Fimmtíu ferðamönnum bjargað við Álftavatn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júlí 2014 11:28 Frá Álftavatni í gærkvöldi. Mynd/Stefán Jökull Um áttatíu manns voru á tjaldsvæðinu við Álftavatn við Laugaveginn, gönguleiðina á milli Landmannalauga og Þórsmerkur, í gærkvöldi í óveðri. Stefán Jökull Jakobsson, sem starfað hefur sem skálavörður við Álftavatn frá árinu 2000, segist aldrei hafa upplifað neyðarbjörgun líkt og þá sem fram fór á tjaldstæðinu. Í samtali við Vísi segist Stefán Jökull hafa farið að hafa áhyggjur af veðrinu í gær og hringt í veðurstofuna um áttaleytið. Hann hafi fengið þau skilaboð að vindur myndi vaxa og von væri á úrhelli. Í kjölfarið hafi Stefán Jökull og fleiri gengið um tjaldsvæðið og tekið stöðuna á gestunum. Erlendir ferðamenn voru þar í miklum meirihluta. „Rétt um níuleytið gerir þennan svakalega hvell,“ segir Stefán Jökull. „Eitt tjaldið springur, fýkur út í vatn og í burtu.“ Alls hafi þrjú tjöld fokið í burtu sem þeir hafi ekki séð tangur né tetur af síðan. Vindurinn var það mikill. „Ég er 105 kíló en var farinn að fjúka hressilega til.“Frá Álftavatni í gærkvöldi.Mynd/Stefán JökullFlutt með rútu á Hvolsvöll Stefán Jökull segir það hafa verið lán í óláni að rútufyrirtækið Sæmundur Sigmundsson hafi verið með rútu á svæðinu. Tekin hafi verið ákvörðun um eittleytið í nótt að flytja fimmtíu erlenda ferðamenn á Hvolsvöll og það hafi bílstjóri rútunnar tekið að sér. Á Hvolsvelli hafi lögreglan gert sérstaklega vel í að útvega fólkinu gistingu. Ferðamennirnir fimmtíu voru á öllum aldri. Hluti af þeim var danskur skátahópur í æfingaferð. „Lögreglan hringdi út og gistiheimilið Heimaland var opnað,“ segir Stefán Jökull. Rútan hafi keyrt ferðalangana undir Eyjafjöll. Ekki hafi verið forsenda fyrir því að fólkið héldi ferð sinni áfram á Laugarveginum. Stefán Jökull telur að líklega hafi aðeins tveir af ferðamönnum fimmtíu verið nógu vel búnir til þess að halda för áfram. Auk þess hafi bróðurparturinn af tjöldunum verið rifinn, súlur brotnar og allur viðurlegubúnaður orðinn gegnblautur. Stefán Jökull segir að því sé ekki saman að jafna þegar Íslendingar lendi í óveðri líkt og í gær og útlendingar. Fólk hafi fengið áfall og greinilega verið brugðið. „Neyðarópin í sumu fólkinu þegar vindhviðurnar komu voru eins og innileg hræðsluöskur barna,“ segir Stefán Jökull sem aðstoðaði fólkið við að komast inn í skálann. Margir lögðu hönd á plóg og segir Stefán Jökull alla hafa lagst á eitt. „Í svona aðstæðum er það bara íslenski hátturinn. Það fara allir og leysa vandamálin,“ segir skálavörðurinn. Um þrjátíu manns hafi haldið kyrru fyrir í tjöldum sínum í nótt. Fararstjórar þeirra hafi vakað alla nóttina og fylgst með þeim. Stefán Jökull telur ólíklegt að margir hafi fest svefn í tjöldunum í nótt.Frá vettvangi við Álftavatn.Mynd/Margrét Helga ÍvarsdóttirEinn af fimmtíu ósáttur Stefán Jökull segir einn erlendu ferðamannanna hafa orðið sérstaklega illa fyrir barðinu á óveðrinu. Hann hafi verið að gista sína aðra nótt hér á landi og ætti tveggja vikna ferðalag eftir. Hans tjald hafi verið eitt þeirra sem fauk út í veður og vind. Þá hafi allir ferðamennirnir nema einn hafi verið ánægðir með viðbrögð Stefáns Jökuls og félaga, þ.e. þá ákvörðun að flytja alla fimmtíu með rútu í Heimaland. „Einn af þeim var ekki sáttur að þau fengu ekki valkost hvort þau færu með rútunni niður eftir. Allir aðrir voru ánægðir með hvernig við tókum á hlutunum,“ segir Stefán Jökull. Hann sé mjög sáttur við ákvörðunina sem tekin var enda hafi 70 manns staðið upp á endann í skálanum í gærkvöldi. Stefán Jökull segir um 10 m/s í Álftavatni sem stendur og talsvert mikla rigningu. Allir skálar á svæðinu séu fullir hvort sem er í Hrafntinnuskeri, Hvanngili eða Emstrum. Alls staðar hafi fólk flúið inn í skála í gærkvöldi. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Sjá meira
Um áttatíu manns voru á tjaldsvæðinu við Álftavatn við Laugaveginn, gönguleiðina á milli Landmannalauga og Þórsmerkur, í gærkvöldi í óveðri. Stefán Jökull Jakobsson, sem starfað hefur sem skálavörður við Álftavatn frá árinu 2000, segist aldrei hafa upplifað neyðarbjörgun líkt og þá sem fram fór á tjaldstæðinu. Í samtali við Vísi segist Stefán Jökull hafa farið að hafa áhyggjur af veðrinu í gær og hringt í veðurstofuna um áttaleytið. Hann hafi fengið þau skilaboð að vindur myndi vaxa og von væri á úrhelli. Í kjölfarið hafi Stefán Jökull og fleiri gengið um tjaldsvæðið og tekið stöðuna á gestunum. Erlendir ferðamenn voru þar í miklum meirihluta. „Rétt um níuleytið gerir þennan svakalega hvell,“ segir Stefán Jökull. „Eitt tjaldið springur, fýkur út í vatn og í burtu.“ Alls hafi þrjú tjöld fokið í burtu sem þeir hafi ekki séð tangur né tetur af síðan. Vindurinn var það mikill. „Ég er 105 kíló en var farinn að fjúka hressilega til.“Frá Álftavatni í gærkvöldi.Mynd/Stefán JökullFlutt með rútu á Hvolsvöll Stefán Jökull segir það hafa verið lán í óláni að rútufyrirtækið Sæmundur Sigmundsson hafi verið með rútu á svæðinu. Tekin hafi verið ákvörðun um eittleytið í nótt að flytja fimmtíu erlenda ferðamenn á Hvolsvöll og það hafi bílstjóri rútunnar tekið að sér. Á Hvolsvelli hafi lögreglan gert sérstaklega vel í að útvega fólkinu gistingu. Ferðamennirnir fimmtíu voru á öllum aldri. Hluti af þeim var danskur skátahópur í æfingaferð. „Lögreglan hringdi út og gistiheimilið Heimaland var opnað,“ segir Stefán Jökull. Rútan hafi keyrt ferðalangana undir Eyjafjöll. Ekki hafi verið forsenda fyrir því að fólkið héldi ferð sinni áfram á Laugarveginum. Stefán Jökull telur að líklega hafi aðeins tveir af ferðamönnum fimmtíu verið nógu vel búnir til þess að halda för áfram. Auk þess hafi bróðurparturinn af tjöldunum verið rifinn, súlur brotnar og allur viðurlegubúnaður orðinn gegnblautur. Stefán Jökull segir að því sé ekki saman að jafna þegar Íslendingar lendi í óveðri líkt og í gær og útlendingar. Fólk hafi fengið áfall og greinilega verið brugðið. „Neyðarópin í sumu fólkinu þegar vindhviðurnar komu voru eins og innileg hræðsluöskur barna,“ segir Stefán Jökull sem aðstoðaði fólkið við að komast inn í skálann. Margir lögðu hönd á plóg og segir Stefán Jökull alla hafa lagst á eitt. „Í svona aðstæðum er það bara íslenski hátturinn. Það fara allir og leysa vandamálin,“ segir skálavörðurinn. Um þrjátíu manns hafi haldið kyrru fyrir í tjöldum sínum í nótt. Fararstjórar þeirra hafi vakað alla nóttina og fylgst með þeim. Stefán Jökull telur ólíklegt að margir hafi fest svefn í tjöldunum í nótt.Frá vettvangi við Álftavatn.Mynd/Margrét Helga ÍvarsdóttirEinn af fimmtíu ósáttur Stefán Jökull segir einn erlendu ferðamannanna hafa orðið sérstaklega illa fyrir barðinu á óveðrinu. Hann hafi verið að gista sína aðra nótt hér á landi og ætti tveggja vikna ferðalag eftir. Hans tjald hafi verið eitt þeirra sem fauk út í veður og vind. Þá hafi allir ferðamennirnir nema einn hafi verið ánægðir með viðbrögð Stefáns Jökuls og félaga, þ.e. þá ákvörðun að flytja alla fimmtíu með rútu í Heimaland. „Einn af þeim var ekki sáttur að þau fengu ekki valkost hvort þau færu með rútunni niður eftir. Allir aðrir voru ánægðir með hvernig við tókum á hlutunum,“ segir Stefán Jökull. Hann sé mjög sáttur við ákvörðunina sem tekin var enda hafi 70 manns staðið upp á endann í skálanum í gærkvöldi. Stefán Jökull segir um 10 m/s í Álftavatni sem stendur og talsvert mikla rigningu. Allir skálar á svæðinu séu fullir hvort sem er í Hrafntinnuskeri, Hvanngili eða Emstrum. Alls staðar hafi fólk flúið inn í skála í gærkvöldi.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Sjá meira