Borgar sig ekki að reita Pepe til reiði | Myndband
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pepe, varnarmaður Real Madrid, hefur það orð á sér að vera skaphundur og eru til mörg dæmi sem renna stoðum undir það.
Cristiano Ronaldo, félagi hans bæði í Real og portúgalska landsliðinu, varð á þau mistök að reita hann til reiði á æfingu liðsins á dögunum.
Viðbrögðin létu ekki á sér standa eins og sjá má á meðfylgandi myndbandi.