Dómstjóri við héraðsdóm: „Það kveikir enginn á perunni“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2015 09:15 Einar Örn Adolfsson ræddi dóminn opinskátt í Íslandi í dag í fyrra. Vísir/ Mistök og sofandaháttur urðu til þess að tveir Íslendingar, sem handteknir voru fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning í ágúst 2011, þurfa að mæta aftur fyrir hérað þar sem aðalmeðferð málsins fer fram að nýju. Fjöldi vitna þarf því að koma aftur fyrir dóminn. Einar Örn Adolfsson og Finnur Snær Guðjónsson voru dæmdir í sex ára fangelsi í maí í fyrra fyrir innflutning á rúmlega 30 þúsund e-töflum. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem sendi málið aftur heim í hérað vegna vanhæfis dómarans í málinu, Ástríðar Grímsdóttur. Þorgeir Njálsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjaness. Þorgeir Njálsson, dómstjóri hjá Héraðsdómi Reykjaness þar sem málið er til meðferðar, segir að um röð mistaka sé að ræða.„Þetta byrjar í rauninni á því að það átti aldrei að úthluta henni málinu,“ segir Þorgeir. Það sé alfarið á hans ábyrgð. Ástríður tók afstöðu til gæsluvarðhalds þeirra Einars og Finns eftir að þeir voru handteknir og þótti því vanhæf til að vera dómari í málinu í héraði. „Maður passar venjulega upp á það og er með þessi mál í kollinum þar sem sakborningur hefur sætt gæsluvarðhaldi. Það er mjög auðvelt að kanna þetta hér,“ segir Þorgeir. Hægt sé að fara inn í málaskrá og finna viðkomandi gæsluvarðhaldsúrskurði. Hafi dómari komið að þeim úrskurði eigi hann að vera úr leik þegar komi að því að úthluta málinu dómara.Héraðsdómur Reykjaness.Vísir/Valli„Þarna á brotið sér stað árið 2011 en svo er ákært árið 2014. Ég gáði ekki nægjanlega vel að þessu,“ segir Þorgeir um mistök sín. Blaðamanni þykir skrýtið að þótt dómstjóri hafi ekki tekið eftir þessu þá hefði það átt að koma upp í málsferð í héraði, hjá dómara, sækjanda eða verjendum.Þorgeir segir Ástríði dómara einfaldlega ekki hafa áttað sig á þessu og heldur ekki verjendurnir. Hefði einhver áttað sig á þessu í málsmeðferðinni hefði hún verið stöðvuð og hafin að nýju með nýjum dómara. Jafnvel þótt búið væri að dómtaka málið, þ.e. þegar málsmeðferð er lokið og þess beðið að dómur er kveðinn upp. „Það kveikir enginn á perunni,“ segir Þorgeir en minnir á að mistökin séu fyrst og fremst sín.Ungu hjónin Guðbjörgg Hrefna og Einar Örn ræddu stöðu sína í Íslandi í dag í fyrra. Innslagið má sjá hér að neðan.VísirÍ framhaldinu er kveðinn upp dómur, sex ára fangelsi í þeirra tilfelli, útbúnar dómsgerðir og heilmikil skriffinnsku vinna sem fer fram eftir að dómur er upp kveðinn. Það er hins vegar ekki fyrr en taka á fyrir áfrýjun í Hæstarétti sem menn átta sig á þessum mistökum.„Dómararnir í Hæstarétti voru komnir með málið í sínar hendur og þeir gera sér grein fyrir þessu,“ segir Þorgeir. Haft var samband við verjendur Einars og Finns og ljóst að málið þyrfti að taka fyrir að nýju. Þorgeir segir að málið hafi verið sett í algjöran forgang í héraðsdómi og sé komið á dagskrá. Aðalmeðferð hefst þann 5. nóvember.Ísland í dag tók hús á Einari Erni og fjölskyldu í september í fyrra. Innslagið má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Dæmdur í sex ára fangelsi þremur árum eftir að brotið var framið Einar Örn Adolfsson segist ekki vera sami maður og hann var þegar hann var 17 ára. 25. maí 2014 19:45 Ísland í dag: Hræddur um að missa af fyrstu árum frumburðarins Einar Örn Adolfsson var dæmdur í 6 ára fangelsi fyrir brot sem hann framdi 17 ára 8. september 2014 20:00 Stórfellt fíkniefnasmygl þarf að taka aftur fyrir vegna vanhæfi dómara Finnur Snær Guðjónsson og Einar Örn Adolfsson voru dæmdir í sex ára fangelsi fyrir smygl á 30 þúsund e-töflum. 17. september 2015 16:58 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Mistök og sofandaháttur urðu til þess að tveir Íslendingar, sem handteknir voru fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning í ágúst 2011, þurfa að mæta aftur fyrir hérað þar sem aðalmeðferð málsins fer fram að nýju. Fjöldi vitna þarf því að koma aftur fyrir dóminn. Einar Örn Adolfsson og Finnur Snær Guðjónsson voru dæmdir í sex ára fangelsi í maí í fyrra fyrir innflutning á rúmlega 30 þúsund e-töflum. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem sendi málið aftur heim í hérað vegna vanhæfis dómarans í málinu, Ástríðar Grímsdóttur. Þorgeir Njálsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjaness. Þorgeir Njálsson, dómstjóri hjá Héraðsdómi Reykjaness þar sem málið er til meðferðar, segir að um röð mistaka sé að ræða.„Þetta byrjar í rauninni á því að það átti aldrei að úthluta henni málinu,“ segir Þorgeir. Það sé alfarið á hans ábyrgð. Ástríður tók afstöðu til gæsluvarðhalds þeirra Einars og Finns eftir að þeir voru handteknir og þótti því vanhæf til að vera dómari í málinu í héraði. „Maður passar venjulega upp á það og er með þessi mál í kollinum þar sem sakborningur hefur sætt gæsluvarðhaldi. Það er mjög auðvelt að kanna þetta hér,“ segir Þorgeir. Hægt sé að fara inn í málaskrá og finna viðkomandi gæsluvarðhaldsúrskurði. Hafi dómari komið að þeim úrskurði eigi hann að vera úr leik þegar komi að því að úthluta málinu dómara.Héraðsdómur Reykjaness.Vísir/Valli„Þarna á brotið sér stað árið 2011 en svo er ákært árið 2014. Ég gáði ekki nægjanlega vel að þessu,“ segir Þorgeir um mistök sín. Blaðamanni þykir skrýtið að þótt dómstjóri hafi ekki tekið eftir þessu þá hefði það átt að koma upp í málsferð í héraði, hjá dómara, sækjanda eða verjendum.Þorgeir segir Ástríði dómara einfaldlega ekki hafa áttað sig á þessu og heldur ekki verjendurnir. Hefði einhver áttað sig á þessu í málsmeðferðinni hefði hún verið stöðvuð og hafin að nýju með nýjum dómara. Jafnvel þótt búið væri að dómtaka málið, þ.e. þegar málsmeðferð er lokið og þess beðið að dómur er kveðinn upp. „Það kveikir enginn á perunni,“ segir Þorgeir en minnir á að mistökin séu fyrst og fremst sín.Ungu hjónin Guðbjörgg Hrefna og Einar Örn ræddu stöðu sína í Íslandi í dag í fyrra. Innslagið má sjá hér að neðan.VísirÍ framhaldinu er kveðinn upp dómur, sex ára fangelsi í þeirra tilfelli, útbúnar dómsgerðir og heilmikil skriffinnsku vinna sem fer fram eftir að dómur er upp kveðinn. Það er hins vegar ekki fyrr en taka á fyrir áfrýjun í Hæstarétti sem menn átta sig á þessum mistökum.„Dómararnir í Hæstarétti voru komnir með málið í sínar hendur og þeir gera sér grein fyrir þessu,“ segir Þorgeir. Haft var samband við verjendur Einars og Finns og ljóst að málið þyrfti að taka fyrir að nýju. Þorgeir segir að málið hafi verið sett í algjöran forgang í héraðsdómi og sé komið á dagskrá. Aðalmeðferð hefst þann 5. nóvember.Ísland í dag tók hús á Einari Erni og fjölskyldu í september í fyrra. Innslagið má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Dæmdur í sex ára fangelsi þremur árum eftir að brotið var framið Einar Örn Adolfsson segist ekki vera sami maður og hann var þegar hann var 17 ára. 25. maí 2014 19:45 Ísland í dag: Hræddur um að missa af fyrstu árum frumburðarins Einar Örn Adolfsson var dæmdur í 6 ára fangelsi fyrir brot sem hann framdi 17 ára 8. september 2014 20:00 Stórfellt fíkniefnasmygl þarf að taka aftur fyrir vegna vanhæfi dómara Finnur Snær Guðjónsson og Einar Örn Adolfsson voru dæmdir í sex ára fangelsi fyrir smygl á 30 þúsund e-töflum. 17. september 2015 16:58 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Dæmdur í sex ára fangelsi þremur árum eftir að brotið var framið Einar Örn Adolfsson segist ekki vera sami maður og hann var þegar hann var 17 ára. 25. maí 2014 19:45
Ísland í dag: Hræddur um að missa af fyrstu árum frumburðarins Einar Örn Adolfsson var dæmdur í 6 ára fangelsi fyrir brot sem hann framdi 17 ára 8. september 2014 20:00
Stórfellt fíkniefnasmygl þarf að taka aftur fyrir vegna vanhæfi dómara Finnur Snær Guðjónsson og Einar Örn Adolfsson voru dæmdir í sex ára fangelsi fyrir smygl á 30 þúsund e-töflum. 17. september 2015 16:58