Davíð Þór um leikinn gegn Inter Baku: Á pappírnum ættu þeir að vera sterkari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júlí 2015 14:30 Davíð Þór og félagar þurfa að ná góðum úrslitum í fyrri leiknum fyrir erfitt ferðalag til Aserbaísjan. vísir/stefán Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, leikur að öllum líkindum sinn 26. Evrópuleik í kvöld þegar Fimleikafélagið tekur á móti aserska liðinu Inter Baku í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. „Mér líst vel á leikinn og við hlökkum til,“ sagði Davíð eftir blaðamannafund sem haldinn var í Kaplakrika í gær. „Við ætlum að reyna að fá sem flesta Evrópuleiki og sjáum klárlega möguleika á að gera eitthvað á móti þessu liði, þótt það sé mjög gott.“ Davíð, eins og fleiri leikmenn FH, býr yfir mikilli reynslu í Evrópukeppnum en Fimleikafélagið hefur tekið þátt í Evrópukeppni, hvort sem það er Meistaradeildin eða Evrópudeildin, samfleytt frá 2004. Davíð segir að sú reynsla skipti máli þegar út í leikina er komið. „Jú, ég hugsa það. Margir okkar hafa spilað marga Evrópuleiki og félagið er mjög sjóað í Evrópukeppnum,“ sagði Davíð en FH sló finnska liðið SJK út í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar, samanlagt 2-0. „Ef við spilum eins og við spiluðum báða leikina gegn finnska liðinu, spilum sterkan varnarleik og þorum að halda boltanum þegar tækifæri gefst eigum við ágætis möguleika á að gera eitthvað í þessu einvígi.“ Davíð segir mikilvægt að lenda ekki í eltingaleik við Inter Baku, eins og svo oft vill verða þegar íslensk lið mæta flinkum liðum frá Austur-Evrópu.FH-ingar unnu báða leikina gegn SJK 1-0.vísir/andri marinó„Við höfum stundum lent á móti liðum sem eru betri en við kannski héldum, þrátt fyrir að við höfum skoðað leiki með þeim og ekki vanmetið þau. Það væri fáránlegt hjá okkur að vanmeta lið frá Aserbaísjan og við þurfum að passa að það gerist ekki,“ sagði Davíð og bætti við: „Þessi lið eru oft með góða og léttleikandi fótboltamenn og við höfum hreinlega átt í vandræðum með að ná í skottið á þeim. Þetta hefur verið of mikill eltingarleikur. Við megum ekki leyfa mótherjanum að gefa 20-30 sendingar sín á milli og ná taktinum í spil sitt. „Ég man eftir leikjum þar sem við höfum lent í því að elta boltann í tvær mínútur eða svo og það gengur ekki. Maður verður dauðþreyttur á því.“ Inter Baku féll úr leik fyrir Elfsborg frá Svíþjóð í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fyrra eftir vítaspyrnukeppni. Elfsborg sló svo FH úr leik í 3. umferðinni, 5-3 samanlagt. Það segir sína sögu um styrkleika aserska liðsins að mati Davíðs. „Ef þú myndir horfa á þetta á pappírnum ættu þeir að vera með sterkara lið en við. En við teljum okkur eiga góða möguleika í einvíginu. Við þurfum að vinna leikinn og helst að halda hreinu. Þá eru miklir möguleikar fyrir hendi í seinni leiknum,“ sagði Davíð en leikurinn í Aserbaísjan er eftir viku.Leikur FH og Inter Baku hefst klukkan 19:15 í kvöld en hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Inter Baku 1-2 | FH-ingar í erfiðri stöðu FH er í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn aserska liðinu Inter Bakú í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-2 tap í fyrri leiknum í Kaplakrika í kvöld. 16. júlí 2015 09:43 Guðmann tæpur fyrir Evrópuleikinn á morgun Óvíst er með þátttöku Guðmanns Þórissonar í Evrópuleik FH og Inter Baku á morgun. 15. júlí 2015 13:24 Ferðin til Aserbaídsjan var áhugaverð FH mætir liði Inter Baku í forkeppni Evrópudeildarinnar í Kaplakrika í kvöld. 16. júlí 2015 06:00 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Sjá meira
