Rannsókn á einkavæðingu bankanna ekki hafin þrátt fyrir ályktun Alþingis Höskuldur Kári Schram skrifar 8. nóvember 2014 19:04 Rannsókn á einkavæðingu bankanna er ekki hafin þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá því þingsályktun þessa efnis var samþykkt á Alþingi. Fyrsta skýrsla rannsóknarnefndar átti að vera tilbúin í september 2013. Þingsályktunin var samþykkt með 24 atkvæðum í nóvember 2012. Enginn greiddi atkvæði gegn tillögunni en 11 þingmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslunni, þar á meðal Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Samkvæmt þingsályktuninni átti þriggja manna nefnd að rannsaka einkavæðingu og sölu hlutabréfa í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Landsbankanum, og Búnaðarbankanum. Einkvæðingin var mjög umdeild en fyrsta skýrsla rannsóknarnefndarinnar átti að liggja fyrir í byrjun septembermánaðar 2013. Ekkert bólar hins vegar á þessari rannsókn og hefur lítið sem ekkert verið hreyft við málinu frá því tillagan var samþykkt fyrir tveimur árum „Það er auðvitað sárgrætilegt að sjá örlög þessarar tillögu. Ef það er eitthvað rannsóknarverkefni mikilvægt fyrir þetta samfélag þá er það nákvæmlega á einkavæðingu bankanna. Hvernig staðið var að henni, hver var hlutur embættismanna, hver var hlutur ráðherra og hver var hlutur þingsins í þessu ferli, “ segir Skúli Helgason, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar, var fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að það hafi verið niðurstaða forsætisnefndar Alþingis fyrir rúmu ári að bíða með frekari skipanir á rannsóknarnefndum. „Við ákváðum að meta reynsluna. Það er búið að vinna í þremur rannsóknarnefndum heilmikiðo starf með heilmiklum kostnaði. Mönnum fannst fullt tilefni til þess að fara yfir reynsluna og komast að einhverri niðurstöðu áður en við tækjum frekari ákvarðanir,“ segir Einar. Síðustu tvær rannsóknarnefndir hafa meðal annars verið gagnrýndar fyrir að fara langt framúr kostnaðaráætlun. Einar segir viðbúið að breyta þurfi lögum um rannsóknarnefndir til að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. „Mér sýnist allt benda til þess að þetta muni kalla á lagabreytingar sem varðar rannsóknarnefndirnar sem við þurfum þá að komast að niðurstöðu um,“ segir Einar. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira
Rannsókn á einkavæðingu bankanna er ekki hafin þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá því þingsályktun þessa efnis var samþykkt á Alþingi. Fyrsta skýrsla rannsóknarnefndar átti að vera tilbúin í september 2013. Þingsályktunin var samþykkt með 24 atkvæðum í nóvember 2012. Enginn greiddi atkvæði gegn tillögunni en 11 þingmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslunni, þar á meðal Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Samkvæmt þingsályktuninni átti þriggja manna nefnd að rannsaka einkavæðingu og sölu hlutabréfa í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Landsbankanum, og Búnaðarbankanum. Einkvæðingin var mjög umdeild en fyrsta skýrsla rannsóknarnefndarinnar átti að liggja fyrir í byrjun septembermánaðar 2013. Ekkert bólar hins vegar á þessari rannsókn og hefur lítið sem ekkert verið hreyft við málinu frá því tillagan var samþykkt fyrir tveimur árum „Það er auðvitað sárgrætilegt að sjá örlög þessarar tillögu. Ef það er eitthvað rannsóknarverkefni mikilvægt fyrir þetta samfélag þá er það nákvæmlega á einkavæðingu bankanna. Hvernig staðið var að henni, hver var hlutur embættismanna, hver var hlutur ráðherra og hver var hlutur þingsins í þessu ferli, “ segir Skúli Helgason, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar, var fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að það hafi verið niðurstaða forsætisnefndar Alþingis fyrir rúmu ári að bíða með frekari skipanir á rannsóknarnefndum. „Við ákváðum að meta reynsluna. Það er búið að vinna í þremur rannsóknarnefndum heilmikiðo starf með heilmiklum kostnaði. Mönnum fannst fullt tilefni til þess að fara yfir reynsluna og komast að einhverri niðurstöðu áður en við tækjum frekari ákvarðanir,“ segir Einar. Síðustu tvær rannsóknarnefndir hafa meðal annars verið gagnrýndar fyrir að fara langt framúr kostnaðaráætlun. Einar segir viðbúið að breyta þurfi lögum um rannsóknarnefndir til að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. „Mér sýnist allt benda til þess að þetta muni kalla á lagabreytingar sem varðar rannsóknarnefndirnar sem við þurfum þá að komast að niðurstöðu um,“ segir Einar.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira