Snædís sigraði í héraðsdómi: „Staðan er tvö - núll í hálfleik“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júní 2015 14:30 Snædís Rán ásamt móður sinni, túlkum og aðstoðarkonu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Stefán Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag rétt heyrnalausra til túlkunar með dómi sínum í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur en hún stefndi íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf. Snædís Rán er daufblind og þjáist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hún þarf því aðstoð túlks í öll samskipti og hefur úrslitaáhrif um það hvort hún geti tjáð sig og tekið virkan þátt í lífi og starfi til jafns við aðra.Snædís hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða fyrir túlkaþjónustu, en tekjur hennar nema um 170 þúsund krónum á mánuði. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafði brotið gegn Snædísi þegar henni var gert að greiða fyrir túlkaþjónustu úr eigin vasa, alls um 50 þúsund krónur. Dómurinn gerði ríkinu að endurgreiða henni þá upphæð auk 500 þúsund króna í miskabætur vegna meingerðar ríkisins gagnvart henni.Eins og ef konur fengju ekki að kjósa Í dómi héraðsdóms segir að ríkið hafi brotið á stjórnarskrárvörðum rétti Snædísar til lágmarksþjónustu, réttindum sem eru fjárlögum æðri. Páll Rúnar Kristjánsson, lögmaður Snædísar, segir málið hafa í grunninn snúist um rétt Snædísar til að eiga í samskiptum við umheiminn í stað þess að sæta ómannúðlegri útskúfun og einangrun. „Íslenska ríkið hélt því í alvöru fram að því væri heimilt að hafa af þessari ungu konu mannréttindi hennar með þeirri réttlætingu að þessi mannréttindi rúmuðust ekki innan fjárlaga. Þetta er álíka gáfulegt og að segja að konur muni ekki fá að kjósa í næstu kosningum vegna þess að fjárveiting til kosningamála hafi verið skorin niður," segir Páll og hafi þvi verið augljóst að einungis ein niðurstaða í málinu kæmi til greina.Geta ekki lengur stungið hausnum í sandinn Bryndís Snæbjörnsdóttir, móðir Snædísar, hafði ekki lesið dóminn þegar Vísir hafði samband við hana en sagði ljóst að ríkisvaldið þyrfti í kjölfar niðurstöðunnar að móta sér fastmótaðri reglur í réttindamálum heyrnarlausra hér á landi. „Þetta eru náttúrulega bara réttindi sem þarf að tryggja með formlegri hætti en nú er gert,” segir Bryndís og bætir við að hún beri persónulega miklar vonir við að þessi dómur muni koma til með að hafa umtalsverð áhrif á núverandi fyrirkomulag málaflokksins. Málefni félagslegrar túlkunnar eru í dag á borði menntamálaráðherra en málefni fatlaðs fólks falla undir starfssvið velferðarráðuneytisins. Bryndís vonar að dómurinn til þess að báðir málaflokkar verði á sömu hendi í framtíðinni. „Menn geta ekki alltaf stungið hausnum í sandinn. Það er tími til kominn fyrir ríkisvaldið að taka einhverja afstöðu en ýti þessu ekki alltaf svona undan sér með skammtímalausnum,” segir Bryndís. Heyrnarlausir hafa margir hverjir beðið eftir niðurstöðum þessa dóms með von um að hann muni koma til með að bæta réttarstöðu þeirra en þó að Bryndís telji allar líkur á því að ríkisvaldið áfrýi málinu til Hæstaréttar segir hún að dómur dagsins gefi ágætis fyrirheit. „Auðvitað er þetta kannski bara hálfleikur í dag en þetta er engu að síður mjög mikilvæg staða, þú veist, staðan er tvö-núll í hálfleik,” segir Bryndís. „Og betra liðið er í sókn” Tengdar fréttir Greiðir himinháan kostnað vegna túlkaþjónustu úr eigin vasa Snædís Rán Hjartardóttir sem stefndi Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg útaf synjunar á túlkaþjónustu greiðir kostnað vegna samskipta sjálf. Þriggja klukkutíma fundur kostaði hana fimmtíu þúsund krónur 13. júní 2015 20:00 Vill bara fá að vera manneskja Snædís Rán Hjartardóttir, sem glímir við taugahrörnunarsjúkdóm, heyrnar- og sjónskerðingu, hefur stefnt íslenska ríkinu. 8. júní 2015 22:00 Sex milljóna króna aukaframlag í túlkasjóð Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um sex milljóna króna aukaframlag í túlkasjóð á ári. 26. júní 2015 14:48 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag rétt heyrnalausra til túlkunar með dómi sínum í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur en hún stefndi íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf. Snædís Rán er daufblind og þjáist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hún þarf því aðstoð túlks í öll samskipti og hefur úrslitaáhrif um það hvort hún geti tjáð sig og tekið virkan þátt í lífi og starfi til jafns við aðra.Snædís hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða fyrir túlkaþjónustu, en tekjur hennar nema um 170 þúsund krónum á mánuði. