30 þingmenn styðja áfengi í verslanir Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 11. júlí 2014 20:00 þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun á haustþingi leggja fram frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Verði frumvarpið að lögum yrði áfengi selt í afmörkuði rými innan verslana og sá sem afgreiðir þarf að hafa náð tilskildum aldri. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem frumvarp af þessu tagi er lagt fram á Alþingi. Árið 2007 fluttu 17 þingmenn, þar á meðal Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Það mál hlaut þó ekki endanlega afgreiðslu Alþingis, ekki frekar en frumvarp sama efnis sem var lagt fram á Alþingi haustið 2008, eins og frægt var.Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en hann segir málið aðkallandi. „Ég held að þetta gæti breytt áfengisvenjum landsmanna. Þetta verði frekar að menningu okkar heldur en að þetta verði tabú eða spennandi. Þetta verði þá til þess að fólk kaupi frekar léttvín með matnum í staðinn fyrir að gera magninnkaup þegar að það á leið í bæinn eða í vínbúðina. Ég held að við leysum ekki áfengisvanda þjóðarinnar með höftum, heldur frekar með lausnum eins og að auka meðferðarúrræði og styrkja forvarnarsjóði í stað þess að setja boð og bönn,“ segir Vilhjálmur. Fréttastofa gerði óformlega könnun í dag meðal alþingismanna, en spurt var hvort þeir kæmu til með að styðja frumvarp Vilhjálms þess efnis að selja áfengi í verslunum. Öruggt þykir að allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins styðji málið. Þingmenn Bjartrar framtíðar eru þó ekki einhuga í þessu máli en að minnsta kosti þrír koma til með að styðja það en einn er á móti. Píratar koma allir til með að styðja frumvarp Vilhjálms en aðeins einn þingmaður Samfylkingarinnar, aðrir sem fréttastofa náði tali af vildu ekki gefa upp afstöðu sína. Fjórir þingmenn Framsóknarflokksins koma til með að styðja málið og þrír munu greiða atkvæða gegn því. Aðrir gefa ekki upp afstöðu. Þá er búast við að þingflokkur Vinstri grænna muni greiða allur greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Því liggur fyrir að 30 þingmenn, hið minnsta, munu koma til með að styðja frumvarpið. 22 þingmenn eru óákveðnir eða gefa ekki upp afstöðu, en aðeins tveir þessara þingmanna þurfa að greiða atkvæði með frumvarpinu, svo það verði samþykkt sem lög frá Alþingi. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira
þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun á haustþingi leggja fram frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Verði frumvarpið að lögum yrði áfengi selt í afmörkuði rými innan verslana og sá sem afgreiðir þarf að hafa náð tilskildum aldri. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem frumvarp af þessu tagi er lagt fram á Alþingi. Árið 2007 fluttu 17 þingmenn, þar á meðal Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Það mál hlaut þó ekki endanlega afgreiðslu Alþingis, ekki frekar en frumvarp sama efnis sem var lagt fram á Alþingi haustið 2008, eins og frægt var.Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en hann segir málið aðkallandi. „Ég held að þetta gæti breytt áfengisvenjum landsmanna. Þetta verði frekar að menningu okkar heldur en að þetta verði tabú eða spennandi. Þetta verði þá til þess að fólk kaupi frekar léttvín með matnum í staðinn fyrir að gera magninnkaup þegar að það á leið í bæinn eða í vínbúðina. Ég held að við leysum ekki áfengisvanda þjóðarinnar með höftum, heldur frekar með lausnum eins og að auka meðferðarúrræði og styrkja forvarnarsjóði í stað þess að setja boð og bönn,“ segir Vilhjálmur. Fréttastofa gerði óformlega könnun í dag meðal alþingismanna, en spurt var hvort þeir kæmu til með að styðja frumvarp Vilhjálms þess efnis að selja áfengi í verslunum. Öruggt þykir að allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins styðji málið. Þingmenn Bjartrar framtíðar eru þó ekki einhuga í þessu máli en að minnsta kosti þrír koma til með að styðja það en einn er á móti. Píratar koma allir til með að styðja frumvarp Vilhjálms en aðeins einn þingmaður Samfylkingarinnar, aðrir sem fréttastofa náði tali af vildu ekki gefa upp afstöðu sína. Fjórir þingmenn Framsóknarflokksins koma til með að styðja málið og þrír munu greiða atkvæða gegn því. Aðrir gefa ekki upp afstöðu. Þá er búast við að þingflokkur Vinstri grænna muni greiða allur greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Því liggur fyrir að 30 þingmenn, hið minnsta, munu koma til með að styðja frumvarpið. 22 þingmenn eru óákveðnir eða gefa ekki upp afstöðu, en aðeins tveir þessara þingmanna þurfa að greiða atkvæði með frumvarpinu, svo það verði samþykkt sem lög frá Alþingi.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira