Sead Gavranovic, danskur framherji í liði ÍBV í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur verið látinn fara frá félaginu.
Samningi hans við félagið var rift í dag, en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eyjamönnum.
Gavranovic kom frá Danska C-deildarliðinu Jammerbrugt fyrir tímabilið en kom aðeins einu sinni við sögu með ÍBV í deildinni.
Hann kom inn á sem varamaður í leik gegn KR í fimmtu umferð Pepsi-deildarinnar, en Gavranovic var aðeins tvisvar sinnum í leikmannahópnum.
Sead Gavranovic látinn fara frá ÍBV
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið







Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn

Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn
Íslenski boltinn

Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti
