Ólíklegt að vindmyllur valdi fugladauða við Búrfell Hrund Þórsdóttir skrifar 11. júlí 2014 20:34 Eins og Stöð 2 og Vísir hafa fjallað um stendur til að reisa vindmyllugarð við Búrfell og eitt af því sem þarf að rannsaka í því samhengi eru möguleg áhrif á fuglalíf. Ákveðið var að horfa til Danmerkur og fékk Landsvirkjun háskólann í Árósum til liðs við sig. „Vísindamennirnir þar eru í samstarfi við Náttúrustofu Norðausturlands sem er að gera rannsóknir á fuglalífi við Búrfell á sama hátt og gert er við uppsetningu vindmylla erlendis. Málið snýst auðvitað fyrst og fremst um að vita hvar flugleiðirnar eru og setja ekki vindmyllurnar í farleið fuglanna,“ segir Margrét Arnardóttir, verkefnastjóri vindorku hjá Landsvirkjun. Rætt hefur verið um fugladauða í tengslum við vindmyllur erlendis, en við Búrfell ætti hann ekki að verða vandamál. Skýringin er staðsetningin; fuglalíf þar er lítið en annað gæti orðið uppi á teningnum, til dæmis ef vindmyllur yrðu reistar nær sjó í framtíðinni. Rannsóknin beinist að því að meta fjölda varpfugla og kanna umferð fugla um svæðið. Notast er við radarathuganir sem hafa lítið verið notaðar í fuglarannsóknum hérlendis. „Við notum radar eins og er notaður á fiskiskipum og höfum hann þannig stilltan að við getum numið merki frá svona litlum hlutum eins og fuglum sem eru á flugi. Svo notum við radarinn til að fylgja eftir ferðum fuglanna um svæðið,“ segir Aðalsteinn Örn Snæþórsson, líffræðingur hjá Náttúrustofu Norðausturlands. Aðalsteinn vill ekki tjá sig strax um hvort líklegt sé að vindmyllur hafi áhrif á fugla á svæðinu, en vitað er að flugleið heiðargæsa í Þjórsárverum liggur um þessar slóðir. Óljóst er þó hvaða leið þær fljúga þegar þær koma niður frá varpstöðvunum og verður það kannað í haust. Svæðið sem er til skoðunar er nokkuð stórt. „Það er mjög líklegt að innan þess svæðis sem við erum að skoða, séu svæði þar sem vindmyllur myndu hafa mjög lítil áhrif á fugla,“ segir Aðalsteinn. Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Eins og Stöð 2 og Vísir hafa fjallað um stendur til að reisa vindmyllugarð við Búrfell og eitt af því sem þarf að rannsaka í því samhengi eru möguleg áhrif á fuglalíf. Ákveðið var að horfa til Danmerkur og fékk Landsvirkjun háskólann í Árósum til liðs við sig. „Vísindamennirnir þar eru í samstarfi við Náttúrustofu Norðausturlands sem er að gera rannsóknir á fuglalífi við Búrfell á sama hátt og gert er við uppsetningu vindmylla erlendis. Málið snýst auðvitað fyrst og fremst um að vita hvar flugleiðirnar eru og setja ekki vindmyllurnar í farleið fuglanna,“ segir Margrét Arnardóttir, verkefnastjóri vindorku hjá Landsvirkjun. Rætt hefur verið um fugladauða í tengslum við vindmyllur erlendis, en við Búrfell ætti hann ekki að verða vandamál. Skýringin er staðsetningin; fuglalíf þar er lítið en annað gæti orðið uppi á teningnum, til dæmis ef vindmyllur yrðu reistar nær sjó í framtíðinni. Rannsóknin beinist að því að meta fjölda varpfugla og kanna umferð fugla um svæðið. Notast er við radarathuganir sem hafa lítið verið notaðar í fuglarannsóknum hérlendis. „Við notum radar eins og er notaður á fiskiskipum og höfum hann þannig stilltan að við getum numið merki frá svona litlum hlutum eins og fuglum sem eru á flugi. Svo notum við radarinn til að fylgja eftir ferðum fuglanna um svæðið,“ segir Aðalsteinn Örn Snæþórsson, líffræðingur hjá Náttúrustofu Norðausturlands. Aðalsteinn vill ekki tjá sig strax um hvort líklegt sé að vindmyllur hafi áhrif á fugla á svæðinu, en vitað er að flugleið heiðargæsa í Þjórsárverum liggur um þessar slóðir. Óljóst er þó hvaða leið þær fljúga þegar þær koma niður frá varpstöðvunum og verður það kannað í haust. Svæðið sem er til skoðunar er nokkuð stórt. „Það er mjög líklegt að innan þess svæðis sem við erum að skoða, séu svæði þar sem vindmyllur myndu hafa mjög lítil áhrif á fugla,“ segir Aðalsteinn.
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira