Rannveig Rist segir löngu tímabært að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. desember 2015 11:04 Rannveig Rist. VÍSIR/GVA Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir „ánægjulegt að ekki hafi þurft að byrja að slökkva á kerum álversins í Straumsvík í dag eins og stefndi í vegna yfirvofandi verkfalls sem nú hefur verið aflýst.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Rannveigu sem send var á fjölmiðla nú áðan. Í yfirlýsingunni segir að það verði áfram verkefnið að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar sem Rannveig segir að sé löngu orðið tímabært: „Fulltrúar viðsemjenda okkar hafa ítrekað sagt að deilan strandi ekki á ágreiningi um launakjör. Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna. Hömlurnar á fyrirtækið hvað þetta varðar eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi og það er skýr krafa að þær verði rýmkaðar eins og við höfum farið fram á. Það felur ekki í sér neinar heimildir eða svigrúm sem önnur fyrirtæki hafa ekki almennt á Íslandi,“ segir Rannveig í yfirlýsingunni. Eins og greint hefur verið frá var verkfallinu aflýst í gærkvöldi en það átti að skella á á miðnætti. Rætt var við Gylfa Ingvarsson, talsmann starfsmanna álversins í Straumsvík, í Bítinu í morgun. Hann sagði stöðuna sem upp sé komin ótrúverðuga. Ljóst sé að hans mati að ekki sé um kjaradeilu að ræða og telur Gylfi hugsanlegt að stjórnendur álversins hyggist loka því alfarið. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Boðuðu verkfalli í álverinu í Straumsvík frestað Kjaradeilan áfram óleyst. 1. desember 2015 22:50 Rannveig vongóð um að sátt náist í tæka tíð Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. 1. desember 2015 21:00 „Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík telur líklegt að stjórnendur hyggist loka álverinu. 2. desember 2015 10:09 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir „ánægjulegt að ekki hafi þurft að byrja að slökkva á kerum álversins í Straumsvík í dag eins og stefndi í vegna yfirvofandi verkfalls sem nú hefur verið aflýst.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Rannveigu sem send var á fjölmiðla nú áðan. Í yfirlýsingunni segir að það verði áfram verkefnið að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar sem Rannveig segir að sé löngu orðið tímabært: „Fulltrúar viðsemjenda okkar hafa ítrekað sagt að deilan strandi ekki á ágreiningi um launakjör. Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna. Hömlurnar á fyrirtækið hvað þetta varðar eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi og það er skýr krafa að þær verði rýmkaðar eins og við höfum farið fram á. Það felur ekki í sér neinar heimildir eða svigrúm sem önnur fyrirtæki hafa ekki almennt á Íslandi,“ segir Rannveig í yfirlýsingunni. Eins og greint hefur verið frá var verkfallinu aflýst í gærkvöldi en það átti að skella á á miðnætti. Rætt var við Gylfa Ingvarsson, talsmann starfsmanna álversins í Straumsvík, í Bítinu í morgun. Hann sagði stöðuna sem upp sé komin ótrúverðuga. Ljóst sé að hans mati að ekki sé um kjaradeilu að ræða og telur Gylfi hugsanlegt að stjórnendur álversins hyggist loka því alfarið.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Boðuðu verkfalli í álverinu í Straumsvík frestað Kjaradeilan áfram óleyst. 1. desember 2015 22:50 Rannveig vongóð um að sátt náist í tæka tíð Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. 1. desember 2015 21:00 „Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík telur líklegt að stjórnendur hyggist loka álverinu. 2. desember 2015 10:09 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Rannveig vongóð um að sátt náist í tæka tíð Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. 1. desember 2015 21:00
„Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík telur líklegt að stjórnendur hyggist loka álverinu. 2. desember 2015 10:09