Innlent

Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum

Vaka Hafþórsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ávarpaði leiðtogafund Sameinuðu Þjóðanna í gær þar sem hann sagði Ísland munu beita sér fyrir því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030.

Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri Grænna, telur þetta ekki sérstakleg metnaðarfullt markmið: „Það fer ekki alveg saman við atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar, sem leggur mjög mikla áherslu á stóriðju og slíka uppbyggingu“.

Þá tekur hún fram að yfirlýsingin megi ekki aðeins vera orðin tóm: „Ég myndi vilja sjá aðgerðaráætlun sem fylgdi þessum markmiðum en ég hef ekki séð neinar nýjar áætlanir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×