Sjúklingar fastir á geðdeild því þeir fá ekki húsnæði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 1. desember 2015 06:00 14 sjúklingar eru á réttar- og öryggisgeðdeild Landspítalans. Helmingur hefur lokið meðferð en hefur engan samastað. Fréttablaðið/anton Af fjórtán sjúklingum á réttar- og öryggisgeðdeildum Landspítala hefur helmingur náð nægilega góðri heilsu til að útskrifast af spítalanum en ónæg búsetuúrræði koma í veg fyrir það. „Þessir sjúklingar þurfa að vera hjá okkur því annars fara þeir á götuna. Við getum ekki leyft það af siðferðislegum ástæðum. Varðandi sjúklinga á réttargeðdeild höfum við ekki heldur leyfi til þess því við vinnum eftir dómi,“ segir Guðmundur Sævar Sævarsson, deildarstjóri öryggis- og réttargeðdeildarþjónustu spítalans. Sumir hafa beðið í að minnsta kosti ár eftir viðeigandi búsetuúrræði en húsnæðið þarf að bjóða upp á aðhald, ramma og eftirlit. „Það er ekki í boði að þessir einstaklingar fari inn á aðstandendur. Þetta er fólk með langa sögu veikinda og getur valdið skaða eða gert eitthvað af sér ef það veikist aftur. Það þarf að vera undir eftirliti og það er á ábyrgð samfélagsins að sjá til þess,“ segir Sævar.Guðmundur Sævar Sævarsson, deildarstjóri öryggis- og réttargeðdeildarþjónustu LandspítalansÁ öryggisgeðdeild eru sjúklingar sem sviptir hafa verið sjálfræði lagðir inn og eru rúm fyrir átta sjúklinga. Í dag eru þó níu manns á deildinni. „Við sinnum ekki lengur meðferð á þessum sjúklingum og þannig eru deildirnar notaðar sem geymslur. Um leið getum við ekki tekið á móti sjúklingum sem við ættum að vera að sinna. Þeir eru fastir á Hringbraut,“ segir Guðmundur. Alls bíða 30 til 40 geðfatlaðir eftir búsetuúrræði í Reykjavík og þar af tveir af þessum tveimur deildum. Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir átak hafa verið gert með samstarfi velferðarsviðs og geðsviðs spítalans. Um áramót voru sextán sjúklingar sem höfðu lokið meðferð settir á lista og hafa fimmtán af þeim fengið búsetuúrræði. Þar af fjórir af öryggis- og réttargeðdeild. „Síðan hafa tveir sjúklingar af þessum deildum bæst við á listann á síðustu mánuðum. Þeir bíða nú eftir úrræði hjá okkur eða öðru úrræði sem ríkið þyrfti að sjá um þar sem venjuleg úrræði á vegum sveitarfélaga duga ekki í sumum tilfellum,“ segir Stefán. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Af fjórtán sjúklingum á réttar- og öryggisgeðdeildum Landspítala hefur helmingur náð nægilega góðri heilsu til að útskrifast af spítalanum en ónæg búsetuúrræði koma í veg fyrir það. „Þessir sjúklingar þurfa að vera hjá okkur því annars fara þeir á götuna. Við getum ekki leyft það af siðferðislegum ástæðum. Varðandi sjúklinga á réttargeðdeild höfum við ekki heldur leyfi til þess því við vinnum eftir dómi,“ segir Guðmundur Sævar Sævarsson, deildarstjóri öryggis- og réttargeðdeildarþjónustu spítalans. Sumir hafa beðið í að minnsta kosti ár eftir viðeigandi búsetuúrræði en húsnæðið þarf að bjóða upp á aðhald, ramma og eftirlit. „Það er ekki í boði að þessir einstaklingar fari inn á aðstandendur. Þetta er fólk með langa sögu veikinda og getur valdið skaða eða gert eitthvað af sér ef það veikist aftur. Það þarf að vera undir eftirliti og það er á ábyrgð samfélagsins að sjá til þess,“ segir Sævar.Guðmundur Sævar Sævarsson, deildarstjóri öryggis- og réttargeðdeildarþjónustu LandspítalansÁ öryggisgeðdeild eru sjúklingar sem sviptir hafa verið sjálfræði lagðir inn og eru rúm fyrir átta sjúklinga. Í dag eru þó níu manns á deildinni. „Við sinnum ekki lengur meðferð á þessum sjúklingum og þannig eru deildirnar notaðar sem geymslur. Um leið getum við ekki tekið á móti sjúklingum sem við ættum að vera að sinna. Þeir eru fastir á Hringbraut,“ segir Guðmundur. Alls bíða 30 til 40 geðfatlaðir eftir búsetuúrræði í Reykjavík og þar af tveir af þessum tveimur deildum. Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir átak hafa verið gert með samstarfi velferðarsviðs og geðsviðs spítalans. Um áramót voru sextán sjúklingar sem höfðu lokið meðferð settir á lista og hafa fimmtán af þeim fengið búsetuúrræði. Þar af fjórir af öryggis- og réttargeðdeild. „Síðan hafa tveir sjúklingar af þessum deildum bæst við á listann á síðustu mánuðum. Þeir bíða nú eftir úrræði hjá okkur eða öðru úrræði sem ríkið þyrfti að sjá um þar sem venjuleg úrræði á vegum sveitarfélaga duga ekki í sumum tilfellum,“ segir Stefán.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira