið er að spila í dag og vel gengur er uppselt á leikina á nokkrum mínútum. Þannig að það eru augljóslega miklu fleiri sem vilja koma en fá tækifæri til þess. Þannig að það þarf að huga að því.“ Hann segir forsvarsmenn KSÍ einnig hafa tjáð sér að fram undan eru breytingar á mótafyrirkomulaginu hjá landsliðunum í knattspyrnu frá og með árinu 2018 sem gerir það að verkum að það verða fleiri leikir sem lenda á þeim tíma þar sem er erfitt að leika knattspyrnu á Íslandi við núverandi aðstæður. „Ég tel að það séu slík sjónarmið sem þarf að taka afstöðu til hvort hægt sé að gera breytingar á Laugardalsvellinum þannig að við getum nýtt hann betur yfir árið, hverjir kæmu að slíku, ríki, borg, KSÍ, einkaaðilar og aðrir,“ segir Illugi sem mun kalla eftir samráðsfundi til að fá upplýsingar um hvaða þýðingu þetta breytta leikjafyrirkomulag mun hafa fyrir Íslendinga. „Ég held að mörgum myndi finnast það erfitt að kyngja ef Íslendingar yrðu að spila heimaleiki erlendis.“ Tengdar fréttir Formaður KSÍ: Kominn tími á að byggja menningarhús þjóðarinnar Vígreifur Geir Þorsteinsson kallar eftir skilningi stjórnvalda svo að reisa megi nýjan, stærri þjóðarleikvang. Laugardalsvöllur sé löngu sprunginn 6. september 2015 23:01 KSÍ fær 1,7 milljarða króna frá UEFA vegna þátttöku Íslands á EM Verðlaunafé hækkar mikið á milli móta og getur KSÍ fengið enn meiri pening geri strákarnir góða hluti á EM. 7. september 2015 10:30 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Sjá meira
Í kjölfar árangurs íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur komið upp hávær krafa um byggingu nýs þjóðarleikvangs sem myndi taka rúmlega 20 þúsund manns í sæti og væri hægt að leika á honum allan ársins hring. Formaður Knattspyrnusambands Íslands, Geir Þorsteinsson, viðraði þessa skoðun á sunnudag og hafa ráðamenn þjóðarinnar tekið jákvætt í hana. Vísir náði tali af Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráðherra, í kvöld og ræddi við hann um þessar hugmyndir en íþróttamál heyra undir hans ráðuneyti. Hann segist ætla að kalla eftir því að hann, fjármálaráðherra og forystusveit Knattspyrnusambands Íslands setjist niður og ræði hvað sé mögulegt í þeim efnum. „Ég hef sagt það að það sem þarf að líta til er til dæmis sú staðreynd að það er nokkuð langt síðan Laugardalsvöllur var byggður og þjóðinni hefur fjölgað talsvert frá því sá völlur leit dagsins ljós og við sjáum það að þegar landsliðið er að spila í dag og vel gengur er uppselt á leikina á nokkrum mínútum. Þannig að það eru augljóslega miklu fleiri sem vilja koma en fá tækifæri til þess. Þannig að það þarf að huga að því.“ Hann segir forsvarsmenn KSÍ einnig hafa tjáð sér að fram undan eru breytingar á mótafyrirkomulaginu hjá landsliðunum í knattspyrnu frá og með árinu 2018 sem gerir það að verkum að það verða fleiri leikir sem lenda á þeim tíma þar sem er erfitt að leika knattspyrnu á Íslandi við núverandi aðstæður. „Ég tel að það séu slík sjónarmið sem þarf að taka afstöðu til hvort hægt sé að gera breytingar á Laugardalsvellinum þannig að við getum nýtt hann betur yfir árið, hverjir kæmu að slíku, ríki, borg, KSÍ, einkaaðilar og aðrir,“ segir Illugi sem mun kalla eftir samráðsfundi til að fá upplýsingar um hvaða þýðingu þetta breytta leikjafyrirkomulag mun hafa fyrir Íslendinga. „Ég held að mörgum myndi finnast það erfitt að kyngja ef Íslendingar yrðu að spila heimaleiki erlendis.“
Tengdar fréttir Formaður KSÍ: Kominn tími á að byggja menningarhús þjóðarinnar Vígreifur Geir Þorsteinsson kallar eftir skilningi stjórnvalda svo að reisa megi nýjan, stærri þjóðarleikvang. Laugardalsvöllur sé löngu sprunginn 6. september 2015 23:01 KSÍ fær 1,7 milljarða króna frá UEFA vegna þátttöku Íslands á EM Verðlaunafé hækkar mikið á milli móta og getur KSÍ fengið enn meiri pening geri strákarnir góða hluti á EM. 7. september 2015 10:30 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Sjá meira
Formaður KSÍ: Kominn tími á að byggja menningarhús þjóðarinnar Vígreifur Geir Þorsteinsson kallar eftir skilningi stjórnvalda svo að reisa megi nýjan, stærri þjóðarleikvang. Laugardalsvöllur sé löngu sprunginn 6. september 2015 23:01
KSÍ fær 1,7 milljarða króna frá UEFA vegna þátttöku Íslands á EM Verðlaunafé hækkar mikið á milli móta og getur KSÍ fengið enn meiri pening geri strákarnir góða hluti á EM. 7. september 2015 10:30