Landspítalinn leitar að fólki í viðbragðsteymi vegna ebólu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. október 2014 13:06 "Það er ekkert óeðlilegt að fólk þurfi að átta sig á því hvað þetta innifelur áður en það er tilbúið til að segja afdráttarlaust já.“ vísir/gva/afp Skipað hefur verið viðbragðsteymi á Landspítalanum ef ske kynni að ebólusmitaður einstaklingur kæmi hingað til lands. Teymið er ekki fullskipað og leitar Landspítalinn að fólki til að taka þátt í verkefninu. Nokkrir smitsjúkdómalæknar og gjörgæslulæknar taka þátt en líkt og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hefur það reynst erfitt að fá hjúkrunarstarfsfólk í verkefnið. Tuttugu manns þarf í teymið en að sögn yfirlæknis sýkingavarnadeildar eru tæplega tíu manns sem nú taka þátt í verkefninu. „Þetta er auðvitað verkefni sem er dálítið öðruvísi en venjulegt starf og það er ekkert óeðlilegt að fólk þurfi að átta sig á því hvað þetta innifelur áður en það er tilbúið til að segja afdráttarlaust já,“ segir Ólafur Guðgeirsson, yfirlæknir sýkingavarnadeildar. Hann segir unnið hafi verið að viðbragðsáætlun síðan í júlí. „Fyrstu meðlimir í verkefninu hafa verið í þessu frá því í júlí og erum búin að vinna að þessu jafnt og þétt síðan þá. Það eru ekki nema tíu mínútur síðan nýr aðili bættist inn í hópinn.“ Starfsfólk Landspítalans hefur sótt fræðslunámskeið að undanförnu í samráði við Almannavarnir ríkislögreglustjóra og Landspítalans og gerð hefur verið áætlun um að þjálfa starfsfólk. Fari svo að viðbragðsáætlun verði sett í gang verður bráðalækningadeild spítalans, A2, lokað og reistur verður veggur svo hægt verði að einangra deildina algjörlega. Hann telur þó litlar líkur á að smit berist hingað til lands, en vissulega séu líkurnar til staðar. Bryndís Sigurðardóttir sagði í kvöldfréttum í gær að Ísland væri verr undirbúið fyrir ebólu en samanburðarlönd, til að mynda stóra Háskólaspítala á Norðurlöndum eða í Bandaríkjunum þar sem eru sérhæfðar einangrunarmiðstöðvar. Hún hefur þó litlar áhyggjur af útbreiðslu veirunnar hér á landi. Veiran er sögð sú skæðasta í sögunni og hefur lagt þúsundir að velli. Þá eru hátt í tíu þúsund smitaðir en fyrsti Norðurlandabúinn, norsk hjúkrunarkona, greindist með veiruna á dögunum. Ebóla Tengdar fréttir Ísland verr undirbúið fyrir ebólu en samanburðarlöndin Ekki er sjálfgefið að heilbrigðisstarfsfólk vilji sinna smituðum. Þetta segir settur yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. 8. október 2014 20:00 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Skipað hefur verið viðbragðsteymi á Landspítalanum ef ske kynni að ebólusmitaður einstaklingur kæmi hingað til lands. Teymið er ekki fullskipað og leitar Landspítalinn að fólki til að taka þátt í verkefninu. Nokkrir smitsjúkdómalæknar og gjörgæslulæknar taka þátt en líkt og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hefur það reynst erfitt að fá hjúkrunarstarfsfólk í verkefnið. Tuttugu manns þarf í teymið en að sögn yfirlæknis sýkingavarnadeildar eru tæplega tíu manns sem nú taka þátt í verkefninu. „Þetta er auðvitað verkefni sem er dálítið öðruvísi en venjulegt starf og það er ekkert óeðlilegt að fólk þurfi að átta sig á því hvað þetta innifelur áður en það er tilbúið til að segja afdráttarlaust já,“ segir Ólafur Guðgeirsson, yfirlæknir sýkingavarnadeildar. Hann segir unnið hafi verið að viðbragðsáætlun síðan í júlí. „Fyrstu meðlimir í verkefninu hafa verið í þessu frá því í júlí og erum búin að vinna að þessu jafnt og þétt síðan þá. Það eru ekki nema tíu mínútur síðan nýr aðili bættist inn í hópinn.“ Starfsfólk Landspítalans hefur sótt fræðslunámskeið að undanförnu í samráði við Almannavarnir ríkislögreglustjóra og Landspítalans og gerð hefur verið áætlun um að þjálfa starfsfólk. Fari svo að viðbragðsáætlun verði sett í gang verður bráðalækningadeild spítalans, A2, lokað og reistur verður veggur svo hægt verði að einangra deildina algjörlega. Hann telur þó litlar líkur á að smit berist hingað til lands, en vissulega séu líkurnar til staðar. Bryndís Sigurðardóttir sagði í kvöldfréttum í gær að Ísland væri verr undirbúið fyrir ebólu en samanburðarlönd, til að mynda stóra Háskólaspítala á Norðurlöndum eða í Bandaríkjunum þar sem eru sérhæfðar einangrunarmiðstöðvar. Hún hefur þó litlar áhyggjur af útbreiðslu veirunnar hér á landi. Veiran er sögð sú skæðasta í sögunni og hefur lagt þúsundir að velli. Þá eru hátt í tíu þúsund smitaðir en fyrsti Norðurlandabúinn, norsk hjúkrunarkona, greindist með veiruna á dögunum.
Ebóla Tengdar fréttir Ísland verr undirbúið fyrir ebólu en samanburðarlöndin Ekki er sjálfgefið að heilbrigðisstarfsfólk vilji sinna smituðum. Þetta segir settur yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. 8. október 2014 20:00 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Ísland verr undirbúið fyrir ebólu en samanburðarlöndin Ekki er sjálfgefið að heilbrigðisstarfsfólk vilji sinna smituðum. Þetta segir settur yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. 8. október 2014 20:00