Líf vill horfa fram á veginn þrátt fyrir útspil Sóleyjar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2015 14:03 Líf Magneudóttir (t.v.) og Sóley Tómasdóttir. Vísir/Ernir Líf Magneudóttir, fráfarandi formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, segir það vera Sóleyjar Tómasdóttur að útskýra ákvörðun hennar að ýta sér til hliðar og fara sjálf í formannsstól ráðsins. Afar skiptar skoðanir eru á útspili Sóleyjar innan vinstri grænna og sýnist sitt hverjum. Líf hefur ekki viljað tjá sig um deilur þeirra Sóleyjar og atburði gærkvöldsins þar sem Sóley var kosin formaður. Sex sátu hjá í kosningu borgarfulltrúanna sem er fáheyrt þegar um breytingar innan einstakra flokka er að ræða. „Síðasta sólarhringinn hefur verið fjallað mikið um skipan Sóleyjar Tómasdóttur sem formanns mannréttindaráðs í minn stað. Ég hef ekki viljað tjá mig um þessa ákvörðun Sóleyjar enda hlýtur það að vera hennar að útskýra hana,“ segir Líf í færslu á Facebook. Fyrir henni horfi málið svona við: „Það sem er gert er gert. Núna skiptir mestu að við horfum fram á veginn og stöndum saman um að vinna að málum Vinstri-grænna í borginni og höfum áhrif til góðs fyrir íbúa og umhverfi. Innanflokksátök um persónur hjálpa okkur ekki við það.“ Kæru vinir.Síðasta sólarhringinn hefur verið fjallað mikið um skipan Sóleyjar Tómasdóttur sem formanns mannréttindaráðs...Posted by Líf Magneudóttir on Wednesday, December 2, 2015 Viðbrögð Lífar nú eru svipuð og þegar Sóley marði 153-152 sigur á Líf í baráttunni um oddvitasætið í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í fyrra. Þá andaði Sóley léttar eftir dramatískar kosningar en Líf sagði mikilvægast að sameinast um málefni flokksins og horfa fram á veginn. Frétt Stöðvar 2 eftir oddvitaslaginn má sjá hér að neðan. Lagt hefur verið til að vinnusálfræðingur verði fenginn til þess að leita sátta í deilum Lífar og Sóleyjar. Ekki hefur þó komið til fundar með sálfræðingnum enn sem komið er. Sóley er stödd á loftslagsráðstefnunni í París. Katrín Jakobsdóttir, formaður vinstri grænna. „Ef það má draga lærdóm af þessu þá er hann sá að það þurfi að bæta ákvarðanatökuferlið í borgarstjórnarhópnum og efla tengsl hópsins og grasrótarinnar í flokknum. Það er verkefni okkar allra og ég mun leggja mitt af mörkum í þeirri vinnu og treysti því að aðrir í borgarstjórnarhópnum geri slíkt hið sama.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður vinstri grænna, virðist ekki ætla að blanda sér í deilur flokksystra sinna, ekki í fjölmiðlum hið minnsta. Hún sagði í samtali við Vísi í dag hafa verið upplýst um ákvörðun Sóleyjar að taka yfir formannsstöðuna í mannréttindaráði en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Alþingi Tengdar fréttir Afar skiptar skoðanir innan VG með ákvörðun Sóleyjar Fjölmargir vissu af plani Sóleyjar Tómasdóttur áður en það barst til eyrna Lífar Magneudóttur. 2. desember 2015 10:45 Sóley ýtir Líf til hliðar og fer sjálf í formanninn Samkvæmt heimildum Vísis hafa samskiptaerfiðleikar verið á milli Lífar og Sóleyjar um langa hríð. 1. desember 2015 18:11 Sóley í stað Lífar Sóley Tómasdóttir tekur sæti Lífar Magneudóttur. 