Leiðtogar Norðurlandanna allir í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 27. október 2015 12:45 Þing Norðurlandaráðs verður sett í Hörpu eftir hádegi. Forsætisráðherrar landanna sitja fyrir svörum þingfulltrúa í dag en utanríkismál hafa á undanförnum árum sett æ sterkari svip á störf þingsins. Norðurlandaráð er einn elsti samstarfsvettvangur Íslands við aðrar þjóðir. Ráðið var stofnað árið 1952 til að efla samstarf á milli Norðurlandanna. Á þeim vettvangi var til að mynda samið um jafnan aðgang að skólum landanna, félagslegri þjónustu og að íbúar landanna gætu ferðast á milli þeirra án vegabréfs. Á undanförnum árum hefur Norðurlandaráð verið gagnrýnt fyrir tilgangsleysi. Það komi lítið áþreifanlegt frá ráðinu. Thorvald Stoltenberg fyrrverandi leiðtogi jafnaðarmanna og fyrrverandi varnarmála- og utanríkisráðherra í Noregs fór fyrir nefnd sem endurskoðaði hlutverk ráðsins og skilaði skýrslu árið 2009. Þar var meðal annars lagt til að Norðurlandaráð léti sig utanríkismál varða og að ályktanir sem samþykktar væru í ráðinu yrðu lagðar fyrir þjóðþing aðildarríkjanna fimm. Forsætisráðherrar Norðurlandanna eru allir komnir til Reykjavíkur en þingið, sem haldið er til skiptis á Norðurlöndunum fimm, er nú í fyrsta skipti haldið í einu og sama húsinu í Reykjavík, það er að segja í Hörpu. Höskuldur Þórhallsson forseti Norðurlandaráðs og þingmaður Framsóknarflokksins segir ráðið vera að eflast. „Í dag sitja forsætisráðherrar landanna fyrir svörum og okkur gefst tækifæri til að spyrja þá út í það samstarf eða hvort menn vilja auka samstarfið eða styrkja það á einn eða annan hátt. Mér hefur fundist vilji til þess. Við innan Norðurlandaráðs höfum farið í mikla umbótavinnu, einmitt til að gera starfið sýnilegra og ddínamískara,“ segir Höskuldur. Hann reiknar með að utanríkismálin verði ofarlega á baugi en fyrir þinginu liggur m.a. tillaga frá vinstriflokkum landanna um að Norðurlöndin beiti sér sameiginlega í málefnum Palestínumanna og Ísraels. „Það er vilji til að styrkja sambandið á ný. Við erum með öflugt fólk inni í ráðinu. Þingmenn sýna þessu meiri áhuga en áður og það er í raun stemmingin sem ég upplifi núna á Íslandi. Þannig að ég vonast til þess að þessi fundur geti orðið dálítill tímamótafundurVið erum að ræða utanríkismálin sem hafa ekki verið á dagskrá innan Norðurlandaráðs. Við erum að ræða málefni líðandi stundar og mál sem eru mjög skiptar skoðanir um,“ segir Höskuldur. Samhliða þingi Norðurlandaráðs fer fram fundur hjá svo kölluðu Northern Future Forum á fimmtudag, en það er vettvangur sem David Cameron forsætisráðherra Bretlands hafði frumkvæði að til samráðs milli Norðurlandanna, Bretlands og Eystrasaltsríkjanna. Cameron kemur til landsins á morgun og fundar með Sigmundi Davíð Gullaugssyni forsætisráðherra í Alþingishúsinu síðdegis. En Forum fundurinn fer síðan fram í Háskóla Íslands á fimmtudag. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Þing Norðurlandaráðs verður sett í Hörpu eftir hádegi. Forsætisráðherrar landanna sitja fyrir svörum þingfulltrúa í dag en utanríkismál hafa á undanförnum árum sett æ sterkari svip á störf þingsins. Norðurlandaráð er einn elsti samstarfsvettvangur Íslands við aðrar þjóðir. Ráðið var stofnað árið 1952 til að efla samstarf á milli Norðurlandanna. Á þeim vettvangi var til að mynda samið um jafnan aðgang að skólum landanna, félagslegri þjónustu og að íbúar landanna gætu ferðast á milli þeirra án vegabréfs. Á undanförnum árum hefur Norðurlandaráð verið gagnrýnt fyrir tilgangsleysi. Það komi lítið áþreifanlegt frá ráðinu. Thorvald Stoltenberg fyrrverandi leiðtogi jafnaðarmanna og fyrrverandi varnarmála- og utanríkisráðherra í Noregs fór fyrir nefnd sem endurskoðaði hlutverk ráðsins og skilaði skýrslu árið 2009. Þar var meðal annars lagt til að Norðurlandaráð léti sig utanríkismál varða og að ályktanir sem samþykktar væru í ráðinu yrðu lagðar fyrir þjóðþing aðildarríkjanna fimm. Forsætisráðherrar Norðurlandanna eru allir komnir til Reykjavíkur en þingið, sem haldið er til skiptis á Norðurlöndunum fimm, er nú í fyrsta skipti haldið í einu og sama húsinu í Reykjavík, það er að segja í Hörpu. Höskuldur Þórhallsson forseti Norðurlandaráðs og þingmaður Framsóknarflokksins segir ráðið vera að eflast. „Í dag sitja forsætisráðherrar landanna fyrir svörum og okkur gefst tækifæri til að spyrja þá út í það samstarf eða hvort menn vilja auka samstarfið eða styrkja það á einn eða annan hátt. Mér hefur fundist vilji til þess. Við innan Norðurlandaráðs höfum farið í mikla umbótavinnu, einmitt til að gera starfið sýnilegra og ddínamískara,“ segir Höskuldur. Hann reiknar með að utanríkismálin verði ofarlega á baugi en fyrir þinginu liggur m.a. tillaga frá vinstriflokkum landanna um að Norðurlöndin beiti sér sameiginlega í málefnum Palestínumanna og Ísraels. „Það er vilji til að styrkja sambandið á ný. Við erum með öflugt fólk inni í ráðinu. Þingmenn sýna þessu meiri áhuga en áður og það er í raun stemmingin sem ég upplifi núna á Íslandi. Þannig að ég vonast til þess að þessi fundur geti orðið dálítill tímamótafundurVið erum að ræða utanríkismálin sem hafa ekki verið á dagskrá innan Norðurlandaráðs. Við erum að ræða málefni líðandi stundar og mál sem eru mjög skiptar skoðanir um,“ segir Höskuldur. Samhliða þingi Norðurlandaráðs fer fram fundur hjá svo kölluðu Northern Future Forum á fimmtudag, en það er vettvangur sem David Cameron forsætisráðherra Bretlands hafði frumkvæði að til samráðs milli Norðurlandanna, Bretlands og Eystrasaltsríkjanna. Cameron kemur til landsins á morgun og fundar með Sigmundi Davíð Gullaugssyni forsætisráðherra í Alþingishúsinu síðdegis. En Forum fundurinn fer síðan fram í Háskóla Íslands á fimmtudag.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira