Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. júlí 2015 07:00 Dvöl sumra ferðamanna á Þingvöllum hefur einskorðast við að bíða hér í röð og skoða salernisaðstöðuna á Hakinu að innan.Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. Nefndin hafi því ákveðið að hætta innheimtunni þegar nýtt bílastæðagjald verður tekið upp. Kallar eftir sameiginlegu átaki opinberra aðila og ferðaþjónustunnar. vísir/pjetur „Okkur fannst þetta hefta of mikið ferðamennina,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, formaður Þingvallanefndar, um þá ákvörðun að hætta að taka gjald fyrir afnot af salernum þjóðgarðsins á Hakinu. Salernisgjaldið, sem er 200 krónur, verður afnumið þegar nýtt bílastæðagjald verið tekið upp á Þingvöllum. Það verður sennilega síðar í sumar eða haust. Að sögn Sigrúnar tókst innheimta salernisgjaldsins ekki eins og til var ætlast. Bæði hafi sumir reynt að koma sér undan því að borga og búnaðurinn hafi verið bilunargjarn. Þyngst vegi þó að kerfið hafi verið tafsamt. „Svona hlið þýðir töf og það myndi verða betra flæði að þurfa ekki að borga þar neitt. Maður sá þessar biðraðir hjá fólkinu í rútunum sem sá svo aldrei Þingvelli því það stóð bara í biðröð til þess að komast á klósett,“ útskýrir Sigrún. Í tilefni fréttar í gær af fólki sem hægir sér aftan við Þingvallabæinn undirstrikar Sigrún að á Vallhallarreitnum þar skammt undan séu fjögur salerni auk þess sem tvö salerni séu við Silfru. „Þannig að sitthvorum megin við þetta ógeð eru þó sex salerni,“ segir Sigrún og upplýsir að það kosti þjóðgarðinn hálfa milljón króna á mánuði að reka salernin fjögur á Valhallarreitnum.Sigrún Magnúsdóttir„Þannig að það hefur vissulega verið reynt að koma til móts við kröfur en það virkar eins og menn hafi hreint út sagt ekki vitað um þau. Það hvílir líka ábyrgð á leiðsögumönnum að afla sér upplýsinga um staðhætti,“ segir Sigrún. Auk þess að vera formaður Þingvallanefndar er Sigrún umhverfisráðherra. Hún segir salernismálin víða um land mikið áhyggjuefni. „Það er mitt sem umhverfisráðherra að reyna að verja náttúru landsins og mér svíður hvernig ástandið er,“ segir Sigrún, sem segir lausnina felast í samhentu átaki. „Ég treysti alltaf á samvinnuhugsjónina; það þarf samhent átak ríkis, sveitarfélaga og þjónustuaðila,“ segir umhverfisráðherra, sem kveður vandann nú felast í því að menn hafi ekki séð fyrir fjölda ferðamanna í dag fyrir tíu árum. „En hver gerði það svo sem?“fréttablaðið/pjeturSegja ferðafólk forðast salernin Starfsfólk þjóðgarðsins á Þingvöllum segir dæmi um að leiðsögumenn hvetji gesti til að greiða ekki fyrir að nota salerni sem boðið sé upp á í þjóðgarðinum. Þess í stað bendi þeir fólkinu á að ganga örna sinna úti í náttúrunni. Í yfirlýsingu þjóðgarðsstarfsfólksins kemur fram að nýlega hafi verið reist girðing við salernin við Hakið því fólk hafi gert þarfir sínar á veggina. Með því sparar það sér tvö hundruð krónur sem það hefði annars þurft að greiða fyrir að nýta klósettin. „Í þjónustumiðstöðinni á Leirum er 21 gjaldfrjálst salerni en þrátt fyrir það lenda starfmenn iðulega í því að ferðamenn fara bak við byggingar þjóðgarðsins og létta á sér fyrir framan þá og aðra,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Salerni þjóðgarðsins eru alls 56 og það er sama hvar þú ert staddur á svæðinu, aldrei er lengra en 1.300 metrar á „Frissabúð“. „Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði,“ sagði leiðsögumaðurinn Helgi Jón Davíðsson, í samtali við Fréttablaðið í gær. Á forsíðu blaðsins í gær var vakin athygli á því að margir ferðamenn nýta náttúru þjóðgarðsins sem salerni. Klósettpappír og saur mætti finna á víð og dreif um svæðið. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Sjá meira
