Innlent

Ók lyfjaður á vegrið

Vísir/Stefán
Tilkynnt var um umferðaróhapp á Reykjanesbraut við Kaldárselsveg í gærkvöldi. Bíl var ekið á vegrið en ökumaðurinn sagðist hafa verið að teygja sig eftir símanum og hafi við það misst stjórn á bifreiðinni.

Hann sakaði ekki. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna auk þess að aka án réttinda. Þá er tiltekið í dagbókum lögreglu að ástandi ökutækis hafi verið áfátt, það er að hjólbarðar hafi verið lélegir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×