Ríkisstjórnin sökuð um óheilindi í loftslagsmálum Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 29. september 2015 19:55 Forsætisráðherra lofar 40 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda en ríkisstjórn hans er á sama tíma að liðka fyrir og niðurgreiða uppbyggingu þriggja kísilvera sem til samans munu losa vel yfir milljón tonn af koltvísýringi. Landvernd sakar ríkisstjórnina um óheilindi í loftslagsmálum. Kísilverin þrjú, á Bakka við Húsavík og Thorsil og United Silicor í Helguvík þýða 20 prósenta aukningu miðað við losun Íslands í dag, en hún er nú um 4,5 milljónir tonna á ársgrundvelli.Við finnum leiðir til að ná markmiðinuLandvernd segir að þótt forsætisráðherra lýsi því yfir sæmilega metnaðarfullum samdráttarmarkmiðum á alþjóðavettvangi vinni hann á sama tíma heima fyrir að uppbyggingu mjög mengandi stóriðju. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir af og frá að þetta sé tvískinnungur. Hún fullyrðir að Íslendingar muni finna leiðir til að ná markmiðinu. Við séum öfunduð af heimsbyggðinni fyrir græna orku. Þá segist hún leggja á það mikla áherslu að hingað komi stóriðja sem sé umhverfisvæn, en það sé hægt að spara orku með því að takmarka flutninga, gróðursetja fleiri plöntur og draga úr losun. Snorri Baldursson, formaður Landverndar, segir að þetta sé eins og að lýsa því yfir að maður stefni að því að skera niður sykurneyslu um fjörutíu prósent, en þó bara í morgunmatnum. Það sé hægt að bæta í hana í hádeginu.Trúi yfirlýsingu forsætisráðherra Snorri bendir á að þótt losun frá stóriðju sé hluti af öðru dæmi, það er viðskiptakerfi þar sem fyrirtæki fá úthlutað heimildum til losunar, sé þetta sama andrúmsloftið og mengun frá stóriðju sé ekki síður hættuleg en aðrir mengunarvaldar. Snorri segist verða að trúa yfirlýsingu forsætisráðherra landsins á alþjóðavettvangi um fjörutíu prósenta samdrátt í losun fyrir 2030 sem sé algert lágmark, þótt orð hans hafi að hluta til verið dregin til baka af aðstoðarmanni hans sem hafi bent á að ESB og Noregur eigi eftir að semja um skiptinguna sín á milli. Það væri þó æskilegast að hann kæmi fram sjálfur og skýrði mál sitt en gerði ekki aðstoðarmann sinn út af örkinni. Tengdar fréttir Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15 „Ekki á hverjum degi sem Sigmundur Davíð hleypur í fangið á ESB til að réttlæta gjörðir sínar“ „Lækkun um fjörutíu prósent er örugglega sú tala við þurfum. Það ætti að vera hin sanna tala,“ segir Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands 28. september 2015 12:25 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira
Forsætisráðherra lofar 40 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda en ríkisstjórn hans er á sama tíma að liðka fyrir og niðurgreiða uppbyggingu þriggja kísilvera sem til samans munu losa vel yfir milljón tonn af koltvísýringi. Landvernd sakar ríkisstjórnina um óheilindi í loftslagsmálum. Kísilverin þrjú, á Bakka við Húsavík og Thorsil og United Silicor í Helguvík þýða 20 prósenta aukningu miðað við losun Íslands í dag, en hún er nú um 4,5 milljónir tonna á ársgrundvelli.Við finnum leiðir til að ná markmiðinuLandvernd segir að þótt forsætisráðherra lýsi því yfir sæmilega metnaðarfullum samdráttarmarkmiðum á alþjóðavettvangi vinni hann á sama tíma heima fyrir að uppbyggingu mjög mengandi stóriðju. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir af og frá að þetta sé tvískinnungur. Hún fullyrðir að Íslendingar muni finna leiðir til að ná markmiðinu. Við séum öfunduð af heimsbyggðinni fyrir græna orku. Þá segist hún leggja á það mikla áherslu að hingað komi stóriðja sem sé umhverfisvæn, en það sé hægt að spara orku með því að takmarka flutninga, gróðursetja fleiri plöntur og draga úr losun. Snorri Baldursson, formaður Landverndar, segir að þetta sé eins og að lýsa því yfir að maður stefni að því að skera niður sykurneyslu um fjörutíu prósent, en þó bara í morgunmatnum. Það sé hægt að bæta í hana í hádeginu.Trúi yfirlýsingu forsætisráðherra Snorri bendir á að þótt losun frá stóriðju sé hluti af öðru dæmi, það er viðskiptakerfi þar sem fyrirtæki fá úthlutað heimildum til losunar, sé þetta sama andrúmsloftið og mengun frá stóriðju sé ekki síður hættuleg en aðrir mengunarvaldar. Snorri segist verða að trúa yfirlýsingu forsætisráðherra landsins á alþjóðavettvangi um fjörutíu prósenta samdrátt í losun fyrir 2030 sem sé algert lágmark, þótt orð hans hafi að hluta til verið dregin til baka af aðstoðarmanni hans sem hafi bent á að ESB og Noregur eigi eftir að semja um skiptinguna sín á milli. Það væri þó æskilegast að hann kæmi fram sjálfur og skýrði mál sitt en gerði ekki aðstoðarmann sinn út af örkinni.
Tengdar fréttir Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15 „Ekki á hverjum degi sem Sigmundur Davíð hleypur í fangið á ESB til að réttlæta gjörðir sínar“ „Lækkun um fjörutíu prósent er örugglega sú tala við þurfum. Það ætti að vera hin sanna tala,“ segir Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands 28. september 2015 12:25 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira
Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15
„Ekki á hverjum degi sem Sigmundur Davíð hleypur í fangið á ESB til að réttlæta gjörðir sínar“ „Lækkun um fjörutíu prósent er örugglega sú tala við þurfum. Það ætti að vera hin sanna tala,“ segir Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands 28. september 2015 12:25