Erlent

Áfram heimilt að losa salernisúrgang í Eystrasaltið

Atli Ísleifsson skrifar
Fulltrúar Pólverja, Þjóðverja og Rússa tilkynntu fyrr í dag að þau sæju sér ekki fært að standa við áður gefin loforð.
Fulltrúar Pólverja, Þjóðverja og Rússa tilkynntu fyrr í dag að þau sæju sér ekki fært að standa við áður gefin loforð. Vísir/AFP
„Þetta er hræðilegt. Þetta þýðir að skemmtiskip og ferjur muni áfram getað losað allt salernisvatn í Eystrasaltið – jafnvel án nokkurrar lokadagsetningar,“ segir Håkan Wirtén, framkvæmdastjóri umhverfissamtakanna WWF.

Árlegum fundi ríkja við Eystrasalt lauk í lettnesku höfuðborginni Ríga í dag þar sem fulltrúar Pólverja, Þjóðverja og Rússa sögðust ekki reiðubúin að banna losun á salernisúrgangi á hafi úti. Þetta sé þrátt fyrir að Alþjóðasiglingamálastofnunin hafi árið 2010 ákveðið að banna losun farþegaskipa í Eystrasalti frá árinu 2016.

Ákvörðunin sem tekin var árið 2010 var þó háð því að löndin myndu greina frá því hvort þau gerðu ráð fyrir að standa við slíkar skulbindingar fyrir árið 2015. Fulltrúar landanna tilkynntu sem sagt fyrr í dag að þau sæju sér ekki fært að standa við áður gefin loforð.

Í frétt sænska ríkissjónvarpsins segir að ríkin þrjú hafi bent á að ekki hafi tekist að dæla öllu salernisvatni frá borði stærstu skipanna á þeim stutta tíma sem þau eru í höfn. Benda þau á að losa þurfi um 300 rúmmetra af vatni á hverjum klukkutíma á þeim stutta tíma sem skipin séu í höfn. Hafi forsvarsmenn hafna og borga sagt erfitt að taka á móti og vinna úr svo miklu vatni á svo stuttum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×