„Okkur fannst þetta hefta of mikið ferðamennina,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, formaður Þingvallanefndar, um þá ákvörðun að hætta að taka gjald fyrir afnot af salernum þjóðgarðsins á Hakinu. Salernisgjaldið, sem er 200 krónur, verður afnumið þegar nýtt bílastæðagjald verið tekið upp á Þingvöllum. Það verður sennilega síðar í sumar eða haust. Að sögn Sigrúnar tókst innheimta salernisgjaldsins ekki eins og til var ætlast. Bæði hafi sumir reynt að koma sér undan því að borga og búnaðurinn hafi verið bilunargjarn. Þyngst vegi þó að kerfið hafi verið tafsamt. „Svona hlið þýðir töf og það myndi verða betra flæði að þurfa ekki að borga þar neitt. Maður sá þessar biðraðir hjá fólkinu í rútunum sem sá svo aldrei Þingvelli því það stóð bara í biðröð til þess að komast á klósett,“ útskýrir Sigrún. Í tilefni fréttar í gær af fólki sem hægir sér aftan við Þingvallabæinn undirstrikar Sigrún að á Vallhallarreitnum þar skammt undan séu fjögur salerni auk þess sem tvö salerni séu við Silfru. „Þannig að sitthvorum megin við þetta ógeð eru þó sex salerni,“ segir Sigrún og upplýsir að það kosti þjóðgarðinn hálfa milljón króna á mánuði að reka salernin fjögur á Valhallarreitnum.Sigrún Magnúsdóttir„Þannig að það hefur vissulega verið reynt að koma til móts við kröfur en það virkar eins og menn hafi hreint út sagt ekki vitað um þau. Það hvílir líka ábyrgð á leiðsögumönnum að afla sér upplýsinga um staðhætti,“ segir Sigrún. Auk þess að vera formaður Þingvallanefndar er Sigrún umhverfisráðherra. Hún segir salernismálin víða um land mikið áhyggjuefni. „Það er mitt sem umhverfisráðherra að reyna að verja náttúru landsins og mér svíður hvernig ástandið er,“ segir Sigrún, sem segir lausnina felast í samhentu átaki. „Ég treysti alltaf á samvinnuhugsjónina; það þarf samhent átak ríkis, sveitarfélaga og þjónustuaðila,“ segir umhverfisráðherra, sem kveður vandann nú felast í því að menn hafi ekki séð fyrir fjölda ferðamanna í dag fyrir tíu árum. „En hver gerði það svo sem?“fréttablaðið/pjeturSegja ferðafólk forðast salernin Starfsfólk þjóðgarðsins á Þingvöllum segir dæmi um að leiðsögumenn hvetji gesti til að greiða ekki fyrir að nota salerni sem boðið sé upp á í þjóðgarðinum. Þess í stað bendi þeir fólkinu á að ganga örna sinna úti í náttúrunni. Í yfirlýsingu þjóðgarðsstarfsfólksins kemur fram að nýlega hafi verið reist girðing við salernin við Hakið því fólk hafi gert þarfir sínar á veggina. Með því sparar það sér tvö hundruð krónur sem það hefði annars þurft að greiða fyrir að nýta klósettin. „Í þjónustumiðstöðinni á Leirum er 21 gjaldfrjálst salerni en þrátt fyrir það lenda starfmenn iðulega í því að ferðamenn fara bak við byggingar þjóðgarðsins og létta á sér fyrir framan þá og aðra,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Salerni þjóðgarðsins eru alls 56 og það er sama hvar þú ert staddur á svæðinu, aldrei er lengra en 1.300 metrar á „Frissabúð“. „Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði,“ sagði leiðsögumaðurinn Helgi Jón Davíðsson, í samtali við Fréttablaðið í gær. Á forsíðu blaðsins í gær var vakin athygli á því að margir ferðamenn nýta náttúru þjóðgarðsins sem salerni. Klósettpappír og saur mætti finna á víð og dreif um svæðið.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent