Innlent

Veðrið bitnar á vatnsbúskap

stefán rafn sigurbjörnsson skrifar
30 metra vantar í Hálslón.
30 metra vantar í Hálslón. vísir/pjetur
Mikill kuldi snemma í sumar hefur valdið því að vatnsbúskapur Landsvirkjunar er undir væntingum. Það þýðir að lítil jökulbráðnun og minna rennsli í ám á landinu veldur því að miðlunarlón virkjana fyllast ekki sem skyldi.

Til að mynda vantar 30 metra á yfirborð Hálslóns til að það nái viðunandi fyllingu. Hagstætt veðurfar í ágúst og september getur breytt stöðunni talsvert en að öllu óbreyttu gæti þurft að minnka afhendingu á raforku í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×