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, leikur að öllum líkindum sinn 26. Evrópuleik í kvöld þegar Fimleikafélagið tekur á móti aserska liðinu Inter Baku í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. „Mér líst vel á leikinn og við hlökkum til,“ sagði Davíð eftir blaðamannafund sem haldinn var í Kaplakrika í gær. „Við ætlum að reyna að fá sem flesta Evrópuleiki og sjáum klárlega möguleika á að gera eitthvað á móti þessu liði, þótt það sé mjög gott.“ Davíð, eins og fleiri leikmenn FH, býr yfir mikilli reynslu í Evrópukeppnum en Fimleikafélagið hefur tekið þátt í Evrópukeppni, hvort sem það er Meistaradeildin eða Evrópudeildin, samfleytt frá 2004. Davíð segir að sú reynsla skipti máli þegar út í leikina er komið. „Jú, ég hugsa það. Margir okkar hafa spilað marga Evrópuleiki og félagið er mjög sjóað í Evrópukeppnum,“ sagði Davíð en FH sló finnska liðið SJK út í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar, samanlagt 2-0. „Ef við spilum eins og við spiluðum báða leikina gegn finnska liðinu, spilum sterkan varnarleik og þorum að halda boltanum þegar tækifæri gefst eigum við ágætis möguleika á að gera eitthvað í þessu einvígi.“ Davíð segir mikilvægt að lenda ekki í eltingaleik við Inter Baku, eins og svo oft vill verða þegar íslensk lið mæta flinkum liðum frá Austur-Evrópu.FH-ingar unnu báða leikina gegn SJK 1-0.vísir/andri marinó„Við höfum stundum lent á móti liðum sem eru betri en við kannski héldum, þrátt fyrir að við höfum skoðað leiki með þeim og ekki vanmetið þau. Það væri fáránlegt hjá okkur að vanmeta lið frá Aserbaísjan og við þurfum að passa að það gerist ekki,“ sagði Davíð og bætti við: „Þessi lið eru oft með góða og léttleikandi fótboltamenn og við höfum hreinlega átt í vandræðum með að ná í skottið á þeim. Þetta hefur verið of mikill eltingarleikur. Við megum ekki leyfa mótherjanum að gefa 20-30 sendingar sín á milli og ná taktinum í spil sitt. „Ég man eftir leikjum þar sem við höfum lent í því að elta boltann í tvær mínútur eða svo og það gengur ekki. Maður verður dauðþreyttur á því.“ Inter Baku féll úr leik fyrir Elfsborg frá Svíþjóð í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fyrra eftir vítaspyrnukeppni. Elfsborg sló svo FH úr leik í 3. umferðinni, 5-3 samanlagt. Það segir sína sögu um styrkleika aserska liðsins að mati Davíðs. „Ef þú myndir horfa á þetta á pappírnum ættu þeir að vera með sterkara lið en við. En við teljum okkur eiga góða möguleika í einvíginu. Við þurfum að vinna leikinn og helst að halda hreinu. Þá eru miklir möguleikar fyrir hendi í seinni leiknum,“ sagði Davíð en leikurinn í Aserbaísjan er eftir viku.Leikur FH og Inter Baku hefst klukkan 19:15 í kvöld en hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Inter Baku 1-2 | FH-ingar í erfiðri stöðu FH er í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn aserska liðinu Inter Bakú í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-2 tap í fyrri leiknum í Kaplakrika í kvöld. 16. júlí 2015 09:43 Guðmann tæpur fyrir Evrópuleikinn á morgun Óvíst er með þátttöku Guðmanns Þórissonar í Evrópuleik FH og Inter Baku á morgun. 15. júlí 2015 13:24 Ferðin til Aserbaídsjan var áhugaverð FH mætir liði Inter Baku í forkeppni Evrópudeildarinnar í Kaplakrika í kvöld. 16. júlí 2015 06:00 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Inter Baku 1-2 | FH-ingar í erfiðri stöðu FH er í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn aserska liðinu Inter Bakú í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-2 tap í fyrri leiknum í Kaplakrika í kvöld. 16. júlí 2015 09:43
Guðmann tæpur fyrir Evrópuleikinn á morgun Óvíst er með þátttöku Guðmanns Þórissonar í Evrópuleik FH og Inter Baku á morgun. 15. júlí 2015 13:24
Ferðin til Aserbaídsjan var áhugaverð FH mætir liði Inter Baku í forkeppni Evrópudeildarinnar í Kaplakrika í kvöld. 16. júlí 2015 06:00