Íslendingur í fangelsi í Englandi: Sveik milljónir út úr ástkonu sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2015 16:11 Guðfinnur Óskarsson hefur hlotið dóm hér á landi fyrir ölvunarakstur. Mynd frá lögreglunni í Englandi Guðfinnur Óskarsson, 33 ára íslenskur karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi í Englandi. Guðfinnur var fundinn sekur um að hafa haft fé af unnustu sinni sem hann kynntist í gegnum stefnumótasíðu í ágúst fyrir rúmum tveimur árum.Í frétt breska vefmiðilsins Yorkshire Evening Post segir að Guðfinnur hafi haft um 30 þúsund pund af kærustu sinni en hann flutti utan til Leeds þar sem þau bjuggu um tíma saman. Um er að ræða tæplega sex milljónir króna á gengi dagsins í dag. Guðfinnur játaði brot sín fyrir dómi.Samþykkti að greiða fyrir hannGuðfinnur flutti inn til kærustunnar, Victoriu Maker, eftir að hafa sagt henni að hann kæmist ekki úr landi þar sem hann hafði ekki fengið greiðslur fyrir vinnu í Englandi. Saksóknari í málinu sagði að Victoria hefði samþykkt að greiða fyrir allt þar til hann fengi útborguð laun sín. „Sakborningurinn tjáði henni margoft að hann væri að bíða þess að fá greidd vangoldin laun,“ sagði sækjandinn í málinu. „Hún samþykkti skýringar hans og sagði hann þurfa af og til að fara til útlanda vegna vinnu og hún hefði greitt fyrir flugferðir hans yfir þann tíma.“Seldi heimili sittÁ meðan sambandi þeirra stóð seldi hún heimili sitt fyrir 190 þúsund pund sem svarar til tæplega fjörutíu milljóna króna. Fluttu þau í framhaldinu inn í leiguíbúð. Í ágúst í fyrra er Guðfinnur sakaður um að hafa sannfært Victoriu um að millifæra 153 þúsund pund, rúmlega 30 milljónir króna, inn á bankareikning sinn. Ástæðan væri sú að hann gæti ávaxtað peningana betur á norskum sparireikningi. Þar gæti hann fengið hærri vexti. Í framhaldinu fór hann undan í flæmingi í þau skipti sem Victoria spurði út í peningana og vildi sjá yfirlit. Þá sagðist Guðfinnur hafa fundið vinnu og myndi sjá um að greiða leiguna sem svaraði til 650 punda á mánuði, eða 130 þúsund króna.Handtekinn á HeathrowSaksóknari sagði hins vegar peningana sem Guðfinnur notaði til að greiða leiguna hafa komið úr fyrrnefndum sjóði Victoriu. Hiti færðist í leikinn í mars síðastliðnum þegar Victoria þráspurði Guðfinn um peningana. Hann skilaði 25 þúsund pundum til Victoriu og sagðist hafa verið boðin vinna á Íslandi í fjórar vikur. Victoria fór í kjölfarið að grennslast fyrir á meðan Guðfinnur var fjarverandi og komst að því að peningurinn sem hún hafði millifært yfir á hans reikning hefði aldrei verið ávaxtaður. Hún hafði samband við lögreglu eftir að Guðfinnur hætti að svara skilaboðum hennar og tölvupósti. Guðfinnur var svo handtekinn á Heathrow flugvelli í Lundúnum þar sem hann var í þann mund að halda til Washington í Bandaríkjunum. Guðfinnur játaði brot sín. Stærstur hluti peninganna var enn á sínum stað en þó munaði tæplega 30 þúsund pundum eða tæplega sex milljónum króna.Nýtti sér hrifningu VictoriuVerjandi Guðfinns sagði Guðfinn hafa verið yfir sig ástfanginn af Victoriu. Hann hafi verið pirraður á því að hún hefði haldið honum uppi. Þannig hafi hann réttlætt fyrir sér að láta flytja peningana svo hann gæti sýnt að hann ætti peninga til að geta framfleitt henni. Dómarinn í málinu sagði Guðfinn hins vegar hafa nýtt sér hrifningu Victoriu til að hafa af henni peninga. Summan hefði verið umtalsverð. „Þú ákvaðst að sýna aðeins peningum hennar áhuga og það leiddi af sér tap upp á nærri þrjátíu þúsund punda.“ Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Guðfinnur Óskarsson, 33 ára íslenskur karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi í Englandi. Guðfinnur var fundinn sekur um að hafa haft fé af unnustu sinni sem hann kynntist í gegnum stefnumótasíðu í ágúst fyrir rúmum tveimur árum.Í frétt breska vefmiðilsins Yorkshire Evening Post segir að Guðfinnur hafi haft um 30 þúsund pund af kærustu sinni en hann flutti utan til Leeds þar sem þau bjuggu um tíma saman. Um er að ræða tæplega sex milljónir króna á gengi dagsins í dag. Guðfinnur játaði brot sín fyrir dómi.Samþykkti að greiða fyrir hannGuðfinnur flutti inn til kærustunnar, Victoriu Maker, eftir að hafa sagt henni að hann kæmist ekki úr landi þar sem hann hafði ekki fengið greiðslur fyrir vinnu í Englandi. Saksóknari í málinu sagði að Victoria hefði samþykkt að greiða fyrir allt þar til hann fengi útborguð laun sín. „Sakborningurinn tjáði henni margoft að hann væri að bíða þess að fá greidd vangoldin laun,“ sagði sækjandinn í málinu. „Hún samþykkti skýringar hans og sagði hann þurfa af og til að fara til útlanda vegna vinnu og hún hefði greitt fyrir flugferðir hans yfir þann tíma.“Seldi heimili sittÁ meðan sambandi þeirra stóð seldi hún heimili sitt fyrir 190 þúsund pund sem svarar til tæplega fjörutíu milljóna króna. Fluttu þau í framhaldinu inn í leiguíbúð. Í ágúst í fyrra er Guðfinnur sakaður um að hafa sannfært Victoriu um að millifæra 153 þúsund pund, rúmlega 30 milljónir króna, inn á bankareikning sinn. Ástæðan væri sú að hann gæti ávaxtað peningana betur á norskum sparireikningi. Þar gæti hann fengið hærri vexti. Í framhaldinu fór hann undan í flæmingi í þau skipti sem Victoria spurði út í peningana og vildi sjá yfirlit. Þá sagðist Guðfinnur hafa fundið vinnu og myndi sjá um að greiða leiguna sem svaraði til 650 punda á mánuði, eða 130 þúsund króna.Handtekinn á HeathrowSaksóknari sagði hins vegar peningana sem Guðfinnur notaði til að greiða leiguna hafa komið úr fyrrnefndum sjóði Victoriu. Hiti færðist í leikinn í mars síðastliðnum þegar Victoria þráspurði Guðfinn um peningana. Hann skilaði 25 þúsund pundum til Victoriu og sagðist hafa verið boðin vinna á Íslandi í fjórar vikur. Victoria fór í kjölfarið að grennslast fyrir á meðan Guðfinnur var fjarverandi og komst að því að peningurinn sem hún hafði millifært yfir á hans reikning hefði aldrei verið ávaxtaður. Hún hafði samband við lögreglu eftir að Guðfinnur hætti að svara skilaboðum hennar og tölvupósti. Guðfinnur var svo handtekinn á Heathrow flugvelli í Lundúnum þar sem hann var í þann mund að halda til Washington í Bandaríkjunum. Guðfinnur játaði brot sín. Stærstur hluti peninganna var enn á sínum stað en þó munaði tæplega 30 þúsund pundum eða tæplega sex milljónum króna.Nýtti sér hrifningu VictoriuVerjandi Guðfinns sagði Guðfinn hafa verið yfir sig ástfanginn af Victoriu. Hann hafi verið pirraður á því að hún hefði haldið honum uppi. Þannig hafi hann réttlætt fyrir sér að láta flytja peningana svo hann gæti sýnt að hann ætti peninga til að geta framfleitt henni. Dómarinn í málinu sagði Guðfinn hins vegar hafa nýtt sér hrifningu Victoriu til að hafa af henni peninga. Summan hefði verið umtalsverð. „Þú ákvaðst að sýna aðeins peningum hennar áhuga og það leiddi af sér tap upp á nærri þrjátíu þúsund punda.“
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira