Xavi gæti spilað 750. leik fyrir Barcelona í dag Arnar Björnsson skrifar 14. mars 2015 07:00 Xavi Hernandez. Vísir/Getty Barcelona getur náð fjögurra stiga forystu á Real Madríd takist Katalóníuliðinu að vinna Eibar í spænsku 1. deildinni í dag. Eibar kom á óvart á síðustu leiktíð og vann 2. deildina og er að spila í 1. sinn í la liga, efstu deild á Spáni. Liðið er í 14. sæti og hefur unnið sjö leiki á leiktíðinni. Luis Enrique knattspyrnustjóri Barcelona ætlar greinilega ekki að vanmeta baskana. Jordi Alba verður hvíldur, Daniel Alves er í banni og þeir Sergio Busquets og Thomas Vermaelen eru meiddir. Xavi Hernandez gæti spilað 750. leik sinn fyrir Barcelona. Enginn leikmaður hefur spilað fleiri leiki en hinn 35 ára gamli Xavi fyrir Barcelona. Hann hefur ekki unnið jafn marga titla og Ryan Giggs en stendur honum þó ekki langt að baki. Xavi hefur sjö sinnum orðið Spánarmeistari, tvisvar bikarmeistari og þrisvar sinnum unnið meistaradeildina með Barcelona. Sex sinnum hefur hann unnið ofurbikarinn á Spáni, tvisvar ofurbikar Evrópu og tvisvar hefur hann verið í sigurliði Barcelona í keppni um heimsmeistaratitil félagsliða. Xavi lék sinn fyrsta keppnisleik fyrir Barcelona í ágúst 1998 og skoraði þá í úrslitaleik spænska ofurbikarsins gegn Mallorca. Hann lék sinn fyrsta deildarleik tveimur mánuðum síðar undir stjórn knattspyrnustjóra sem þykir valtur í sessi þessa dagana, Louis van Gaal hjá Manchester United. Xavi er að spila sextándu leiktíðina með Barcelona og væntanlega þá síðustu. Í janúar var hann á leið frá Barcelona en ákvað að halda áfram og klára leiktíðina með Katalóníuliðinu. Leikur Eibar og Barcelona verður sýndur á Stöð 2 sport í dag en flautað verður til leiks klukkan 17.00. Spænski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjá meira
Barcelona getur náð fjögurra stiga forystu á Real Madríd takist Katalóníuliðinu að vinna Eibar í spænsku 1. deildinni í dag. Eibar kom á óvart á síðustu leiktíð og vann 2. deildina og er að spila í 1. sinn í la liga, efstu deild á Spáni. Liðið er í 14. sæti og hefur unnið sjö leiki á leiktíðinni. Luis Enrique knattspyrnustjóri Barcelona ætlar greinilega ekki að vanmeta baskana. Jordi Alba verður hvíldur, Daniel Alves er í banni og þeir Sergio Busquets og Thomas Vermaelen eru meiddir. Xavi Hernandez gæti spilað 750. leik sinn fyrir Barcelona. Enginn leikmaður hefur spilað fleiri leiki en hinn 35 ára gamli Xavi fyrir Barcelona. Hann hefur ekki unnið jafn marga titla og Ryan Giggs en stendur honum þó ekki langt að baki. Xavi hefur sjö sinnum orðið Spánarmeistari, tvisvar bikarmeistari og þrisvar sinnum unnið meistaradeildina með Barcelona. Sex sinnum hefur hann unnið ofurbikarinn á Spáni, tvisvar ofurbikar Evrópu og tvisvar hefur hann verið í sigurliði Barcelona í keppni um heimsmeistaratitil félagsliða. Xavi lék sinn fyrsta keppnisleik fyrir Barcelona í ágúst 1998 og skoraði þá í úrslitaleik spænska ofurbikarsins gegn Mallorca. Hann lék sinn fyrsta deildarleik tveimur mánuðum síðar undir stjórn knattspyrnustjóra sem þykir valtur í sessi þessa dagana, Louis van Gaal hjá Manchester United. Xavi er að spila sextándu leiktíðina með Barcelona og væntanlega þá síðustu. Í janúar var hann á leið frá Barcelona en ákvað að halda áfram og klára leiktíðina með Katalóníuliðinu. Leikur Eibar og Barcelona verður sýndur á Stöð 2 sport í dag en flautað verður til leiks klukkan 17.00.
Spænski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjá meira