Dómstjóri við héraðsdóm: „Það kveikir enginn á perunni“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2015 09:15 Einar Örn Adolfsson ræddi dóminn opinskátt í Íslandi í dag í fyrra. Vísir/ Mistök og sofandaháttur urðu til þess að tveir Íslendingar, sem handteknir voru fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning í ágúst 2011, þurfa að mæta aftur fyrir hérað þar sem aðalmeðferð málsins fer fram að nýju. Fjöldi vitna þarf því að koma aftur fyrir dóminn. Einar Örn Adolfsson og Finnur Snær Guðjónsson voru dæmdir í sex ára fangelsi í maí í fyrra fyrir innflutning á rúmlega 30 þúsund e-töflum. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem sendi málið aftur heim í hérað vegna vanhæfis dómarans í málinu, Ástríðar Grímsdóttur. Þorgeir Njálsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjaness. Þorgeir Njálsson, dómstjóri hjá Héraðsdómi Reykjaness þar sem málið er til meðferðar, segir að um röð mistaka sé að ræða.„Þetta byrjar í rauninni á því að það átti aldrei að úthluta henni málinu,“ segir Þorgeir. Það sé alfarið á hans ábyrgð. Ástríður tók afstöðu til gæsluvarðhalds þeirra Einars og Finns eftir að þeir voru handteknir og þótti því vanhæf til að vera dómari í málinu í héraði. „Maður passar venjulega upp á það og er með þessi mál í kollinum þar sem sakborningur hefur sætt gæsluvarðhaldi. Það er mjög auðvelt að kanna þetta hér,“ segir Þorgeir. Hægt sé að fara inn í málaskrá og finna viðkomandi gæsluvarðhaldsúrskurði. Hafi dómari komið að þeim úrskurði eigi hann að vera úr leik þegar komi að því að úthluta málinu dómara.Héraðsdómur Reykjaness.Vísir/Valli„Þarna á brotið sér stað árið 2011 en svo er ákært árið 2014. Ég gáði ekki nægjanlega vel að þessu,“ segir Þorgeir um mistök sín. Blaðamanni þykir skrýtið að þótt dómstjóri hafi ekki tekið eftir þessu þá hefði það átt að koma upp í málsferð í héraði, hjá dómara, sækjanda eða verjendum.Þorgeir segir Ástríði dómara einfaldlega ekki hafa áttað sig á þessu og heldur ekki verjendurnir. Hefði einhver áttað sig á þessu í málsmeðferðinni hefði hún verið stöðvuð og hafin að nýju með nýjum dómara. Jafnvel þótt búið væri að dómtaka málið, þ.e. þegar málsmeðferð er lokið og þess beðið að dómur er kveðinn upp. „Það kveikir enginn á perunni,“ segir Þorgeir en minnir á að mistökin séu fyrst og fremst sín.Ungu hjónin Guðbjörgg Hrefna og Einar Örn ræddu stöðu sína í Íslandi í dag í fyrra. Innslagið má sjá hér að neðan.VísirÍ framhaldinu er kveðinn upp dómur, sex ára fangelsi í þeirra tilfelli, útbúnar dómsgerðir og heilmikil skriffinnsku vinna sem fer fram eftir að dómur er upp kveðinn. Það er hins vegar ekki fyrr en taka á fyrir áfrýjun í Hæstarétti sem menn átta sig á þessum mistökum.„Dómararnir í Hæstarétti voru komnir með málið í sínar hendur og þeir gera sér grein fyrir þessu,“ segir Þorgeir. Haft var samband við verjendur Einars og Finns og ljóst að málið þyrfti að taka fyrir að nýju. Þorgeir segir að málið hafi verið sett í algjöran forgang í héraðsdómi og sé komið á dagskrá. Aðalmeðferð hefst þann 5. nóvember.Ísland í dag tók hús á Einari Erni og fjölskyldu í september í fyrra. Innslagið má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Dæmdur í sex ára fangelsi þremur árum eftir að brotið var framið Einar Örn Adolfsson segist ekki vera sami maður og hann var þegar hann var 17 ára. 25. maí 2014 19:45 Ísland í dag: Hræddur um að missa af fyrstu árum frumburðarins Einar Örn Adolfsson var dæmdur í 6 ára fangelsi fyrir brot sem hann framdi 17 ára 8. september 2014 20:00 Stórfellt fíkniefnasmygl þarf að taka aftur fyrir vegna vanhæfi dómara Finnur Snær Guðjónsson og Einar Örn Adolfsson voru dæmdir í sex ára fangelsi fyrir smygl á 30 þúsund e-töflum. 17. september 2015 16:58 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira
