„Ég held að mörgum myndi finnast það erfitt að kyngja ef Íslendingar yrðu að spila heimaleiki erlendis“ Birgir Olgeirsson skrifar 7. september 2015 20:09 Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir Í kjölfar árangurs íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur komið upp hávær krafa um byggingu nýs þjóðarleikvangs sem myndi taka rúmlega 20 þúsund manns í sæti og væri hægt að leika á honum allan ársins hring. Formaður Knattspyrnusambands Íslands, Geir Þorsteinsson, viðraði þessa skoðun á sunnudag og hafa ráðamenn þjóðarinnar tekið jákvætt í hana. Vísir náði tali af Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráðherra, í kvöld og ræddi við hann um þessar hugmyndir en íþróttamál heyra undir hans ráðuneyti. Hann segist ætla að kalla eftir því að hann, fjármálaráðherra og forystusveit Knattspyrnusambands Íslands setjist niður og ræði hvað sé mögulegt í þeim efnum. „Ég hef sagt það að það sem þarf að líta til er til dæmis sú staðreynd að það er nokkuð langt síðan Laugardalsvöllur var byggður og þjóðinni hefur fjölgað talsvert frá því sá völlur leit dagsins ljós og við sjáum það að þegar landsliðið er að spila í dag og vel gengur er uppselt á leikina á nokkrum mínútum. Þannig að það eru augljóslega miklu fleiri sem vilja koma en fá tækifæri til þess. Þannig að það þarf að huga að því.“ Hann segir forsvarsmenn KSÍ einnig hafa tjáð sér að fram undan eru breytingar á mótafyrirkomulaginu hjá landsliðunum í knattspyrnu frá og með árinu 2018 sem gerir það að verkum að það verða fleiri leikir sem lenda á þeim tíma þar sem er erfitt að leika knattspyrnu á Íslandi við núverandi aðstæður. „Ég tel að það séu slík sjónarmið sem þarf að taka afstöðu til hvort hægt sé að gera breytingar á Laugardalsvellinum þannig að við getum nýtt hann betur yfir árið, hverjir kæmu að slíku, ríki, borg, KSÍ, einkaaðilar og aðrir,“ segir Illugi sem mun kalla eftir samráðsfundi til að fá upplýsingar um hvaða þýðingu þetta breytta leikjafyrirkomulag mun hafa fyrir Íslendinga. „Ég held að mörgum myndi finnast það erfitt að kyngja ef Íslendingar yrðu að spila heimaleiki erlendis.“ Tengdar fréttir Formaður KSÍ: Kominn tími á að byggja menningarhús þjóðarinnar Vígreifur Geir Þorsteinsson kallar eftir skilningi stjórnvalda svo að reisa megi nýjan, stærri þjóðarleikvang. Laugardalsvöllur sé löngu sprunginn 6. september 2015 23:01 KSÍ fær 1,7 milljarða króna frá UEFA vegna þátttöku Íslands á EM Verðlaunafé hækkar mikið á milli móta og getur KSÍ fengið enn meiri pening geri strákarnir góða hluti á EM. 7. september 2015 10:30 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Í kjölfar árangurs íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur komið upp hávær krafa um byggingu nýs þjóðarleikvangs sem myndi taka rúmlega 20 þúsund manns í sæti og væri hægt að leika á honum allan ársins hring. Formaður Knattspyrnusambands Íslands, Geir Þorsteinsson, viðraði þessa skoðun á sunnudag og hafa ráðamenn þjóðarinnar tekið jákvætt í hana. Vísir náði tali af Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráðherra, í kvöld og ræddi við hann um þessar hugmyndir en íþróttamál heyra undir hans ráðuneyti. Hann segist ætla að kalla eftir því að hann, fjármálaráðherra og forystusveit Knattspyrnusambands Íslands setjist niður og ræði hvað sé mögulegt í þeim efnum. „Ég hef sagt það að það sem þarf að líta til er til dæmis sú staðreynd að það er nokkuð langt síðan Laugardalsvöllur var byggður og þjóðinni hefur fjölgað talsvert frá því sá völlur leit dagsins ljós og við sjáum það að þegar landsliðið er að spila í dag og vel gengur er uppselt á leikina á nokkrum mínútum. Þannig að það eru augljóslega miklu fleiri sem vilja koma en fá tækifæri til þess. Þannig að það þarf að huga að því.“ Hann segir forsvarsmenn KSÍ einnig hafa tjáð sér að fram undan eru breytingar á mótafyrirkomulaginu hjá landsliðunum í knattspyrnu frá og með árinu 2018 sem gerir það að verkum að það verða fleiri leikir sem lenda á þeim tíma þar sem er erfitt að leika knattspyrnu á Íslandi við núverandi aðstæður. „Ég tel að það séu slík sjónarmið sem þarf að taka afstöðu til hvort hægt sé að gera breytingar á Laugardalsvellinum þannig að við getum nýtt hann betur yfir árið, hverjir kæmu að slíku, ríki, borg, KSÍ, einkaaðilar og aðrir,“ segir Illugi sem mun kalla eftir samráðsfundi til að fá upplýsingar um hvaða þýðingu þetta breytta leikjafyrirkomulag mun hafa fyrir Íslendinga. „Ég held að mörgum myndi finnast það erfitt að kyngja ef Íslendingar yrðu að spila heimaleiki erlendis.“
Tengdar fréttir Formaður KSÍ: Kominn tími á að byggja menningarhús þjóðarinnar Vígreifur Geir Þorsteinsson kallar eftir skilningi stjórnvalda svo að reisa megi nýjan, stærri þjóðarleikvang. Laugardalsvöllur sé löngu sprunginn 6. september 2015 23:01 KSÍ fær 1,7 milljarða króna frá UEFA vegna þátttöku Íslands á EM Verðlaunafé hækkar mikið á milli móta og getur KSÍ fengið enn meiri pening geri strákarnir góða hluti á EM. 7. september 2015 10:30 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Formaður KSÍ: Kominn tími á að byggja menningarhús þjóðarinnar Vígreifur Geir Þorsteinsson kallar eftir skilningi stjórnvalda svo að reisa megi nýjan, stærri þjóðarleikvang. Laugardalsvöllur sé löngu sprunginn 6. september 2015 23:01
KSÍ fær 1,7 milljarða króna frá UEFA vegna þátttöku Íslands á EM Verðlaunafé hækkar mikið á milli móta og getur KSÍ fengið enn meiri pening geri strákarnir góða hluti á EM. 7. september 2015 10:30