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafði brotið gegn Snædísi þegar henni var gert að greiða fyrir túlkaþjónustu úr eigin vasa, alls um 50 þúsund krónur. Dómurinn gerði ríkinu að endurgreiða henni þá upphæð auk 500 þúsund króna í miskabætur vegna meingerðar ríkisins gagnvart henni.Eins og ef konur fengju ekki að kjósa Í dómi héraðsdóms segir að ríkið hafi brotið á stjórnarskrárvörðum rétti Snædísar til lágmarksþjónustu, réttindum sem eru fjárlögum æðri. Páll Rúnar Kristjánsson, lögmaður Snædísar, segir málið hafa í grunninn snúist um rétt Snædísar til að eiga í samskiptum við umheiminn í stað þess að sæta ómannúðlegri útskúfun og einangrun. „Íslenska ríkið hélt því í alvöru fram að því væri heimilt að hafa af þessari ungu konu mannréttindi hennar með þeirri réttlætingu að þessi mannréttindi rúmuðust ekki innan fjárlaga. Þetta er álíka gáfulegt og að segja að konur muni ekki fá að kjósa í næstu kosningum vegna þess að fjárveiting til kosningamála hafi verið skorin niður," segir Páll og hafi þvi verið augljóst að einungis ein niðurstaða í málinu kæmi til greina.Geta ekki lengur stungið hausnum í sandinn Bryndís Snæbjörnsdóttir, móðir Snædísar, hafði ekki lesið dóminn þegar Vísir hafði samband við hana en sagði ljóst að ríkisvaldið þyrfti í kjölfar niðurstöðunnar að móta sér fastmótaðri reglur í réttindamálum heyrnarlausra hér á landi. „Þetta eru náttúrulega bara réttindi sem þarf að tryggja með formlegri hætti en nú er gert,” segir Bryndís og bætir við að hún beri persónulega miklar vonir við að þessi dómur muni koma til með að hafa umtalsverð áhrif á núverandi fyrirkomulag málaflokksins. Málefni félagslegrar túlkunnar eru í dag á borði menntamálaráðherra en málefni fatlaðs fólks falla undir starfssvið velferðarráðuneytisins. Bryndís vonar að dómurinn til þess að báðir málaflokkar verði á sömu hendi í framtíðinni. „Menn geta ekki alltaf stungið hausnum í sandinn. Það er tími til kominn fyrir ríkisvaldið að taka einhverja afstöðu en ýti þessu ekki alltaf svona undan sér með skammtímalausnum,” segir Bryndís. Heyrnarlausir hafa margir hverjir beðið eftir niðurstöðum þessa dóms með von um að hann muni koma til með að bæta réttarstöðu þeirra en þó að Bryndís telji allar líkur á því að ríkisvaldið áfrýi málinu til Hæstaréttar segir hún að dómur dagsins gefi ágætis fyrirheit. „Auðvitað er þetta kannski bara hálfleikur í dag en þetta er engu að síður mjög mikilvæg staða, þú veist, staðan er tvö-núll í hálfleik,” segir Bryndís. „Og betra liðið er í sókn”
Tengdar fréttir Greiðir himinháan kostnað vegna túlkaþjónustu úr eigin vasa Snædís Rán Hjartardóttir sem stefndi Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg útaf synjunar á túlkaþjónustu greiðir kostnað vegna samskipta sjálf. Þriggja klukkutíma fundur kostaði hana fimmtíu þúsund krónur 13. júní 2015 20:00 Vill bara fá að vera manneskja Snædís Rán Hjartardóttir, sem glímir við taugahrörnunarsjúkdóm, heyrnar- og sjónskerðingu, hefur stefnt íslenska ríkinu. 8. júní 2015 22:00 Sex milljóna króna aukaframlag í túlkasjóð Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um sex milljóna króna aukaframlag í túlkasjóð á ári. 26. júní 2015 14:48 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
Greiðir himinháan kostnað vegna túlkaþjónustu úr eigin vasa Snædís Rán Hjartardóttir sem stefndi Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg útaf synjunar á túlkaþjónustu greiðir kostnað vegna samskipta sjálf. Þriggja klukkutíma fundur kostaði hana fimmtíu þúsund krónur 13. júní 2015 20:00
Vill bara fá að vera manneskja Snædís Rán Hjartardóttir, sem glímir við taugahrörnunarsjúkdóm, heyrnar- og sjónskerðingu, hefur stefnt íslenska ríkinu. 8. júní 2015 22:00
Sex milljóna króna aukaframlag í túlkasjóð Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um sex milljóna króna aukaframlag í túlkasjóð á ári. 26. júní 2015 14:48