Mistök og sofandaháttur urðu til þess að tveir Íslendingar, sem handteknir voru fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning í ágúst 2011, þurfa að mæta aftur fyrir hérað þar sem aðalmeðferð málsins fer fram að nýju. Fjöldi vitna þarf því að koma aftur fyrir dóminn. Einar Örn Adolfsson og Finnur Snær Guðjónsson voru dæmdir í sex ára fangelsi í maí í fyrra fyrir innflutning á rúmlega 30 þúsund e-töflum. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem sendi málið aftur heim í hérað vegna vanhæfis dómarans í málinu, Ástríðar Grímsdóttur. Þorgeir Njálsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjaness. Þorgeir Njálsson, dómstjóri hjá Héraðsdómi Reykjaness þar sem málið er til meðferðar, segir að um röð mistaka sé að ræða.„Þetta byrjar í rauninni á því að það átti aldrei að úthluta henni málinu,“ segir Þorgeir. Það sé alfarið á hans ábyrgð. Ástríður tók afstöðu til gæsluvarðhalds þeirra Einars og Finns eftir að þeir voru handteknir og þótti því vanhæf til að vera dómari í málinu í héraði. „Maður passar venjulega upp á það og er með þessi mál í kollinum þar sem sakborningur hefur sætt gæsluvarðhaldi. Það er mjög auðvelt að kanna þetta hér,“ segir Þorgeir. Hægt sé að fara inn í málaskrá og finna viðkomandi gæsluvarðhaldsúrskurði. Hafi dómari komið að þeim úrskurði eigi hann að vera úr leik þegar komi að því að úthluta málinu dómara.Héraðsdómur Reykjaness.Vísir/Valli„Þarna á brotið sér stað árið 2011 en svo er ákært árið 2014. Ég gáði ekki nægjanlega vel að þessu,“ segir Þorgeir um mistök sín. Blaðamanni þykir skrýtið að þótt dómstjóri hafi ekki tekið eftir þessu þá hefði það átt að koma upp í málsferð í héraði, hjá dómara, sækjanda eða verjendum.Þorgeir segir Ástríði dómara einfaldlega ekki hafa áttað sig á þessu og heldur ekki verjendurnir. Hefði einhver áttað sig á þessu í málsmeðferðinni hefði hún verið stöðvuð og hafin að nýju með nýjum dómara. Jafnvel þótt búið væri að dómtaka málið, þ.e. þegar málsmeðferð er lokið og þess beðið að dómur er kveðinn upp. „Það kveikir enginn á perunni,“ segir Þorgeir en minnir á að mistökin séu fyrst og fremst sín.Ungu hjónin Guðbjörgg Hrefna og Einar Örn ræddu stöðu sína í Íslandi í dag í fyrra. Innslagið má sjá hér að neðan.VísirÍ framhaldinu er kveðinn upp dómur, sex ára fangelsi í þeirra tilfelli, útbúnar dómsgerðir og heilmikil skriffinnsku vinna sem fer fram eftir að dómur er upp kveðinn. Það er hins vegar ekki fyrr en taka á fyrir áfrýjun í Hæstarétti sem menn átta sig á þessum mistökum.„Dómararnir í Hæstarétti voru komnir með málið í sínar hendur og þeir gera sér grein fyrir þessu,“ segir Þorgeir. Haft var samband við verjendur Einars og Finns og ljóst að málið þyrfti að taka fyrir að nýju. Þorgeir segir að málið hafi verið sett í algjöran forgang í héraðsdómi og sé komið á dagskrá. Aðalmeðferð hefst þann 5. nóvember.Ísland í dag tók hús á Einari Erni og fjölskyldu í september í fyrra. Innslagið má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Dæmdur í sex ára fangelsi þremur árum eftir að brotið var framið Einar Örn Adolfsson segist ekki vera sami maður og hann var þegar hann var 17 ára. 25. maí 2014 19:45 Ísland í dag: Hræddur um að missa af fyrstu árum frumburðarins Einar Örn Adolfsson var dæmdur í 6 ára fangelsi fyrir brot sem hann framdi 17 ára 8. september 2014 20:00 Stórfellt fíkniefnasmygl þarf að taka aftur fyrir vegna vanhæfi dómara Finnur Snær Guðjónsson og Einar Örn Adolfsson voru dæmdir í sex ára fangelsi fyrir smygl á 30 þúsund e-töflum. 17. september 2015 16:58 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira
Dæmdur í sex ára fangelsi þremur árum eftir að brotið var framið Einar Örn Adolfsson segist ekki vera sami maður og hann var þegar hann var 17 ára. 25. maí 2014 19:45
Ísland í dag: Hræddur um að missa af fyrstu árum frumburðarins Einar Örn Adolfsson var dæmdur í 6 ára fangelsi fyrir brot sem hann framdi 17 ára 8. september 2014 20:00
Stórfellt fíkniefnasmygl þarf að taka aftur fyrir vegna vanhæfi dómara Finnur Snær Guðjónsson og Einar Örn Adolfsson voru dæmdir í sex ára fangelsi fyrir smygl á 30 þúsund e-töflum. 17. september 2015 16:58