2. desember 2015 07:31 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Skotárás á Times Square Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Líf Magneudóttir, fráfarandi formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, segir það vera Sóleyjar Tómasdóttur að útskýra ákvörðun hennar að ýta sér til hliðar og fara sjálf í formannsstól ráðsins. Afar skiptar skoðanir eru á útspili Sóleyjar innan vinstri grænna og sýnist sitt hverjum. Líf hefur ekki viljað tjá sig um deilur þeirra Sóleyjar og atburði gærkvöldsins þar sem Sóley var kosin formaður. Sex sátu hjá í kosningu borgarfulltrúanna sem er fáheyrt þegar um breytingar innan einstakra flokka er að ræða. „Síðasta sólarhringinn hefur verið fjallað mikið um skipan Sóleyjar Tómasdóttur sem formanns mannréttindaráðs í minn stað. Ég hef ekki viljað tjá mig um þessa ákvörðun Sóleyjar enda hlýtur það að vera hennar að útskýra hana,“ segir Líf í færslu á Facebook. Fyrir henni horfi málið svona við: „Það sem er gert er gert. Núna skiptir mestu að við horfum fram á veginn og stöndum saman um að vinna að málum Vinstri-grænna í borginni og höfum áhrif til góðs fyrir íbúa og umhverfi. Innanflokksátök um persónur hjálpa okkur ekki við það.“ Kæru vinir.Síðasta sólarhringinn hefur verið fjallað mikið um skipan Sóleyjar Tómasdóttur sem formanns mannréttindaráðs...Posted by Líf Magneudóttir on Wednesday, December 2, 2015 Viðbrögð Lífar nú eru svipuð og þegar Sóley marði 153-152 sigur á Líf í baráttunni um oddvitasætið í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í fyrra. Þá andaði Sóley léttar eftir dramatískar kosningar en Líf sagði mikilvægast að sameinast um málefni flokksins og horfa fram á veginn. Frétt Stöðvar 2 eftir oddvitaslaginn má sjá hér að neðan. Lagt hefur verið til að vinnusálfræðingur verði fenginn til þess að leita sátta í deilum Lífar og Sóleyjar. Ekki hefur þó komið til fundar með sálfræðingnum enn sem komið er. Sóley er stödd á loftslagsráðstefnunni í París. Katrín Jakobsdóttir, formaður vinstri grænna. „Ef það má draga lærdóm af þessu þá er hann sá að það þurfi að bæta ákvarðanatökuferlið í borgarstjórnarhópnum og efla tengsl hópsins og grasrótarinnar í flokknum. Það er verkefni okkar allra og ég mun leggja mitt af mörkum í þeirri vinnu og treysti því að aðrir í borgarstjórnarhópnum geri slíkt hið sama.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður vinstri grænna, virðist ekki ætla að blanda sér í deilur flokksystra sinna, ekki í fjölmiðlum hið minnsta. Hún sagði í samtali við Vísi í dag hafa verið upplýst um ákvörðun Sóleyjar að taka yfir formannsstöðuna í mannréttindaráði en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.
Alþingi Tengdar fréttir Afar skiptar skoðanir innan VG með ákvörðun Sóleyjar Fjölmargir vissu af plani Sóleyjar Tómasdóttur áður en það barst til eyrna Lífar Magneudóttur. 2. desember 2015 10:45 Sóley ýtir Líf til hliðar og fer sjálf í formanninn Samkvæmt heimildum Vísis hafa samskiptaerfiðleikar verið á milli Lífar og Sóleyjar um langa hríð. 1. desember 2015 18:11 Sóley í stað Lífar Sóley Tómasdóttir tekur sæti Lífar Magneudóttur. 2. desember 2015 07:31 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Skotárás á Times Square Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Afar skiptar skoðanir innan VG með ákvörðun Sóleyjar Fjölmargir vissu af plani Sóleyjar Tómasdóttur áður en það barst til eyrna Lífar Magneudóttur. 2. desember 2015 10:45
Sóley ýtir Líf til hliðar og fer sjálf í formanninn Samkvæmt heimildum Vísis hafa samskiptaerfiðleikar verið á milli Lífar og Sóleyjar um langa hríð. 1. desember 2015 18:11